Guðmundur Jóhann Garibaldason

MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1971

Guðmundur Jóhann Garibaldason – Minning
Fæddur 23. desember 1895. Dáinn 10. september 1971.

Það líður að því, að minningin ein geymi lýsingu á lífsbaráttu kynslóðar Jóhanns Garibaldasonar. Með hverjum slíkum manni hverfa dýrmæt söguleg verðmæti skrifuð í slóð sögunnar, en oftast óskráð og gleymd að öðru leyti. Jóhann lifði á viðburðaríkri ævi tvenna tíma.

Hann var borinn I þennan heim fyrir aldamót, þegar lífsbaráttan var hörð og átakasöm, en náði snemma, sökum mannkosta og dugnaðar að verða bjargálna maður.

Foreldrar hans, þau hjónin Garibaldi Einarsson og Margrét Pétursdóttir, trúðu á landkosti byggðarlags síns og hófu búskap að Mannskaðahóli í Sléttu hlið í Skagafirði.

Jóhann Garibaldason

Jóhann Garibaldason

Þar munu hafa fæðst eltu systkin Jóhanns, en barnahópurinn átti eftir að verða stór 1894 flytjast foreldrar Jóhanns að Fagranesi í Sauðárhreppi, þar sem þau dvöldu eitt ár. En Út-Skagafjörður hefur verið þeim fyrirheitna landið, því að árið 1895 flytjast þau Garibaldi og Margrét og sest nú fjölskyldan að í Malmey á Skagafirði.

Í Málmey fæddist Jóhann og dvaldist fjölskyldan þar í fjögur ár, því næst var flutt að Miðhóli í Sléttuhlíð. Örlagaríkast fyrir fjölskylduna var, er hún 1908 ákvað að setjast að á Engidal vestan Siglufjarðar, litlu dalverpi hömrum girtu á brattri strandlengju við opið haf til norðurs. Hér gátu verið miklir möguleikar með hrausta og dugmikla syni, því að sjórinn gat oft verið gjöfull. Hér varð fjölskyldan að vera sjálfri sér nóg með flesta hluti, því aðdrættir allir voru erfiðir, yfir fjallveg að fara til næsta kaupstaðar og föng til sjávar að sækja frá hafnlausri brimasamri strönd.

Það var héðan, sem Jóhann átti flestar bernskuminningar sínar, þar sem hann sjálfur var þátt takandi í baráttunni við óblíða náttúru til lands og sjávar. En vegna dugnaðar fjölskyldunnar mun ekki hafa verið skortur á heimilinu, þrátt fyrir þungar búsifjar sum árin. Einn veturinn féllu allar ærnar úr hor og sjúkdómi.

Harður vetur hafði komið í kjölfar lélegs sumars og hey, sem náðust reyndust kjarnlaust fóður. Fóðurbæti var ekki að fá og fjaran brast til beitar.
Hér var barnahópurinn orðinn stór, níunda barnið fæddist árið sem flutt var á Engidal, en systkinin voru þessi:

 1. Einar Garibaldason f. 1888,
 2. Pétur Garibaldason f. 1890,
 3. Hallur Garibaldason f. 1893,
 4. Jóhann Garibaldason f. 1895,
 5. Pálína Garibaldadóttir f. 1897,
 6. Anna Garibaldadóttir f. 1900,
 7. Ásgrímur Garibaldason f 1901,
 8. Indíana Garibaldadóttirf. 1904,
 9. Óskar Garibaldason f. 1908.

Dýpst grópuð í huga Jóhanns voru atburðir og atvik er reyndu á karlmennsku, æðruleysi og þol. „Landsins forni fjandi" átti sinn þátt í að móta þessar minningar hans, enda var hann tíður gestur við bæjardyrnar á Engidal, stundum vetur eftir vetur. Þeir bræður þurftu ásamt föður sínum að draga björg í bú, þótt ís legðist að. Var þá ef til vill gengið á landföstum ís fram á sextugt dýpi, ef ekkert aflaðist nær.

Fengist ekki fiskur í slíkum ferðum, varð þó fugl eða annað til bjargar. Engan, sem til þekkir undrar, þótt kot eins og Engidalur brauðfæddi ekki á þessum tímum svo stóra fjölskyldu, sem þarna var orðin. Enda voru börnin farin að tínast að heiman, á skóla til tímabundinnar dvalar eða til bjargar fyrir eigin reikning. Jóhann yfirgaf foreldrahús um fermingaraldur.

Honum þótti best borgið með því að koma honum fyrir hjá mætum föðurbróður, Ásgrími Einarssyni, útvegsbónda, þá búandi á Yzthóli í Sléttuhlið, en síðar að Ási í Hegranesi. Jóhann hafði miklar mætur á þessum frænda sínum og minntist hans með virðingu og þakklæti.

Hjá Ásgrími lærði Jóhann sjómennsku og var með honum á skipi hans margar vertíðar. Stunduðu þeir m.a. hákarlaveiðarar fyrir Norður- og Vesturlandi á 25 tonna fari, sem þóttu mikil skip í þá daga. Báru þeir Jóhann og Ásgrímur gagnkvæmt traust hvor til annars og gerði Ásgrímur Jóhann að stýrimanni á skipi sinu. Sjómennsku stundaði Jóhann á ýmsum skipum og dvaldi þá oft langdvölum að heiman. Mun þá oft ýmislegt hafa borið við, sem hetjudáð teldist í dag. Það mun hafa verið síðla vetrar árið 1915 í hákarlalegu að hafís hrakti skip Jóhanns ásamt fleiri skipum inn á Ingólfsfjörð á Ströndum.

Skipshöfnin var að verða matarlaus og bændur á nærliggjandi bæjum ekki aflögu færir. Var þá ákveðið að þeir yngri og hraustari af skipshöfninni skyldu freista þess að ganga frá skipi alla leið til heimila sinna á Norðurlandi, en hinir eldri og þeir er ekki treystust til þess að ganga skyldu bíða um borð til vors er ísa leysti og sigla þá til heimahafnar. Jóhann var einn hinna gangandi. Gengu þeir næturlangt á aðra viku, en fengu afnot af rúmum fólks um miðjan daginn, á hinum ýmsu bæjum. Ekki var ferðin átakalaus, en heim náðu þeir um síðir.

Árið 1918 fregnar Jóhann lát föður síns á Engidal Missti móðirin þar eiginmanninn og fyrirvinnuna, sem þá var 54 ára. Var þá rætt um að móðirin og það sem heima var af fólkinu flyttist til Siglufjarðar. Af þeim flutningum varð ekki í lifanda lífi. Í byrjun aprílmánaðar árið 1919 veitti Siglfirskur formaður, sem leið átti með landi við Engi dal því athygli, að ekki var allt með felldu með bæjarhúsin. Þau virtust horfin, nema hvað sáust þústir á víð og dreif. Gerði formaðurinn viðvart og var leiðangur gerður út til athugunar. Aðkoman var ljót. Snjóflóð hafði fallið úr fjallinu ofan við bæinn og gjöreytt öllu lífi.

Þessi atburður verður ekki rakinn hér frekar, enda svo mörgum kunnur. Hér fórust móðir Jóhanns, Margrét, þrjú systkin hans, þau Pétur, Pálína og Anna, mágur hans, öldruð stjúpa móðurinnar og ungt fósturbarn. Þar sem skammt var liðið frá fráfalli föðurins mátti segja að skammt væri stórra högga í milli enda slysið einsteikur hörmungaratburður. Þessi atburður hafði djúp áhrif á systkinahópinn, sem eftir lifði eins og geta má nærri og jók enn meir á samheldni þeirra og systkinakærleik.

Þau af systkinum Jóhanns, sem nú lifa eru Hallur og Óskar, búsettir á Siglufirði, Ásgrímur, búsettur á Akureyri og Indiana búsett í Reykjarvik. Að hörmungaratburðum fráskildum var Jóhann Garibaldason gæfumaður tii hinsta dags. Hann var maður vel af Guði gerður. Þéttur á velli, herðabreiður, fríður sýnum og hraust menni á yngri árum. Honum voru mannkostir og dugnaður í blóð bornir.

10. október 1920 giftist Jóhann, Anna Gunnlaugsdóttir frá Siglufirði.
Hún var dóttir hjónanna Gunnlaugs Þorfinnssonar og Þóru Helgadóttur, sem bjuggu lengst af í Siglufirði. 
------------------

Guðmundur Jóhann Garibaldason, f. 23. des. 1895, d. 10. sept. 1971, vkm Akureyri og Reykjavík. 
Og kona hans: Anna Gunnlaugsdóttir.

Börn þeirra:

 1. Þór Jóhannsson, f. 31. jan. 1925, d. 3. maí 2010, húsgagnabólstrari Reykjavík.
 2. Jónína Jóhannsdottir, f. 23. maí 1930,
 3. Margeir Pétur Jóhannsson, f. 2. ágúst 1932.
  --------------------------------------------

 Anna og Jóhann reistu sér litið og snoturt hús að Eyrargötu 28 í Siglufirði og bjuggu þar til ársins 1944 að þau keyptu húseign að Hafnargötu 20 þar í bæ. Anna var ekki eftirbátur Jóhanns að kostum, þótt á öðrum sviðum væri. Hún bjó manni sin um og börnum fyrirmyndarheimili og vakti yfir velferð þeirra með umhyggju og umsjá. Mannúð hennar náði út fyrir veggi heimilisins, því að þegar heimilið var aflögufært nutu þeir, sem vanmátta voru þess.

Hún naut þess að gefa og sjá öðrum liða betur. Að mannúðar- líknar- og félagsmálum starfaði hún í Siglufirði meðan heilsa og aldur entust. Á sambúð þeirra hjóna bar aldrei skugga. Fyrstu hjúskaparárin stundaði Jóhann sjómennsku og ýmis önnur störf eða allt til 1930. Hófst þá nýr starfsferill í lífi hans, er hann réðst til Síldarverksmiðja ríkisins, sem þá voru að byggja fyrstu síldarverksmiðjuna.

Fljótlega gerðist Jóhann ársmaður hjá S.R. og var honum falið að sjá um lýsisvinnsluna í hinni nýju verksmiðju. Hefur það reynst Jóhanni létt starf miðað við það, sem síðar varð, er S.R. færðu út kvíarnar og byggðu og keyptu fleiri verksmiðjur. Varð það þá hlutverk Jóhanns að sjá um lýsisvinnsluna í þeim öllum, allt frá því að hráefnið var tekin var mikil, því að margir hafa komin í skip til útflutnings. Síldarlýsi var þá ein helsta út flutningsvara þjóðarimmar og því mikil gjaldeyrisverðmæti sem fóru um hendur Jóhanns eftir því sem árin liðu.

Ábyrgðin var mikil, því margir hafa notið brauðs þar af. Auk þess að hafa verkstjórn á hendi, varð Jóhann að hafa umsjón með margbrotnum tækjum tilheyrandi lýsisvinnslunni og sjá um viðhald á þeim. Komu þá útsjónarsemi og lagni hans að góðu haldi, sérstaklega þegar gjaldeyrisskortur háði innflutningi á varahlutum og tækin varð að nota á hverju sem gekk. Lán er hverri stofnun að fá starfsmann á borð við Jóhann. Hann gaf sig óskiptan að öllu sínu starfi og afkastaði margföldu verki.

Á síldarsumrum lagði hann lengi vel nótt við dag, við störf og stjórmun, án þess að nokkur aukagreiðsla kæmi fyrir. Hann vildi sjá því borgið, sem honum var trúað fyrir. Sérhæfing hans olli því, að honum voru allar stundir ónæðissamar, hvort heldur var nótt eða dagur, vetur eða sumar. Ósjaldan var leitað til hans vegna fjarlægra byggðarlaga. Þurfti þá ráð frá reyndum manni við að byggja nýja verksmiðju eða koma í veg fyrir og lagfæra mistök. Enda þótt erindisbréf Jóhanns gerði ráð fyrir miklum ákvörðunarrétti hans sjálfs í starfi, var samvinna hans við forstjóra og framkvæmdastjóra S.R. með miklum ágætum.

Hann virti menntun þeirra og stöðu og þeir mátu reynslu hans og hæfni. Hann var góður leiðbeinandi og stjórnandi og hafði fullan skilning á aðstæðum undirmanna sinna. Undir stjórn hans var gott að vinna. Á vetrum vann hann, sem og aðrir fastir starfsmenn S.R., að undirbúningi síldarvertíðarinnar. Fluttist þá vettvangur hans inn á vélaverkstæði S.R Siglufirði. Urðu kynnin milli föstu starfsmannanna þar nánari en sumarið gat gefið tilefni til. Jóhann eignaðist þar trausta vini og hélt sú vinfitta ævilangt.

Nokkrir voru horfnir á undan honum og minntist hann þeirra með þakklæti. Starfsmaður síldarverksmiðjanna var Jóhann til ársins 1966, eða samfellt í 36 ár, að hann fluttist til Reykjavíkur. Bjó hann þar hjá dóttur sinni og tengdasyni til dauðadags. Í Reykjavík starfaði hann síðustu árin hjá olíufélagi við afgreiðslustörf. Konu sína missti Jóhann árið 1964. Börn þeirra voru: Þór, giftur Elínu Eyfells, Jónína, gift Sigurþór Þorgilssyni kennara og Margeir giftur Silly Samúelsdóttur, sem öll eru búsett í Reykjavík. Dóttursonurinn Þorgils naut ástríkis þeirra og umhyggju til fermingaraldurs, er hann fluttist til foreldra sinna.

Hugðarefni átti Jóhann en fékk illa notið þeirra sökum anna, þar sem hann var sístarfandi að skyldustörfum allt sitt líf. Hann hafði yndi af náttúru og öllu kviku og vissi margt um einkenni og sérstæða lifnaðarhætti dýra. Hann leitaði á vit náttúrunnar þegar hann fékk tækifæri til. Sérstaklega var Skagafjörðurinn honum Hugleikinn inn, enda æskustöðvar hans.

Margar ferðir átti hann upp í Hegranes þegar um hægðist síðustu árin. Þar voru ættingjar og vinir svo til á hverjum bæ og þar var snertingin við náttúruna svo ósvikin. Í veraldlegum efnum taldi Jóhann jöfnuð farsælustu lausnina í sambúð manna og einlæga Guðs trú bar hann innra með sér. Í byrjun þessa árs fór heilsa Jóhanns að bila. Þegar honum varð ljóst að hverju dró tók hann því með þeirri karlmennsku, æðruleysi og jafnaðargeði, sem einkennt hafði líf hans allt.

Hann andaðist 10. September 1971. Sérstakar þakkir frá honum flytja aðstandendur hans öllum þeim, sem veittu honum sjúkum hjúkrun og gerðu honum veikindin léttbærari, svo og öllum þeim, sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið. Systkinum þakkar hann órofa tryggð, svo og frænd fólki og vinum öllum.

Að lokum skal Jóhanni sjálfum þökkuð ástúð, umhyggja og tryggð við börnin, tengdabörnin og barnabörnin.

Sigurþór Þorgilsson.
-------------------------------------------- 

Jóhann Garibaldason og kona hans Anna Gunnlaugsdóttir. LJósmynd Krsitfinnur: G-2560