Bjarni Kjartansson, forstjóri

Bjarni Kjartansson  -- í DAG 22. nóvember 1958 verður til grafar borinn í Siglufirði Bjarni Kjartansson, fyrrverandi forstjóri, en hann lézt að heimili sonar síns, Björgvin Bjarnason sýslumanns, á Hólmavík þann 14. nóv. sl.

Með Bjarna Kjartanssyni er horfinn á braut maður, sem öllum er ljúft að minnast, sem höfðu af honum nokkur kynni. Hin hógværa framkoma hans laðaði menn að sér og leitun mun hafa verið á grandvarari manni, til orða og verka, en honum. Bjarni var ættaður úr Rangárvallasýslu, fæddur að Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum, 10. sept. 1884.

Voru foreldrar hans Kjartan Guðmundsson, bóndi í Drangshlíðardal og síðari kona hans Sólveig Finnsdóttir. Guðmundur af Bjarna var sonur Jóns „ríka" bónda í Drangshlíð Björns sonar, að Eystri-Sólheimum Guð mundur reisti nýbýlið Drangshlíðardal og bjó þar til dauðadags.

Af systkinum Guðmundar komust sex til fullorðinsára og eru frá þeim komnar miklar ættir og eru niðjar þeirra dreifðir um allt land.

Bjarni Kjartansson - ókunnur ljósmyndari

Bjarni Kjartansson - ókunnur ljósmyndari

Meðal bræðra hans var séra Kjartan Jónsson að Ytri Skógum. en hann lézt að Elliðavatni við Reykjavík 1895  Öll voru systkinin mesta dugnaðarfólk, höfðinglynd og prúðmannleg og virðast ekki hvað sízt lipurð og prúðmennska vera einkenni þessarar ættar. Sólveig móðir Bjarna var ættuð úr Mýrdal og stóðu að henni góðar ættir.

Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum í Drangshlíðardal, og stundaði algeng sveitastörf í æsku, einnig fór hann til sjóróðra í Vestmannaeyjum á vetrum. Um tvítugt fór hann til Víkur í Mýrdal og lærði þar skósmíði, og stundaði einnig verzlunarstörf. Vann hann sér fljótlega traust, sem verzlunarmaður, og nokkru eftir að Kaupfélag Skaftfellinga var stofnað, varð hann kaupfélagsstjóri þess.

Varð kaupfélagið brátt önnur aðalverzlunin í Vestur-Skaftafellssýslu, og átti Bjarni mikinn þátt í því, með vinsældum sínum, að efla vöxt þess og viðgang. Kaupfélagsstarfinu gegndi Bjarni til ársins 1928, er hann fluttist alfarinn burt úr sýslunni og tók við forstjórastarfi við Áfengisverzlun ríkisins í Siglufirði, en því starfi gegndi hann, þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir.

Á þeim árum, sem Bjarni starfaði sem kaupfélagsstjóri í Vík í Mýrdal, var við ýmsa erfiðleika að, etja í verzlunarmálum þar eystra. Samgöngur voru erfiðar, og er kaupfélagið hafði starfað skamma hríð, gaus Katla og veitti bændum þungar búsifjar. Afurðir voru í lágu verði, en framfarahugur í bændum, svo að skuldir söfnuðust, enda vildi Bjarni hvers manns vandræði leysa.

Varð þetta til þess að Bjarni hvarf frá kaupfélagsstjórastarfinu og mátti segja, að þar yrði hann að gjalda góðviljans. En er hann hvarf úr héraðinu ásamt fjölskyldu sinni, söknuðu hans allir. Þó að Bjarni væri að eðlisfari fremur hlédrægur, þá tók hann mikinn þátt í félagslífi eystra á þeim árum, er hann bjó í Vík.

Þeir bræður Bjarni og Sigurjón, voru lifandi áhugamenn í öllu sönglífi, einnig má það til tíðinda telja, að fyrir forgöngu þeirra bræðra, var starfandi lúðrasveit í Vík, og á þeim árum mun það hafa verið fátítt í svo litlu þorpi. Bjarni kvæntist 1906 Svanhildur Einarsdóttir, Hjaltasonar í Vík, hinni ágætustu myndarkonu.

Voru heimili þeirra í Vík og Siglufirði rómuð mjög fyrir gestrisni, enda voru þau hjónin samhent í því sem öðru. Frú Svanhildur lézt í Siglufirði haustið 1949 og við frá fall hennar varð mikið skarð fyrir skildi á heimilinu. Þau hjónin eignuðust 4 börn: Einar, tollvörð í Hafnarfirði, Sólveigu, húsfreyju í Reykjavík, Kjartan, sparisjóðsgjaldkera í Siglufirði og Björgvin, sýslumann í Strandasýslu, á Hólmavík.

Einnig ólu þau upp sonardóttur sína Svölu Einarsdóttur, Reykjavík. í Siglufirði var Bjarni forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins um aldarfjórðungs skeið og rækti starf sitt af frábærri skyldurækni. Þar tók hann enn sem fyrr allmikinn þátt í félagslífi, einkum sönglífi, bæði í karlakórnum Vísi og kirkjukórnum þar, og alls staðar naut hann virðingar og vinsælda.

Eftir að Bjarni hætti störfum hnignaði heilsu hans brátt. Dvaldi hann þá til skiptis hjá börnum sínum, er öll voru innilega samtaka, að létta konum byrðar ævi kvöldsins, en lengst mun hann þó hafa dvalið hér í Reykjavík hjá Sólveigu dóttur sinni og tengdasyni Þorvaldi Ansnes, er allt vildu fyrir hann gera. Með þessum fáu minningarorðum vil ég kveðja minn gamla góða vin, Bjarna Kjartansson með þakklæti fyrir alla vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar frá liðnum árum. Guð blessi minningu hans.
Óskar J. Þorláksson.
--------------------------------------------

Einherji 7 september 1944

Bjarni Kjartansson — sextugur — Bjarni Kjartansson, forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins hér á staðnum, verður sextugur næsta sunnudag. Hann er fæddur 10. september 1884 í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum.

Þar ólst hann upp til tvítugs aldurs með foreldrum sínum, Kjartani Guðmunds syni og Sólveigu Finnsdóttur, merkishjónum. Hann stundaði algenga sveitavinnu í æsku og réri nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum, svo sem þá var títt um unga menn undan Eyjafjöllum og nærsveitum. Um tvítugsaldur flytzt Bjarni til Víkur í Mýrdal og kvongaðist þar 1906. Þar byrjaði hann að stunda skósmíði, en síðar verzlunarstörf.

1911 varð hann kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skaftfellinga og gegndi því starfi unz hann flutti hingað og tók við forstöðu Áfengisverzlunar ríkisins hér, og þeim starfa gegnir hann enn. Afmælisbarnið er komið af merk um Skaftfellskum ættum, svo sem þeir, er lesið hafa hina fróðlegu en þó skemmtilegu bók Afi og amma, vita.

Þá hefir Bjarni og verið svo heppinn að hafa að lífsförunaut hina ágætustu konu, Svanhildr Einarsdóttir, sem líka er komin af merkum Skaftfellskum ættum.
Eiga þau 4 börn,

  • Einar Bjarnason,
  • Solveigu Bjarnadóttur,
  • Kjartan Bjarnason og
  • Björgvin Bjarnason,

Öll uppkomin og hin mannvænlegustu, svo sem Siglfirðingum er kunnugt. Allir, sem þekkja Bjarna Kjartansson, viðurkenna hann sem hið mesta prúðmenni og drengskaparmann. Bjarni er söngelskur maður og hæfileikamaður. Hann hefir verið í stjórn „Vísis" og gjaldkeri félagsins um skeið, og þegar Vísir hélt 20 ára afmæli sitt gerði félagið Bjarna að heiðursfélaga. Blaðið Einherji óskar afmælisbarninu til hamingju og væntir, að það eigi eftir mörg og hamingjurík ár ólifuð.

Nafn:

Bjarni Kjartansson

Mynd:

Heimili:


Staða:

Forstjóri

Staður:


Fæðingardagur:

10-09-1884

Kirkjugarður:

Dánardagur:

14-11-1958

Reitur:

3-35

Jarðsetningardagur:


Annað:


Aldur:

74 ára

Add to Phrasebook
No word lists for Icelandic -> Icelandic...