Tengt Siglufirði
Fimmtugsafmæli átti Björn Einarsson, Túngötu 41 hér í bæ 24 september 1944.
Margur bæjarmaður mun kannast við Björn, því hann hefur dvalið hér síðan um tvítugt og er-af mörgu góðu kunnur. Björn er einn okkar kunnugustu mönnum um sjóferðir fyrr og síðar, þótt aldurinn sé eigi hár, en þess má þó geta, að hann fór á skipsfjöl sama daginn og hann var fermdur.
Björn er einnig kunnur verkalýðssinni og hefur starfað þar um margra ára skeið. Langt mál mætti rita um sögu slíkra manna, sem haf a barist við sult og seyru á mölinni slíkan árafjölda. Væri það verk handa einhverjum ritfærum manni að rita annála slíkra manna, því góða hugmynd mætti fá yfir atvinnuvegi lands okkar með slíkum hætti.
Nú sem stendur starfar Björn við vatnsveituna hér og rækir -starf sitt af sinni kunnu háttprýði og samvizkusemi, enda er hann kunnur hæglætis og dugnaðarmaður. Mjölnir og allir góðir Siglfirðingar óska því Birni góðra lífdaga, með þökk fyrir unnið starf. (Mjölnir)