Jórunn Norðmann Frímannsdóttir

18. apríl 2009 | Minningargreinar mbl.is

Jórunn Frímannsdóttir fæddist á Steinhóli í Haganeshreppi, Skagafirði, þann 12. júlí 1915. Hún lést á Heilsugæslu Siglufjarðar laugardaginn 11. apríl 2009.

Foreldrar hennar voru

 • Frímann Viktor Guðbrandsson, bóndi á Steinhóli og Austara-Hóli, f. 12 jan. 1892, d. 5. maí 1972 og
 • Jósefína Jósefsdóttir, f. 18. jan. 1893 á Stóru-Reykjum í Haganeshreppi, d. 6. okt. 1957.

Jórunn var þriðja í röð 16 systkina, en systkini Jórunnar eru:

 1. Jón Frímann Frímannsson, f. 12.3. 1913, d. 1994,
 2. Katrín Sigríður Frímannsdóttir, f. 12.7. 1914, d. 1992,
 3. Jórunn
 4. Sigurbjörn Frímannsson, f. 26.4. 1917, d. 2005,
 5. Ásmundur Frímannsson, f. 31.7. 1919, d. 2008,
 6. Stefanía Anna Frímannsdóttir, f. 23.11.1920, d. 1993,
 7. Guðbrandur Frímannsson, f. 26.5. 1922, d. 2000,
 8. Gestur Frímannsson, f. 28.2. 1924, d. 2007,
 9. Þórhallur Frímannsson, f. 9.8. 1925, d. 1949,
 10. Hafliði Frímannsson, f. 7.6. 1927,
 11. Guðmundur Frímannsson, f. 25.4. 1929,
 12. Benedikt Frímannsson, f. 27.7. 1930,
 13. Sveinsína Frímannsdóttir, f. 17.10. 1931,
 14. Zophanías Frímannsson, f. 18.7. 1933,
 15. Pálína Frímannsdóttir, f. 10.1. 1935,
 16. Regína Frímannsdóttir, f. 23.7. 1936.
Jórunn Frímannsdóttir - Ljósm. Kristfinnur

Jórunn Frímannsdóttir - Ljósm. Kristfinnur

Eiginmaður Jórunnar var Gústaf Guðnason, bifreiðarstjóri á Siglufirði, f. 1. 8. 1915, d. 3.11. 1969.
Þau hjónin eignuðust níu börn. Þau eru:

1) Guðni Leifur Gústafsson
börn þeirra eru
, f. 1935, maki Jensína Guðmundsdóttir,
 • Anna María, f. 1960, Guðni, f. 1962,
 • Brynja, f. 1964 og
 • Eyrún, f. 1968.
3) Pálína Gústafsdóttir,
börn þeirra eru
f. 1939, maki
Sigtryggur Kristjánss
on,
 • Kristján Sigtryggsson, f. 1957,
 • Aðalbjörg Sigtryggsdóttir, f. 1959,
 • Jórunn Norðmann, f. 1960,
 • Guðni Sigtryggsson, f. 1962,
 • Hulda Margrét Sigtryggsdóttir, f. 1964 og
 • Hugljúf Sigtryggsdóttir, f. 1967.
4) Frímann Jósef Gústafsson,
börn þeirra eru
 (Frímann Gústafsson) f. 1940, fyrri maki Þórunn Jensen,
 • Frímann Ægir, f. 1963 og
 • Jórunn Ósk, f. 1968.
Seinni maki Halldóra Ragnarsdóttir,
sonur þeirra
 • Sigþór, f. 1978.
Dætur hans utan hjónabands eru
 • Margrét, f. 1958 og
 • Hrefna, f. 1972.
5) Kjartan Gústafsson,
börn þeirra eru
Seinni maki
Ólöf Þorvaldsdóttir,
sonur þeirra
Sveinn Þór. f. 1992.
f. 1942, fyrri maki Sirrý Aradóttir,
6) Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir.
synir þeirra eru
f. 1943. d. 16. júní 2008, maki Ívar Árnason,
 • Gústaf, f. 1961, Árni Ívar, f. 1964,
 • Benedikt, f. 1971 og
 • Marvin, f. 1973.
7) Eggertína Ásgerður Gústafsdóttir,
börn þeirra eru
f. 1944, maki Númi Jóhannsson,
 • Ingibjörg, f. 1960,
 • Agnes, f. 1962,
 • Sædís, f. 1963 og
 • Einar, f. 1965.
8) Guðbrandur Sveinn Gústafsson (Guðbrandur Gústafsson),
börn þeirra eru
f. 1946, maki Gunnjóna Jónsdóttir,
 • Rut, f. 1972,
 • Valdís, f. 1977 og
 • Gústaf, f. 1981.
9) Marín Gústafsdóttir
börn þeirra eru
, f. 1951, maki
Leonardo Passaro
,
 • Leno Hreiðar, f. 1972,
 • Renzo Gústaf, f. 1976,
 • Kolbrún Marvía, f. 1980 og
 • Fabio, f. 1983.

Einnig átti Gústaf þrjú börn,
þau eru:

 • Valur Hólm Gústafsson,
 • Theódóra Gústafsdóttir og
 • Sigþóra Gústafsdóttir.

Jórunn Frímannsdóttir réði sig ung í vist til Siglufjarðar og vann sem vinnukona hjá Gústa í nokkur ár eða þar til hún giftist Gústaf árið 1936.
Þau hófu sinn búskap að Túngötu 18 á Siglufirði og eignuðust átta af níu börnum sínum þar. Þau keyptu svo húsið að Fossvegi 20 árið 1951 og eignuðust yngsta barn sitt þar. Jórunn bjó allt til hins síðasta í húsinu að Fossvegi 20.

Hún vann við hin ýmsu störf þegar börnin fóru að stálpast, þar á meðal við síldarsöltun, í bakaríi og seinna meir við fiskvinnslu. Þegar mikið lá við á síldarárunum þurftu allir sem vettlingi gátu valdið að leggja hönd á plóginn og lá Jórunn svo sannarlega ekki á liði sínu þau gullaldarár. Síðustu starfsár sín vann Jórunn við ýmis störf á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Jórunn átti miklu barnaláni að fagna sem og öll hennar börn enda afkomendur hennar orðnir 150 samkvæmt þjóðskrá, þegar þetta er skrifað.

Útför Jórunnar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag kl. 14.
----------------------------------------------------------

Elsku, elsku amma mín er nú farin til Hönnu frænku. Ég veit í hjarta mínu að henni líður vel.

Mikið er sárt að þurfa að sætta sig við það að fá ekki að hitta hana aftur. Ég átti eftir að spjalla svo mikið við hana og við ætluðum svo sannarlega að eiga fleiri stundir saman yfir kaffibolla. En svona er þetta líf, ömmu var ekki ætlað að vera lengur á meðal okkar hér. Við sem eftir lifum þökkum fyrir margar góðar stundir sem við áttum með henni. Ég vona að ég hafi erft eitthvað af hennar ljúfu lund og af því endalausa æðruleysi sem henni var gefið og einstaklega afslappaðri afstöðu til lífsins.

Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu jafn vel og ég gerði. Það var mín heppni að koma til Siglufjarðar og vinna eitt sumar og það var mín heppni að fá að búa hjá ömmu. Þá kynntist ég henni vel og hennar einstöku lund. Við ætluðum að fara með ömmu inn að Steinhól í sumar og kíkja á lautina hennar þar, en því miður náðum við því ekki. Við verðum að ímynda okkur hvar lautin hennar var.

Við spjölluðum margt þessi síðustu ár og er yndislegt að hafa fengið tækifæri til að hitta ömmu jafn oft og raunin varð á. Við njótum þess öll í fjölskyldunni að dvelja á Siglufirði hvort heldur er í skemmri eða lengri tíma, en það er skrítið að geta ekki komið við hjá ömmu aftur og fengið kaffi.

 • Ég þakka þau ár sem ég átti
 • þá auðnu að hafa þig hér,
 • og það er svo margs að minnast
 • svo margt sem um hug minn fer,
 • þó þú sért horfinn úr heimi
 • ég hitti þig ekki um hríð,
 • þín minning er ljós sem lifir
 • og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sigurðardóttir.)

Börnin mín og eiginmaður eru ríkari að hafa fengið tækifæri til að kynnast ömmu og fyrir það viljum við þakka. Það er engin leið að lýsa því með orðum hvað það var alltaf notalegt að koma við á Fossvegi. Það vita allir þeir sem vöndu komur sínar þangað.

Megi elskuleg amma mín hvíla í friði, minning hennar lifir.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir.
----------------------------------------------------

Elsku Jórunn amma, það er ekkert lýsingarorð það sterkt að það geti lýst því hversu heitt við elskum þig. Það var alltaf svo gott að koma til þín í litla sæta húsið þitt á Fossveginum og þú sýndir okkur alltaf mikla umhyggju og hlýju. Við áttum ótal margar skemmtilegar stundir með þér og húmorinn var á sínum stað.

Það var yndislegt að ræða við þig um lífið og tilveruna og við munum geyma í hjörtum okkar öll þau heilræði sem þú gafst okkur. Elsku amma, okkur langar að þakka fyrir það hvað þú varst góð við okkur og börnin okkar. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og það er erfið tilhugsun að geta aldrei farið aftur í heimsókn til þín. Þú munt ávallt vera í huga okkar en við trúum því að þú sért komin á góðan stað til Gústa afa og Hönnu frænku.

 • Í bljúgri bæn og þökk til þín,
 • sem þekkir mig og verkin mín.
 • Ég leita þín, Guð, leiddu mig
 • og lýstu mér um ævistig.

(Pétur Þórarinsson.)

Guð geymi þig, elsku amma. Rut, Valdís og Gústaf
---------------------------------------------------

Ó, amma góð, nú get ég ekki lengur komið í kaffi til þín. Það var skemmtilegt meðan þú varst á lífi, þú varst mjög hress miðað við hvað þú varst gömul. Mér leið alltaf vel með þér og alltaf þegar ég kom í heimsókn. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ég sakna þín mjög mikið.

Þín langömmustelpa, Þórunn Sigurrós og Sigurbjörnsdóttir.

Elsku Jórunn mín, mig langar í örfáum orðum að þakka þér fyrir samverustundir okkar alveg frá því ég kynntist þér fyrst, þegar við unnum saman á sjúkrahúsinu. Þú varst mér sem besta móðir og vinkona, bauðst mér heim á hlýlega heimilið þitt og kynntir mig fyrir fjölskyldunni, enda varð ég tengdadóttir þín og þú amma barnanna okkar. Hlý varstu, glettin og góð.

Maturinn sem þú eldaðir var sérstaklega góður og alltaf var nóg með kaffinu. Heimilið snyrtilegt og fallegt, umhverfið í kringum þig var þægilegt og alltaf var nóg um að spjalla þegar komið var í kaffi.

Það voru allir velkomnir til þín. Barnabörnin og langömmubörnin elskuðu þig og fundu hvað var gott að koma til þín og að vera í návist þinni. Aldrei kvartaðir þú þó heilsan væri ekki alltaf góð, þú sagðir bara „Ég er miklu betri en í gær“. Við áttum yndislegar stundir þegar ég handleggsbrotnaði, þá varst þú hjá okkur og hugsaðir um matinn og við lásum Dalalíf og lifðum okkur inn í söguna og persónuna. Það var svo góð tilfinning að hafa átt þig sem svona góða vinkonu.

Þú varst búin að reyna margt, misstir tvö börnin þín, Pálínu þriggja mánaða og svo Hönnu sem var þér svo góð, enda fannst þér síðustu jól skrítin þegar ekkert kort kom frá Hönnu. Síðustu vikurnar fannst þú fyrir návist hennar. Þó við öll hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur þá voru kraftarnir búnir og þú kvaddir með þínum eiginleikum, hljóðlát og góð.

Við Gaui þökkum þér fyrir allt og Guð geymi þig, elsku Jórunn.

Gunnjóna Jónsdóttir