Tengt Siglufirði
3. janúar 2020 |mbl.is
Látin er í Kanada Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, 94 ára að aldri. Harpa var fædd 21. júní
1925 á Akureyri en hún lést 25. desember sl. í Toronto.
Foreldrar Hörpu voru María Guðmundsdóttir og Ásgrímur Pétursson.
Harpa var leirlistakona, meistari í bridge
og mikil áhugakona um heilsurækt.
Harpa var eftirlifandi eiginkona dr. Pálll Árdal, prófessors emeritus við Queen University Kingston (d. 25. mars 2003).
Harpa og Páll eignuðust fjögur börn,
þau
Tengdabörn: níu barnabörn og 10 barnabarnabörn.
Harpa bjó í Edinborg í 25 ár og síðar í Kingston, Ontario í Kanada í 45 ár. Harpa var þekkt fyrir leirmuni sína og hlaut viðurkenningar í þeirri listgrein. Hún spilaði tennis og iðkaði jóga langt fram á níræðisaldur.