Tengt Siglufirði
Guðbjörg Kristinsdóttir 80 ára í dag 3. Október 1978
Guðbjörg fæddist á Hóli á Hauganesi þann 3. október árið 1898.
Maki hennar fá 1921;
Árni Kristjánsson frá Lambanesi í Fljótum.
árið 1921 og fluttust þau til Siglufjarðar á árinu 1926.
Þau eignuðust tvö börn,
Guðbjörg er ýmsum kunn. Hún hefur starfað linnulítið sem ljósmóðir í Siglufirði í um hálfa öld og hefur tekið á móti tvö þúsund og sex börnum.
Börn hennar og barnabörn færa henni hjartanlegar árnaðaróskir í tilefni dagsins.
--------------------------------------
1983 19. September.
Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir látin Guðbjörg Kristinsdóttir, fyrrverandi ljósmóðir á Siglufirði, lést í gær í sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Hún var fædd á Hóli á Hauganesi þann 3. október árið 1898. Hún giftist Árna Kristjánssyni frá Lambanesi í Fljótum árið 1921 og fluttust þau til Siglufjarðar árið 1926.
Þau eignuðust tvö börn og tóku einn son í fóstur. Guðbjörg starfaði sem ljósmóðir í Siglufirði í meira en hálfa öld og tók á móti
fleiri en tvö þúsund börnum á þeim tíma.
----------------
Einherji - 1945 -- Einherji - 16. tölublað (10.08.1945)►
SILFURBROÐKAUP
áttu myndarhjónin Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir og Árni Kristjánsson skipstjóri hér í bæ 27. Júlí 1945. Einherji óskar þeim til hamingju
og þakkar þeim mikið og gott starf í yfir aldarfimmtung í þessum bæ.
-------------------------------
Mjölnir - 25. október 1983
Guðbjörg Kristinsdóttir ljósmóðir, Túngötu 37, lést 19. September 1983. Hún var fædd 3. október 1898
Nafn: | Árni Kristjánsson | Mynd: | |
Heimili: | Túngötu 37 | Staða: | |
Staður: | Siglufirði | Fæðingardagur: | 29-09-1891 |
Kirkjugarður: | Dánardagur: | 10-11-1969 | |
Reitur: | 6-4-158 | Jarðsetningardagur: | |
Annað: | Frá Lambanesi | Aldur: | 78 ára |