Tengt Siglufirði
mbl.is - Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Óttar Bjarkan Bjarnason fæddist á Siglufirði 29. september 1955.
Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 31.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Systkini Óttars eru:
Sonur Óttars og Þórdísar Ingimarsdóttur, f. 30. september 1954, er
Óttar kvæntist hinn 26. september
1976 Guðrúnu Ásgerði Sölvadóttur, f. á Siglufirði 8. desember 1955.
Foreldrar hennar eru
Börn Óttars og Guðrúnar eru:
Óttar gekk í barna-, gagnfræða- og iðnskóla á Siglufirði, þar hóf hann nám í bakaraiðn í Leifsbakaríi. Árið 1978 fluttu Óttar og Guðrún á Sauðárkrók, hann lauk meistaranámi við Sauðárkróksbakarí. Áramótin 1983-1984 kaupa þau Sauðárkróksbakarí og sáu um reksturinn til haustsins 2006, þá fluttust þau í Kópavoginn, þar sem Óttar starfaði lengst af sem húsvörður við Salaskóla.
Útför Óttars fer fram frá Hjallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
------------------------------------------------
Elsku afi minn, það verður erfitt að skilja það að þú kemur ekki til mín aftur og gefur mér stóran koss og knús með. Þú vast svo hlýr, mjúkur og góður. Þú tókst mig í fangið þitt og hvíslaðir ástarorðum í eyrun mín og svo kleipstu í kinnarnar mínar. Þú kenndir mér strax hver væri bestur og sætastur. Þú vast alltaf jafn ánægður þegar ég sagði að afi væri bestur og að afi væri sætastur.
Hjá þér mátti sko allt, það var alveg sama hvaða uppátæki ég fann upp á alltaf hló afi að litlu stelpunni sinni stoltastur af öllum. Meira að segja þegar ég var búin að tína blöðin af öllum sumarblómunum sem þú og amma voruð búin að gróðursetja. Þá brostir þú bara.
Ég fékk alltaf að standa fremst á sviðinu þínu og syngja fyrir þig og dansa, sama hver var í heimsókn, þú vast alltaf svo ánægður með sönginn og stelpuna þína. Sögurnar þínar voru svo skemmtilegar, stundum bað ég þig að segja mér frá því þegar þú vast lítill strákur. Skemmtilegast þótti þér að segja frá með leikrænum tilburðum og hafa hátt og helst að láta mig hrökkva í kút svo ég myndi nú skríða upp í fangið þitt og kúra hjá þér.
Elsku afi minn þú kenndir mér svo margt og við notuðum stutta tíman okkar saman svo vel. Ég veit að ég á bestu ömmu í heimi sem á eftir að passa mig, fyrir þig líka. Þú verður langflottasti engillinn elsku afi minn.
Þín afastelpa, Elísabet Ásgerður Heimisdóttir