Flóvent Jóhannsson fyrrverandi bæjarfulltrúi

Flóvent Jóhannsson. Fæddur 17. febrúar 1871. — Dáinn 13. Júlí 1951

Hann andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar eftir nokkra mánaða legu þar, rúmlega 80 ára að aldri.

Flóvent var Eyfirðingur að ætt, fæddur í Bragholti við Eyjafjörð.
Foreldrar hans voru Jóhann, bóndi þar, Jónssonar Flóventssonar í Syðri-Bakka og konu hans Guðrún Jónsdóttir, bónda á Skriðu landi.

Flóvent var af góðum bændakynstofni kominn. Á uppvaxtarárum hans var menntabrautin ekki öllum unglingum greiðfær, svo sem hún er nú. Urðu flest ungmenni að láta sér nægja sú tilsögn í bóklegum fræðum, sem krafist var af hverju fermingarbarni. Flóvent undi illa hag sínum í þeim efnum.

Flóvent var giftur Margrét Jósepsdóttir, járnsmiðs á Akureyri, hinni ágætustu konu. Lifir hún mann sinn.
Eignuðust þau 5 börn, en urðu fyrir þeirri sársorg að missa uppkomna dóttur,

Flóvent Jóhannsson -- ókunnur ljósmyndari

Flóvent Jóhannsson -- ókunnur ljósmyndari

  • Ebba Flóvents, er gift var Guðmundur Skarphéðinsson sál. fyrrv. Skólastjóra.
  • Jakobína Flóvents,
  • Maggy Flóvents,
  • Jósef Flóvents og
  • Sigtryggur Flóvents. —
    Dótturson einn,
  • Gunnar Flóvents, hafa þau að mestu alið upp.

Hjá honum vaknaði þrá til að læra meira, löngunin til að sjá lengra en rétt út fyrir vallargarðinn, og þessvegna kvaddi hann föðurhúsin haustið 1894, settist í búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal, og stundaði bóklegt nám yfir veturinn, en verklegt á sumrin. Vorið 1896 útskrifaðist hann úr Hólaskóla með ágætum vitnisburði. —

Menntun sú er hann hlaut í Hólaskóla, fannst unga manninum ekki nægilegt veganesti út í lífsstarfið. Hann vildi afla sér meiri fræðslu, staðbetri og f fjölþættari þekkingar í búfræði. Í þeim erindum fór hann utan, sigldi til Danmerkur, og settist í landbúnaðarháskóla í Kaupmannahöfn. Stundaði hann þar nám í tvo vetur, en verklegt nám við landmælingar hjá D. G-stb.. á sumrin.

Sumarið 1902 kom hann heim, settist að á Hólum í Hjaltadal og varð kennari við búnaðarskólann þar. Einnig tók hann að sér stjórn búsins. Þótti hann stjórnsamur bústjóri. Kennarastarfið lét honum vel, enda talinn ágætur kennari. Hann kvatti pilta við námið, vakti hjá þeim áhuga fyrir málum landbúnaðarins. Sjálfur var hann djarfhuga og stór mannkosta, vann hann traust huga í þeim efnum.

Má segja að hann, ásamt Sigurði, fyrrv. búnaðarmálastjóra og Páli Brim, fyrrv. amtm., hafi verið upphafsmaður að þeirri vakningar- og framfaraöldu á sviði íslenzka landbúnaðarins, sem hófst hér norðanlands skömmu eftir síðustu aldamót, og var undanfari þeirra framkvæmda sem síðar urðu. Rétt eftir síðustu aldamót var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað. Átti Flóvent mikinn þátt í því og var einn stofnandi þess.

Vann hann mikið að framgangi þess. Voru þau störf hans metin að marklegleikum með því að hann var tekinn í tölu heiðursfélaga félagsins. Vorið 1905 hvarf hann frá Hólum, keypti Sjávarborg í Borgarsveit í Skagafirði og hóf þar búskap. Bjó hann þar í 5 ár eða til 1910, að hann seldi jörð og bú og fluttist til Sauðárkróks. Þar dvaldi hann í 5 ár.

Til Siglufjarðar fluttist hann 1915 og hér var hann búsettur til dánardægurs.

Flóvent var hár maður og herðabreiður, beinvaxinn og vel limaður. Andlitið var myndarlegt, svipmikið með höfðinglegu yfirbragði. Góðum gáfum var hann gæddur, og glöggskyggn á menn og málefni. Hann var ör í lund og skapharður, en gætti þó oft hófs, og var að jafnaði glaðlyndur og greiðvikinn. Var hann oft fljótur að bregða við, ef hann vissi að sinnar hjálpar var þörf. Slíkt var aldrei talið eftir.

Flóvent var vel máli farinn. Hafði hann fremur djúpa og hljómmikla barytonrödd, talaði skýrt, nokkuð hratt, hreint og ósvikið íslenzkt alþýðumál. Ef kapp og hiti hljóp í umræður, gat hann á yngri árum, talað hátt og snjallt. Flóvent var ákaflega duglegur og mikilvirkur við allt, sem hann vann að, og gerði líka þær kröfur til annarra. Hann var vinnugefinn og lét aldrei verk úr hendi falla allt til dauðadags. Allsstaðar sem Flóvent dvaldi, vakti hann eftirtekt, og vegna dugnaðar og mannkosta, vann hann traust.

Á hann hlóðust ýmiskonar trúnaðarstörf. — Hann sat í hreppsnefnd Hólahrepps, þegar hann var á Hólum. Á Sauðárkróki var hann tekinn í hreppsnefnd. Þar var honum falin stjórn á útflutningi hrossa úr Skagafjarðarsýslu.

Þegar til Siglufjarðar kom, var honum falin ýmis trúnaðarstörf. Þegar kosið var fyrst í bæjarstjórn, var Flóvent kosinn einn bæjarfulltrúinn, og sat í bæjarstjórn í 10 ár. Brunaliðsstjóri Siglufjarðarbæjar var hann um 20 ára skeið. Í yfirskattanefnd sat hann 1922—'26. Verkstjóri Siglufjarðarbæjar var hann 1915—'29. Hann sá um byggingu sjóvarnargarðsins hér og var falin umsjón og eftirlit með honum af vitamálastjórninni.

Þá byggði hann hafnarbryggjuna á Ólafsfirði 1929. Þess skal einnig getið, að Flóvent var í framboði í Skagafirði að hálfu Heimastjórnarflokksins við þingkosningarnar 1903, en náði ekki kosningu. Þegar elli tók að leita fangbragða við hann, dró hann sig út úr afskiptum opinberra mála, og kom hann sér upp steinsteypuverkstæði.

Steypti hann gangstéttarhellur o.fl. Þar vann hann daglega með reglulegum vinnutíma. Mætti maður oft gamla manninum kl. 7 á leið til verkstæðisins glaðan og hressan.

Heimilið að Hólum hefur jafnan verið mannmargt og umsvifamikið. Svo var það þegar þau, hjón höfðu umsjón á því. Mun frú Margrét hafa átt sinn ríka þátt í þeim glæsibrag, sem var á því heimili. Bæði voru þau ákaflega gestrisin, glaðvær og skemmtileg og veittu gestum af rausn. Mér eru minnisstæð ungu bústjórahjónin á Hólum í Hjaltadal, er þau komu á heimili foreldra minna í Grafarósi.

Það var glaðvær og hressandi blær, sem fylgdi þeim. Frúin vakti eftirtekt með yndisþokka sinn og gjörfugleik, en bústjórinn fyrir glæsimennsku og höfðingsbrag. Nú er þessum margþætta og langa starfsdegi lokið. Nú hefur Flóvent hlotið hvíldina góðu. —

Við kveðjum hér góðan dreng og merkan mann. Við kveðjum hér brautryðjanda, sem hóf sig til flugs og brauzt fram úr deyfð og sinnuleysi 19. aldarinnar og byrjaði með nýrri öld að ryðja nýjar brautir og búa í haginn fyrir komandi kynslóð, sem vann að því að í íslenzku þjóðlífi væri gróskumikill gróandi. Við þökkum störfin. Blessuð sé minning þessa mæta manns.

P.E.
------------------------------------------------------

Flóvent Jóhannsson áttræður

HINN góðkunni og velkynnti siglfirzki borgari, Flóvent Jóhanns son, varð áttræður laugardaginn 17. febr. s.l. (1951) Flóvent Jóhannsson er öllum Siglfirðingum kunnur og að góðu einu. Hann á mörg störfin að baki hér á Siglufirði og hefur unnið öll með sömu trúmennskunni.

Enda er hann virtur og metinn af öllum er til hans þekkja. Og margir munu þeir kunningjar Flóvents, sér í lagi í hópi hinna eldri Siglfirðinga, sem heimsótt' hafa hann á þessum merka afmælisdegi.

Blaðið „Siglfirðingur" sendir honum sínar beztu árnaðaróskir og þakkar honum öll árin sem hann hefur unnið í Siglufirði.