Anna Snjólaug Þorvaldsdóttir Donna

Frá ættarskrá + mbl.is.--   Anna Þorvaldsdóttir  Fædd: 17. marz 1939. Dáin 5. nóvember 1967

MÁNUDAGINN 6. þessa mánaðar barst okkur sú sorgarfregn, að vinkona okkar, Anna Þorvaldsdóttir, hefði látist daginn áður. Við eigum erfitt var að trúa þessu, að hún svo ung í blóma lífs síns skuli vera horfin.

Við eigum margar endurminningar frá okkar samverustundum, sem ljúft er að minnast. Hún var alltaf svo kát og lífsglöð og góðvild hennar og hjálpsemi í garð náungans svo einlæg og falslaus. Það var eftirsóknarvert að vera í návist hennar. Það er mikil eftirsjá þegar fólk eins og hún er kallað burt, langt fyrir aldur fram. Sárastur er þó söknuður ástvina hennar, sem svo mikið hafa misst, Við sendum unnusta hennar, foreldrum og systkinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess, að algóður Guð veiti þeim huggun og styrk í harmi. Vertu sæl, kæra vinkona. Guð blessi vegi þína.

Vinkonur.
-------------------------------------------------------

Anna Snjólaug Þorvaldsdóttir, f. 17. mars 1939 á Deplum í Stíflu, Skagaf., starfaði lengst af við hjúkrun að Arnarholti á Kjalarnesi, 
– For.:
   Þorvaldur Guðmundsson,
f. 10. maí 1899 , á Þrasastöðum í Fljótum, Skagaf., bóndi á Deplum í Stíflu, Skagaf., 1924-43, vann við byggingu Skeiðfossvirkjun í Fljótum, 1943-45 átti þá heima í Tungu í Stíflu, Skagaf., fluttist til Siglufjarðar og vann hjá  S.R.
d. 21. júlí 1989 á Siglufirði.

Anna Þorvaldsdóttir (Donna)  - Ljósmyndari ókunnu

Anna Þorvaldsdóttir (Donna) - Ljósmyndari ókunnu

– K:    20. september 1920.
Hólmfríður Kristjana Magnúsdóttir,
f. 26. sept. 1899 á Skuggabjörgum í Deildardal, Skagaf. Kristjana ólst upp í Koti í Svarfaðardal, Eyjaf., hjá foreldrum sínum.
d. 27. maí 1989.
d. 5. nóv. 1967.
–  M:
Ingólfur Kristófer Sigurgeirsson,
f. 1936.