Oddrún Ásdís Ólafsdóttir - Reykdal

mbl.is 9. ágúst 1995 | Minningargreinar mbl.is

Oddrún Ásdís Ólafsdóttir Reykdal fæddist á Siglufirði 5. september 1917. Hún lést á Akureyri 31. júlí 1995, rúmlega 77 ára að aldri.

Foreldrar hennar voru

 • Ólafur J. Reykdal trésmiður á Siglufirði, f. 10. júní 1869, d. 20. desember 1960, og kona hans
 • Sæunn Oddsdóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júní 1938.
Baldur Steingrímsson og Oddrún Reykdal

Baldur Steingrímsson og Oddrún Reykdal

Bræður Oddrúnar voru

 • Þórarinn Reykdal rafveitustjóri á Hólmavík, f. 28. mars 1919, d. 4. ágúst 1993, og
 • Oddur, f. 15. maí 1921, d. 16. maí 1921,
  og systir hennar er
 • Guðrún Reykdal húsfreyja á Siglufirði, f. 16. desember 1922.

Hinn 16. maí 1942 giftist Oddrún Baldur Steingrímsson rafvirkja, f. 8. apríl 1911, d. 16. febrúar 1972. Hann starfaði lengst af sem rafvirki á Siglufirði en var um skeið rafveitustjóri á Ólafsfirði og síðustu árin rafmagnseftirlitsmaður á Akranesi.

Oddrún og Baldur eignuðust þrjú börn. Þau eru:

1) Sævar Baldursson, f. 18. september 1942, starfar sem rafmagnstæknifræðingur hjá Landsvirkjun. Kona hans er Marselína Hansdóttir, f. 3. mars 19502) Steinar Baldursson bókhaldari, f. 4. nóvember 1943, skrifstofustjóri á Siglufirði.
 • Börn þeirra eru
 • Helga Oddrún, f. 30. mars 1975 og
 • Hjörvar Þór, f. 14. september 1978.
3) Guðný, f. 25. maí 1945, húsfreyja í Hafnarfirði. Maður hennar var Bernharð Vilmundarson, verkstjóri, f. 23. september 1936, d. 19. nóvember 1978.
Börn þeirra eru
 • Baldur, f. 23. ágúst 1972 og
 • Vilmundur, f. 11. júlí 1975. Útför Oddrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

ODDRUN REYKDAL + 0ddrún Ásdís Ólafsdóttir Reykdal fæddist á Siglufirði 5. september 1917. Hún lést á Akureyri 31. júlí 1995, rúmlega 77 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ólafur J. Reykdal trésmiður á Siglufirði, f. 10. júní 1869, d. 20. desember 1960, og kona hans Sæunn Oddsdóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júní 1938.

Bræður Oddrúnar voru Þórarinn Reykdal rafveitustjóri á Hólmavik, f. 28. mars 1919, d. 4. ágúst 1993, og Oddur, f. 15. maí 1921, d. 16. maí 1921, og systir hennar er Guðrún Reykdal húsfreyja á Siglufirði, f. 16. desember 1922.

Hinn 16. mai 1942 giftist Oddrún Baldri Steingrímssyni rafvirkja, f. 8. apríl 1911, d. 16. febrúar 1972. Hann starfaði lengst af sem rafvirki á Siglufirði en var um skeið rafveitustjóri á Ólafsfirði og síðustu árin rafmagnseftirlitsmaður á Akranesi. Oddrún og Baldur eignuðust þrjú börn.

Þau eru: 1) Sævar, f. 18. september 1942, starfar sem rafmagnstæknifræðingur hjá Landsvirkjun. Kona hans er Marselína Hansdóttir, f. 3. mars 1950. Börn þeirra eru Helga Oddrún, f. 30. mars 1975 og Hjörvar Þór, f. 14. september 1978.

2) Steinar, f. 4. nóvember 1943, skrifstofustjóri á Siglufirði.

3) Guðný, f. 25. maí 1945, húsfreyja í Hafnarfirði. Maður hennar var Bernharð Vilmundarson, verkstjóri, f. 23. september 1936, d. 19. nóvember 1978. Börn þeirra eru Baldur, f. 23. ágúst 1972 og Vilmundur, f. 11. júli 1975.

Útför Oddrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll Árdal.)

FREGNIR um andlát náinna vina og venslafólks koma mönnum ávallt í opna skjöldu þótt vitað sé að dauðinn sé hið eina sem víst er á lífsgöngunni. Oddrún Reykdal var að vísu komin á efri ár og hafði verið heilsuveil síðustu árin en samt áttum við ekki von á að kveðjustundin væri upp runnin. Hún hét fullu nafni Oddrún Ásdís og var skírð annars vegar eftir afa sínum og ömmu í móðurætt, Oddi Jóhannssyni skipstjóra á Siglunesi og Guðrúnu Sigurðardóttur konu hans, og hins^ vegar eftir ömmu sinni í föðurætt, Ásdísi Ólafsdóttur ljósmóður og sagnaþul á Litlu-Laugum í Reykjadal.

Nöfn þeirra bar hún með sæmd. Hún var sómakær, mátti ekkí vamm sitt vita og vildi öllum gott gera. Þessi lögmál höfðu gilt hjá ættmennum hennar, ekki síst foreldrum sem voru einstakar ágætismanneskjur. Oddrún ólst upp á heimili foreldra sinna á Siglufirði en vegna alvarlegra veikinda móður sinnar varð hún snemma að aðstoða við heimilisstörfin enda elst systkinanna.

Eftir skólanám starfaði Oddrún við verslunarstörf og eins og aðrir Siglfirðingar tók hún þátt í vinnu við sfldarsöltun, en sfldin var uppistaðan í atvinnu bæjarbúa um áratuga skeið. Er Oddrún var 24 ára giftist hún Baldri Steingrímssyni rafvirkjameistara frá Þverá í Öxnadal. Stofnuðu þau heimili á Siglufirði en fluttu hálfu ári síðar til Ólafsfjarðar þar sem Baldur varð rafveitustjóri.

Þar bjuggu þau í fjögur ár en fluttu þá aftur til Siglufjarðar þar sem Baldur varð yfirumsjónarmaður með öllu sem tilheyrði rafmagni Síldarverksmiðja ríkisins. Þar starfaði hann í tvo áratugi. Árið 1966 fluttu þau hjónin til Akraness en þar tók Baldur við starfi sem rafmagnseftirlitsmaður hjá Akraneskaupstað. Á Akranesi áttu þau heima þar til Baldur lést 16. febrúar 1972, rúmlega sextugur að aldri. Eftir að Oddrún varð ekkja fluttist hún til Reykjavíkur og átti þar heimili síðan.

A sumrin dvaldist hún á Siglufirði hjá Steinari syni sínum. Hún brá ekki .vana sínum í sumar og hafði verið á Siglufirði í rúma viku er hún veiktist skyndilega og var flutt á sjúkrahús, fyrst á Siglufirði og síðan á Akureyri, þar sem hún lést 31. júlí. Oddrún var mikil húsmóðir og lagði sig fram um að heimilið yrði sælureitur fyrir fjölskyldu hennar. Hvers konar hannyrðir voru eftirlætisiðja hennar og bar heimilið vitni um smekk hennar og listfengi.

Þegar árin færðust yfir leyfði tíminn að hún legði enn meiri áherslu á þessi viðfangsefni og hún gladdi börn og ættingja með margvíslegum handunnum gjöfum. Mikil samheldni var með Oddrúnu og systkinum hennar. Sérstaklega var náið samband milli systranna tveggja enda var um árabil daglegur samgangur milli heimila þeirra á meðan báðar bjuggu á Siglufirði. Samferðafólk Oddrúnar naut glaðværðar hennar og gestrisni og margar góðar vinkonur sakna hennar sárt. Eftirlifandi systir og mágur kveðja góða konu með söknuði og þakka allt gott frá liðinni tíð. Við Guðrún vottum börnum Oddrúnar og fjölskyldum þeirra innilega samúð á sorgarstundu.

Þ. Ragnar Jónasson.