Guðmundur Bjarnason (eldri) í Bakka

Guðmundur Bjarnason Bakka: Minningarorð

Hann var fæddur hinn 6. sept. 1864 að Brennugerði innan Sauðárkróks, sonur hjónanna þar, Bjarna Guðmundssonar bónda, og konu hans, Þóru Jónsdóttur.

Árið 1868 fluttust foreldrar hans til Siglufjarðar ásamt öllum börnum sin um, en þau voru sjö; tveir drengir og fimm stúlkur og settust að í nyrzta býli Siglufjarðar, er kallaður var Bakki, utan Hvanneyrar.

Bær þessi stóð svo nærri sjó, að brimlöður gekk fast að bæjardyrum og jafnvel inn í þær í aftökum. Þar ólst Guðmundur upp og bjó þar alllengi eftir föður sinn látinn eða þar til 1907 að hann byggði myndarlegt timburhús á bakkanum nokkru utar og talsvert ofar en gamli bærinn stóð, og bjó í því húsi alla tíð síðan.

Guðmundur Bjarnason í Bakka og kona hans Halldóra Björnsdóttir: Glerplata: G-0187 -Ljósmynd Kristfinnur

Guðmundur Bjarnason í Bakka og kona hans Halldóra Björnsdóttir: Glerplata: G-0187 -Ljósmynd Kristfinnur

Árið 1889 giftist  Guðmundur eftirlifandi konu sinni Halldóru Björnsdóttur frá Þernuskeri á Látraströnd við Eyjafjörð, hinni mestu myndar- og dugnaðar konu. Þau hjónin eignuðust tvo drengi, er hétu

  • Bjarni Guðmundsson og
  • Gestur Guðmundsson

Báðir létust þeir bræður á bezta aldri og lét Bjarni eftir sig konu og fimm börn, en Gestur lét eftir sig konu og tvö börn.

Dóttur Bjarna, Halldóra Bjarnadóttir að nafni, ólu þau hjónin upp frá fæðingu hennar og Guðmund, son Bjarna ólu þau einnig upp frá því hann var fimm ára gamall..

Auk þess ólu þau upp frænku Guðmundar, Bjarnveig Guðlaugsdóttir, frá því hún var þriggja ára.

Halldóru sonar- og fósturdóttur sína, mjög vel gefna og myndar stúlku, misti Guðmundur þegar hún var nítján ára gömul. Átti því Guðmundur um langt skeið við mikla erfiðleika að stríða vegna veikinda sona sinna og fósturdóttur, sem svo; endaði með fráfalli þeirra allra á bezta aldri og blóma lífsins.

Guðmundur Bjarnason var kjark- og trúmaður og tók því öllu mótlæti með karlmannlegri ró og stillingu. Sóknarkirkju sína sótti hann mjög vel á fyrri árum, en laust eftir 1930 eignaðist hann útvarpstæki og lét sér þá nægja að hlusta heima hjá sér á guðsþjónustur svo og allt það sem útvarpið fór með.

Guðmundur var greindur maður að eðlisfari, en fékk enga eða mjög litla menntun, eins og títt var um almúgafólk í æsku hans. Hann eignaðist smátt og smátt all mikið safn af bókum og las mikið, einkum hin síðari ár, fylgdist með útkomum bóka, sérstaklega þeirra er fjölluðu um veiðiskap, sjómennsku eða sjóferðir. Guðmundur vandist snemma við sjósókn hjá föður sínum, enda var í þá daga sjór sóttur hér í Siglufirði af hinu mesta kappi, af áhuga og dugnaðarmönnum, þótt farkostir þeir, er notaðir voru til sjóferða, væru ærið ófullkomnir bæði að byggingu , og útbúnaði.

Og hygg ég að nútíma sjómenn, að þeim ólöstuðum þó hikuðu við að nota slíkar fleytur til sjóferða, er almennt voru notaðar á uppvaxtarárum Guðmundar í Bakka, og það jafnvel til hákarlaveiða út á regin hafi og oft um miðjan vetur. Guðmundur var ötull og heppinn veiðimaður á sónum yngri árum og var fáum sjávardýrum óhætt fyrir kænsku hans, enda fengsælli en flestir aðrir, er á sjó var komið. Skytta var hann ein hin bezta á þeirra tíð og var mjög fengsæil á sjófugl, hnýsur og seli.

Eitt sinn er Guðmundur kom úr hákarlalegu að vori til og var staddur vestan Grímseyjar, sigldi skipið með hægri ferð, gegn um hafíshroða. Sáu skipverjar fullorðinn ísbjörn á samfelldri ísspöng ali-langt frá skipinu, Guðmundur, sem ávalt hafði með sér framhlaðna haglabyssu, bjóst í skyndi til orustu við björninn. Fékk hann með sér tvo háseta í skipsjulluna og réru þeir frá skipinu að ísspönginni og varð Guðmundur að fara upp á ísinn til að komast í skotmál við björninn.  Gengu þeir hvor á móti öðrum, Guðmundur og björninn, annar í víga- og veiðihug en hinn að líkindum af forvitni, sem hann varð svo að missa lífið fyrir.

Feldinn af bjarndýri þessu keypti I. V. Hafstein, konsúll á Akureyri fyrir hundrað krónur, og skartaði feldurinn á besta stofugólfi konssúlsins um fjölda ára. Guðmundur mun hafa hætt sjómennsku kringum árið 1896. Gerðist hann starfsmaður hjá hinni svokölluðu Gránufélagsverzlun hér á staðnum og síðar hinum sameinuðu Ísl. verzlunum hér og starfaði hann ýmislegt utanbúðar og innan, en aðalstarf hans var þó vor og sumar við lifrarbræðslu.

Mun hafa starfað við verzlanir þessar rösk þrjátíu ár. Þá gerðist hann starfsmaður Óskars Halldórssonar útgerðarmanns um skeið. Þar á eftir fór hann að kaupa lifur fyrir eigin reikning og setti upp bræðslu í bakkanum, aðeins sunnar en gamli bærinn stóð, er hann var alinn upp í, Lifrina keypti hann að mestu frá færeyskum skipum, enda var hann umboðsmaður margra færeyskra útgerðarfélaga og einstaklinga um fjölda ára og hlaut að launum í þakkar og viðurkenningarskyni frá dönsku stjórninni heiðurspening úr silfri.

Fyrr á árum var Guðmundur frískleika og gleðimaður mikill og eignaðist hann þá marga vini og kunningja bæði hér í bæ og víða ' um land og má óhætt segja að þeir er honum kynntust gleyma honum varla, því hann var bæði hjálpsamur, glaðvær og gestrisinn með afbrigðum og nægir í því sambandi að vísa til kveðjuorða, er einn af vinum þeirra hjóna í Bakka flutti er Guðmundur var kistulagður þann 20. des. s. 1. og eru prentuð hér á eftir.

Kona Guðmundar; Halldóra Björnsdóttir var eins og áður er sagt hin mesta og dugnaðarkona, enda kom það alloft í hennar hlut að sjá um heimilið í lengri eða skemmri tóma, er Guðmundur var fjarverandi. Fórst henni stjórn heimilisins með ágætum og er óhætt að fullyrða, að hún átti sinn mikilsverða þátt í því að gera Bakka-garðinn frægan. Þau hjónin voru, er Guðmundur féll frá, búin að búa saman í mjög farsælu hjónabandi í sextíu ár. Ríkti ávalt þeirra í milli samúð og einlæg umhyggja fyrir hvers annars velferð og heimilisins í heild.

Nokkur síðustu árin, og, þá sérstaklega hið allra síðasta er Guðmundur lifði, var mjög farinn að heilsu og kröftum, en var hann þó oftast hress og glaður eftir ástæðum. Þegar ég nú með sjálfum mér rifja upp margar glaðar og ánægjulegar stundir, er ég átti með Guðmundi dylst mér ekki, að hér á Bakka hefur orðið allverulegt skarð fyrir skyldi og að „rekkur mætur rýmdi burt rústinn grætur eftir" Guðmundur er farinn, horfinn — og með honum andi sá, er ávalt sveif yfir vötnum í nærveru hans og kom áreiðanlega mörgum vinum hans og kunningjum í sólskinsskap.

Að endingu þakka ég Guðmundi vini mínum fyrir margra ára sanna vináttu og óska honum fararheilla,

Siglufirði 4. janúar 1950 Þorsteinn Pétursson
------------------------------------------------------
'Mér er það mjög ljúft, að flytja nokkur kveðju og þakkarorð við þetta tækifæri, þegar minn góði vinur, Guðmundur Bjarnason, Bakka, Siglufirði, er lagður í umbúðir þær sem eiga að flytja hann í til hinstu hvíldar í hinn vígða grafreit Hvanneyrarsafnaðar þar sem hann hefir verið meðlimur í rösk 80 ár.

Ég mun hafa fyrst kynst Guðmundi fyrir rúmum 30 árum og eignaðist ég í honum mjög fljót lega góðan og traustan vin, sem aldrei brást. Ég og sjálfsagt allir þeir, er kynntust honum, munu oft minnast hins hressilega, glaðværa og, hjálpsama mans, er hvers mans vandræði vildi leysa. Ég hygg það hafi verið hin mesta ánægja og nautn í því fyrir hann að gera vinum sínum og vandamönnum og jafnvel honum óþekktum mönnum greiða og ávallt án endurgjalds.

Gestrisni hans og þeirra hjóna hér í Bakka hefur löngum verið brugðið. Fór þar vel saman örleiki húsbóndans og hin rólega framkoma og umhyggja húsmóðurinnar fyrir gestum þeirra, og hygg" ég, að öllum þeim, er því láni áttu að fagna að vera gestir þeirra og kynnast þessum góðu hjónum að nokkru, hafi talið sig hafá eytt slíkum stundum sér tií hinnar mestu ánægju og flytji þeim báðum sínar innilegustu.  þakkir. —

Mörgum, og þó sérstaklega hinum eldri vinum þessa heimilis mun nú finnast tómlegra er áður, að. sjá ekki lengur hinn glaðværa húsbónda, sem um tugi ára var útvörður okkar Siglfirðinga, því svo mikil og innileg var gestrisni hans, að vís var hann til að standa fyrir dyrum úti til að taka a móti gestum, ef hann átti þeirra von, eða sá til mannaferða, hvort heldur var af sjó eða landi.

Ég vil því fyrir hönd hinna mörgu heimilisvina, og þó alveg sérstaklega fyrir hönd hinna svokölluðu Hyanneyrarsystkina og fjölskyldna þeirra, flytja hinum látna vini svo og konu hans beztu þakkir og ástarkveðjur, Sjálfur vil ég fyrir mína hönd, konu minnar og barna, þakka hinum látna vini mínum og samferðar manni fyrir margra ára trygga og trausta vináttu, og að lokum, óska ég eftirlifandi konu hans, frú Halldóru Björnsdóttur, góðra og farsælla, ófarinna æfidaga.
Vinur

------------------------------------------------------

Einherji – 1944  

Guðmundur Bjarnason Bakka - áttræður Guðmundur Bjarnason, Bakka, varð áttræður miðvikudaginn 6. þ. m. Hann er fæddur í Brennigerði við Sauðárkrók 1864, en fluttist þaðan með foreldrum sínum til Siglufjarðar 1870 og hefir verið hér síðan. Faðir Guðmundar var Bjarni Guðmundsson hákarlaformaðurinn frægi á Siglfirðing um mörg ár. Eins og kunnugt er varð 1866 (þegar Guðmundur var 2. ári) eitt hið mesta — sennilega það allra mesta hafísár, sem gengið hefir yfir landið á 19. öldinni — og varð þurrabúðarfólk þá í Skagafirði sums staðar, að leggja. sér til munns hreinsaðar skóbætur og steiktar. Þá var ekkert hús í Sauðárkrók nema sjóbúð föður Guðmundar. ísaárið mikla, 1882, fór Guðmundur fyrst í hákall, — svo sem kallað var — á opnu gaflskipi (eign Snorra Pálssonar og Chr. Havsteens).

Höfðu slíkir norskir bátar fyrst komið til Siglufjarðar þá fyrir 2 árum (1880). 8 menn voru á þessu skipi og fengu þeir í hlut 14 kúta lifrar í sjóferðinni. Var þetta í febrúar. 1 apríl sama ár fór Guðmundur sem háseti á hákallaskipið Baldur, bezta skipið frá Eyjafirði. En þeir komust ekki nema eina sjóferð (einn „túr" eins og kallað var) og fengu í henni eftir hálfaða viku um 150 tn. lifrar. Flest eyfirzku skipanna komust þá ekki inn aftur á Eyjafjörð, heldur urðu að hleypa til Raufarhafnar (og eitt til Þórshafnar) og lágu þar yfir vorið og mikinn hluta sumarsins. Siglfirzku hákallaskipin komust þá ekki út allt vorið og ekki fyrr en langt fram á haust. Einmitt í byrjun september rétt eftir afmælið fór Guðmundur af skipi sínu og heim til Siglufjarðar landveg. Hrepptu þeir ofsaveður og hríð, svo að ófærð varð á leiðinni. Varð för hins óharnaða unglings hin erfiðasta. Er þessa getið hér til þess að sýna, við hve þröng kjör Guðmundur varð að búa í æsku, og gefa æskulýð þessa bæjar hugmynd um, hve fast forfeður þeirra oft urðu árar að knúa til þess að bjarga fé og fjörvi sínu og ástvina sinna. Það fór ekki hjá því, að svo hlaut að fara, að Guðmundur kynntist mörgum hákallahetjum í hákallaförum sínum og í starfi sínu fyrir Gránu. Er hann fróðari um hákallaútgerð og hákallaveiðar norðan lands en nokkur annar núlifandi maður. Hann var svo næstu árin ávallt á hákallavertíðum á ýmsum hákallaskipum unz hann 1892 réðist til Gránuverzlunar og hafði á hendi bræðslu lifrar fyrir verzlunina og umsjón með bræðslunni. Fórst Guðmundi það starf vel úr hendi og vandaði mjög til verksins svo að hann varð kunnur af. Guðmundur er einlægasti og ósérplægnasti maður. Hann hefur miklar mætur á Siglufirði og er mörgum Siglfirðing um að góðu kunnur. Hann hefir fylgzt vel með vexti og viðgangi bæjarins og ber hag kaupstaðarins mjög fyrir brjósti. Fyrir vel unnin störf í þágu færeysku þjóðarinnar hefir hann verið sæmdur verðleikaorðu Dana. Blaðið Einherji óskar honum ynnilega til hamingju, þakkar honum langt og dyggilega unnið æfistarf og óskar, að æfikvöldið megi verða sem bjartast

Siglfirðingur 1. október 1941   --- 

77 ára afmæli átti Guðmundur Bjarnason í Bakka 6. sept. s.l. Heimsóttu margir vinir og kunningjar þau hjónin í tilefni af afmælinu og bárust þeim gjafir, blóm og árnaðaróskir víðsvegar að.

Guðmundur er ennþá ern og kvikur á fæti með óbilaðan áhuga á atburðum líðandi stundar og stáltryggt minni um atburði liðinna ára. Væri þess full þörf, að þeir, er safna vildu drögum til sögu Siglufjarðar finndu Guðm. að máli og ritfestu sagnir hans og heimildir.

Einnig væri það ánægjulegt, ef úr því gæti orðið, að rituð yrði ævisaga Guðmundar, því þar mundi birtast margskonar fróðleikur um menn og málefni síðustu 50 ára. 

(Ath. sk: Nokkrir minnispunktar Guðmundar um hákarlaveiðar, eru neðar á þessari síðu)

Á afmæli Guðmundar barst honum eftirfarandi kvæði frá Hannesi Jónassyni bóksala: 

GUÐMUNDUR BJARNASON Bakka. 6. sept. 1941 

  • Enn er sól í Siglufirði
  • sannarlega er mikils virði
  • enn að horfa á annes, tinda
  • enn að hlusta á boðskap vinda,
  • enn að líta á lognsins öldu,
  • leggjast upp að bergi köldu,
  • enn að lifa aftanfriðinn,
  • enn að hlýða á fuglakliðinn.
  • Í dag ertu sjö og sjötíu ára.
  • Sannarlega tímans bára
  • margt hefir frá þér burtu borið,
  • býsna oft í sundur skorið
  • þætti, sem að saman festu
  • sifjalið og vini beztu.
  • Þeir eru horfnir yfir ósinn.
  • Ótal gleðistunda-ljósin
  • frá liðnum tíma leggja bjarma
  • á leið, og auka hjartans varma. 
  • Gamall sendir gömlum braginn.
  • Guð þér blessi þenna daginn
  • og alla daga er áttu að lifa,
  • allt sé þér til heilla og þrifa.
  • Verndi þig sá, er veröld styður.
  • Vefjist um þig ró og friður.
  • Vinsemd hreina hlýtt og þakka.
  • Heill sé Guðmundi í Bakka 

Hannes Jónasson.

--------------------------------------------

Einherji 7 september 1944

Guðmundur Bjarnason Bakka - áttræður Guðmundur Bjarnason, Bakka, varð áttræður miðvikudaginn 6. september 1944. Hann er fæddur í Brennigerði við Sauðárkrók 1864, en fluttist þaðan með foreldrum sínum til Siglufjarðar 1870 og hefir verið hér síðan.

Faðir Guðmundar var Bjarni Guðmundsson hákarlaformaðurinn frægi á Siglfirðing um mörg ár. Eins og kunnugt er varð 1866 (þegar Guðmundur var 2. ári) eitt hið mesta — sennilega það allra mesta hafísár, sem gengið hefir yfir landið á 19. öldinni — og varð þurrabúðarfólk þá í Skagafirði sums staðar, að leggja. sér til munns hreinsaðar skóbætur og steiktar. Þá var ekkert hús í Sauðárkrók nema sjóbúð föður Guðmundar.

Ísaárið mikla, 1882, fór Guðmundur fyrst í hákall, — svo sem kallað var — á opnu gaflskipi (eign Snorra Pálssonar og Chr. Havsteens). Höfðu slíkir norskir bátar fyrst komið til Siglufjarðar þá fyrir 2 árum (1880). 8 menn voru á þessu skipi og fengu þeir í hlut 14 kúta lifrar í sjóferðinni. Var þetta í febrúar. 1 apríl sama ár fór Guðmundur sem háseti á hákallaskipið Baldur, bezta skipið frá Eyjafirði. En þeir komust ekki nema eina sjóferð (einn „túr" eins og kallað var) og fengu í henni eftir hálfaða viku um 150 tn. lifrar.

Flest eyfirzku skipanna komust þá ekki inn aftur á Eyjafjörð, heldur urðu að hleypa til Raufarhafnar (og eitt til Þórshafnar) og lágu þar yfir vorið og mikinn hluta sumarsins. Siglfirzku hákallaskipin komust þá ekki út allt vorið og ekki fyrr en langt fram á haust. Einmitt í byrjun september rétt eftir afmæli fór Guðmundur af skipi sínu og heim til Siglufjarðar jarðar landveg. Hrepptu þeir ofsaveður og hríð, svo að ófærð varð á leiðinni. Varð för hins óharðnaða unglings hin erfiðasta.

Er þessa getið hér til þess að sýna, við hve þröng kjör Guðmundur varð að búa í æsku, og gefa æskulýð þessa bæjar hugmynd um, hve fast forfeður þeirra oft urðu árar að knúa til þess að bjarga fé og fjöri sínu og ástvina sinna. Það fór ekki hjá því, að svo hlaut að fara, að Guðmundur kynntist mörgum hákallahetjum í hákallaförum sínum og í starfi sínu fyrir Gránu.

Er hann fróðari um hákallaútgerð og hákallaveiðar norðan lands en nokkur annar núlifandi maður. Hann var svo næstu árin ávallt á hákallavertíðum á ýmsum hákallaskipum unz hann 1892 réðist til Gránuverzlunar og hafði á hendi bræðslu lifrar fyrir verzlunina og umsjón með bræðslunni. Fórst Guðmundi það starf vel úr hendi og vandaði mjög til verksins svo að hann varð kunnur af.

Guðmundur er einlægasti og ósérplægnasti maður. Hann hefur miklar mætur á Siglufirði og er mörgum Siglfirðing um að góðu kunnur. Hann hefir fylgzt vel með vexti og viðgangi bæjarins og ber hag kaupstaðarins mjög fyrir brjósti. Fyrir vel unnin störf í þágu færeysku þjóðarinnar hefir hann verið sæmdur verðleikaorðu Dana. Blaðið Einherji óskar honum innilega til hamingju, þakkar honum langt og dyggilega unnið ævistarf og óskar, að ævikvöldið megi verða sem bjartast.

 ==============================================

Sjómannablaðið Víkingur 1-10-1944

Guðmundur Bjarnason frá Bakka: Endurminningar

Ég var enn ráðinn á Baldur vorið 1884. — Við fórum frá Siglufirði á fjórróinni byttu, þann 29. marz, áleiðis til Svalbarðseyrar. Með mér voru þeir Pétur Jónsson frá Heiði, bróðursonur Jóhannesar á Heiði, og Hjörtur Pétursson, faðir Vilhjálms Hjartarsonar kaupm. í Siglufírði og þeirra systkina. Pétur var ráðinn á Hermann en Hjörtur á Arnarnes-Gest. Við fengum bezta veður alla leið og komum hvergi við nema á Kljáströnd.

Bjuggum við nú skipið út og gekk það vel. Sigldum við síðan vestur á Siglufjörð og lágum á Neskrók 14. apríl, en það var útsiglingadagurinn, og bar þá upp á 2. páskadag. Það mun hafa verið veðurs vegna, en ég man það ekki svo glögglega, að við lágum á Neskrók til þess 17. apríl, sem var föstudagur. Þá sigldum við út. Var vindur suðvestan og hagstæður byr fram á hákarlamiðin.

Við lögðumst þann 18. Og var strax svo mikill hákarl, að ég man ekki eftir öðru eins. Óð hákarlinn í torfum ofansjávar og tókum við mikið af aflanum með goggunum og höfðum stundum aðeins einn vað úti, gátum ekki sinnt um fleiri. Þarna tókum við tunnur af lifur á tæpum þremur sólarhringum. Hákarl fór svo að tregast þarna svo við leystum og sigldum 3 mílur fram eftir norðvestri og lögðumst þar á 130 faðma dýpi. Ekki fengum við að liggja þarna lengi, því veður versnaði brátt. Hrökk skipið bráðlega upp, því nú var kominn hríðargarður á austan. Ætluðum við nú að ná upp á Siglufjörð. En er við höfðum siglt skamma hríð, hafði veðrið harðnað það, að klýfir okkar rifnaði. Var nú snúið undan og hleypt vestur. Þetta var á þriðjudaginn síðastann í vetri.

Gekk okkur vel vestur og náðum Aðalvík. Þar lágum við í tvo daga, þá sigldum við út aftur en gátum ekki lagst fyrir stormi og stórsjó, svo við sigldum aftur uppá Aðalvík og lágum þar enn í þrjá sólarhringa. Hafði þá nokkuð hægt og sigldum við enn út. Ekki varaði sú hægð þó lengi, og gerði enn stórhríðargarð á austan og sigldum við nú inn á Skutulsfjörð. Lögðumst við úti í Sundunum og lágum þar í tvo daga. Lifrina, sem við höfðum í skipinu seldum við Norðmanni einum, og fórum við inn á Poll og skipuðum henni upp.

Aflinn varð nú ekki nema 118 tunnur, því lifrin hafði mjög ódrýgst, — Það var líka stærra mál á Skutulsfirði en norðanlands. Kúturinn reiknaður 18 pottar í stað 15 norðanlands, en verðið var að því skapi hærra. Við fengum í þetta sinn 29. kr. fyrir tunnuna — og svo höfðum við selt öðrum manni 4 tunnur, af lýsi, sem við höfðum fleytt ofan af lifrarkössunum. Þegar við vorum að fara af stað frá Ísafirði, vitum við ekki fyrr af en bátur kemur úr landi með sýslumann. Tjáir hann skipstjóra að kæra hafi verið send sér á hann, út af því, að hann hafi selt lýsi, sem hafi átt að fylgja lifrinni til kaupenda hennar.

Fór nú skipstjóri í land með sýslumanni. Sá hét Falck, danskur maður, sem hafði keypt lýsið, og samdist svo með þeim skipstjóra og honum að Falck gaf eftir kaup sín á lýsinu mjög góðfúslega til að bjarga skipstjóra, sem hótað var handtöku, en í þetta stapp gekk samt heill sólarhringur. Við höfðum 150 kr. í hlut fyrir lifrina sem við seldum og þar að auki þá útgerð, sem við bættum við okkur þarna á Skutulsfirði.

Sumir skipverja sendu þessa peninga heim og var ég meðal þeirra; ég sendi minn hluta heim í pósti til föður míns, en aðrir höfðu krónur þessar með sér. Hákarlaskipið Hermann frá Hámundarstöðum lá einnig á Skutulsfirði samtímis okkur. — Við sigldum svo aftur út frá Skutulsfirði, austur fyrir Horn og lögðumst þar fyrir hákarl á 180 faðma dýpi. Þar var nokkur hákarlsreitingur, en bráðlega hvessti á austan og urðum við að leysa og sigla upp á Aðalvík. Við sluppum vel við þennan garð, en í honum fórust hákarlaskipin Hermann og Úlfur.

Hinn síðari var nýtt og vandað skip og var eign Höfðhverfinga. Skipstjóri á Úlfi var Valves Finnbogason af Svalbarðsströnd, faðir Valdimars skólastjóra á Norðfirði og þeirra systkina. Á Úlfi voru einnig þrír skipstjórar aðrir, sem skipverjar, Þeir Gunnlaugur Sigurðsson frá Tungufelli, Þorlákur nokkur, gamall skipstjóri, að mig minnir Þorláksson frá Koti í Hörgárdal, og Jón Laxdal og var hann stýrimaður. Jón var frá Tungu á Svalbarðsströnd og bróðir Helga, er þar bjó lengi. Var Jón lærður skipstjóri.

Skipstjóri á Hermann var Guðmundur Bjarnason úr Siglufirði, sonur Bjarna Arasonar (Sveinssonar prests á Knappstöðum) og Guðrúnar Árnadóttur, er síðar giftist Sveini Magnússyni í Siglufirði. Guðmundur var alinn upp í vík í Héðinsfirði, hjá Steini Jónssyni er drukknaði á Draupni 1875, og Ólöfu Steinsdóttur konu hans. Var Guðmundur hinn efnilegasti maður og líklegur til að verða einn af fremstu hákarlaformönnum norðanlands og jafnvel orðinn það. Hermann var talið að hefði farist nálægt Siglunesi, og af Úlfi fannst skipsbáturinn á reki út af Haganesvík, og var hann síðar notaður á Æskuna, sem skipsbátur, er hún var byggð á Siglufirði. Þegar garðinum linnti, sigldum við enn út af Aðalvík.

Við fórum nú austur fyrir Ál, og var þar lagst á 150 faðma dýpi. Var nú veður gott og allgott um hákarl. Fengum við þar í kassana af lifur, en þeir tóku 120 tunnur. Þá gekk enn upp austan drif. Leystum við þá og lögðum fyrir Skaga og sigldum austur á Siglufjörð. Var siglt sem næst vindi, og var ágjöf mikil og siglingin ljót. Komum við inn á Siglufjörð viku fyrir Hvítasunnu og höfðum þá verið 6 vikur í þessum túr. Annan Hvítasunnudag fórum við í næsta túrinn. Við sigldum þá fyrst vestur og fram, en þá hafði hafísinn rekið inn í HúnafIóa, svo eigi var fært fyrir Horn. Sigldum við því austur á Grunn og hittum þar á góðan afla og fengum 172 tunnur í túrnum. Fórum við með það í land og skipuðum aflanum upp.

Enn lögðum við út í túr. Var þá hafísinn kominn austur og upp undir Skaga og lögðumst við á Skagagrunni, en fengum þar engan hákarl. Aftur á móti fengum við þar 6 flyðrur og mikið af þorski, og Gunnlaugur formaður okkar skaut 6 seli í ísnum. Við þrengdum okkur inn með Skaganum að vestan, og inn á Skagaströnd. Þar keyptum við salt til að salta með fiskinn og selinn. Fjögur skip hér að norðan tepptust í þessum ís fyrir vestan Strandir; það voru Sailor, Hringur, Elliði og Kristjana sem oftast var nefnd Dalajaktin.

Við fórum nú austur og fram með ísnum, og vorum að flækjast fram með honum lengi og leitast við að komast vestur. Það tókst okkur þá fyrst, er 15 vikur voru af sumri, því þá loksins tók ísinn að reka frá landinu austur og fram. Við komumst nú vestur það, að suðvestur var uppá Horn. Þegar þangað var komið sáum við skip; það var Akureyrin, sem var komin þangað á undan okkur. Við lögðumst nú ofaná Akureyrina (til djúps af henni) og var þar 200 faðma dýpi. —

Við vorum ekki nema 10 menn á Baldri, í stað þess, að á flestum hinna skipanna voru 12 menn. Nú veiktist einn af okkar mönnum í hnémeini, svo það voru ekki nema níu menn til verka. Þarna söfnuðust nú öll hákarlaskipin af Siglufirði og Eyjafirði, og er ekki að orðlengja það, að þau fylltu sig öll þarna nema við, því nóg var þarna um hákarl. Við urðum nokkuð útundan sökum mannfæðarinnar; fengum aðeins 105 tunnur af lifur.

Við vorum nú orðnir því nær eldsneytislausir og matvæli okkar nærfellt þrotin; urðum því að taka þann kostinn að sigla heimleiðis strax þegar dálítið vestan kul gerði. — Ég var yngstur skipverja, og var ég látinn vera við kabyssuna og þótti mér það illt starf, því eldsneyti var bæði blautt og lítið, var og engin olía til að kveikja upp með. Var ég í svo illu skapi yfir eldinum, að er við vorum á móts við Skagann og þeir voru að reka á eftir mér félagar mínir, að ég tvíhenti öxinni á kabyssu fjandann og sprengdi plötuna.

Þegar við sigldum inn Eyjafjörð, voru skipin að koma að innan og fréttum við hjá þeim hvað þau hefðu aflað og höfðu þau öll verið fullfermd. Gunnlaugur formaður talaði nú við okkur skipsmenn og tjáði okkur að sig langaði út í einn túr enn og spurði hvað við vildum í því efni, en við kváðumst allir vera til með að fara með honum. Við sigldum nú inn til Oddeyrar og skipuðum upp lifrinni.

Við hittum Jakob Havstein, sem þá var verzlunarstjóri á Oddeyri fyrir Gránufélagið. Hann segir strax við Gunnlaug, að hann verði að fara út aftur, en þá snérist Gunnlaugur örðugur við, og kvaðst alls ekki fara aftur, fyrst hann ætli að skipa sér það. Var þetta þveröfugt við upphaflega ætlan Gunnlaugs, og bara af því Jakob fór að blanda sér í málið svona. Varð það úr, að ekki var farið út í fleiri túra þetta sumar, og hætti skipið.

Þegar ég kom út á Svalbarðseyri og hitti Baldvin frænda minn, sagði ég honum hreinskilnislega frá því, að ég hefði reiðst svo mikið við Kabyssuna, að ég hefði brotið hana. „Gerir ekkert til frændi, ég skal spengja plötuskömmina", sagði Baldvin og var svo það mál útrætt. Allur afli okkar þetta vor var 670 tunnur lifrar. Til hlutar var 19 tunnur af lýsi, og verðið fyrir hverja lýsistunnu var 55 krónur.