Tengt Siglufirði
Eyþór Baldvinsson, f. 19. júní 1905, d. 9. mars 1978 Hann var kenndur við sveitabæinn Enni og oft kallaður „Eyþór í Enni“
Ég veit lítið um
Eyþór, nema frá því ég vann með honum í um 8 sumur frá 1950 á mjölpalli SR-46 mjölhúss. Hann var vinsæll vinnufélagi, fróður vel og skemmtilegur, en hæglátur
og fyrirhyggjusamur. Hann var ávalt með kastskeit (húfu) á höfði við vinnu og úti við.
Ég var aðeins 16 ára þegar ég byrjaði að vinna með honum hjá SR.
Eyþór var snemma vélstjóri á bátum, hann, var 2-3 ár(?) vélstjóri 1925-1927 +/-hjá Hinrik Thorarensen; Nýja Bíó á Siglufirði, þar sem hann sá um steinolíuvél sem knúði rafal sem framleiddi raforku fyrir sýningavélannar þar.
En þá var raforka á Siglufirði, mjög takmörkuð og skömmtuð að auki, sem hefði truflað kvikmyndasýningar, vegna hvikular orku sem sveiflaðist mikið eð allt frá 190 voltum til 230 volta og gerði því myndasýningar ekki mjög fýsilegar við þau skilyrði.
Steingrímur Kristinsson