Guðjón Jónsson verkstjóri

Guðjón Jónsson verkstjóri — sjötugur  18. júní 1963

Þann 18. júní sl. átti sjötugsafmæli einn af beztu borgurum þessa bæjarfélags Guðjón Jónsson, var verkstjóri hjá Síldarverksmiðjunum. Guðjón þarf ekki að kynna fyrir Siglfirðingum með mörgum orðum; hann er þeim og fjölmörgum öðrum að góðu kunnur að fornu og nýju, en fæddur er hann að Litlu-Háeyri við Eyrarbakka 18. júní, 1893, sonur hjónanna

  • Guðrúnar Sigmundsdóttur og
  • Jóns Andréssonar, sem þar bjuggu og þar ólst Guðjón upp. Hann hefur um dagana lagt á margt gjörva hönd.

Hefur hann jafnan verið farsæll í störfum og eftirsóttur til starfa. Ungur að aldri gerðist hann sjómaður, fyrst á opnum bátum, síðan á skútum og vélbátum og hafði þá agalega með höndum gæzlu og stjórn véla bátanna. Gæzlu véla í landi annaðist Guðjón einnig um árabil, bæði á Eyrarbakka og í Hafnarfirði.

Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson

Árið 1927 réðst Guðjón til starfa hjá síldarverksmiðju Dr. Pauls hér á Siglufirði. Gerðist hann þá verkstjóri í verksmiðjunni á sumrin, en dvaldi syðra á veturna, unz hann gerðist fastur starfsmaður Síldarverksmiðja ríkisins 1938, en þá hafði það fyrirtæki eignast verksmiðju Dr. Pauls fyrir allmörgum árum. Hefur Guðjón starfað óslitið hjá S.R. síðan og verið aðalverkstjóri verksmiðjanna frá 1951.

Í hinu umfangsmikla starfi sínu hér hefir Guðjón haft samskipti við mikinn fjölda manna, bæði heimamenn og að komna. Hefir hann lengst af unnið allt í öllu úti við hjá því risafyrirtæki, sem SR eru á íslenskan mælikvarða. Ætla ég, að allir, bæði undirmenn og yfirboðarar Guðjóns ljúki upp einum munni um hæfni hans og lipurð í starfi. Fyrir greiðsluhæfileikum hans og útsjónarsemi er eining við brugðið.

Notalegt hafa þau hjón, Guðjón og hans góða kona,

  • Björg Andrésdóttir, líka reynzt mörgum, litlum körlum, sem komnir eru í fyrsta skipti í annan landsfjórðung til starfa í SR. Þá reynzlu hefi ég undirritaður a.m.k. af fyrstu kynnum mínum við þau og munu þau kynni ekki fyrnast af minni hálfu.

Hygg ég að svo muni margir fleiri geta mælt. Guðjón Jónsson er maður glaðvær í viðmóti, manna ræðnastur, fyndinn og orðheppinn. Hafa þessir viðmótseiginleikar lítt breytzt þrátt fyrir lasleika hans undanfarinna ára. Ég tek undir þær mörgu hlýju árnaðaróskir, sem ég veit að Guðjóni Jónssyni hafa borizt, í tilefni þessa merkisafmælis hans og óska þess og vona, að þessi góði vinur minn og kona hans eigi eftir að lifa marga bjarta og hlýja daga á ókomnum árum.

Einar Ingimundarson
----------------- 
Ath: Eitthvað hefur klikkað í röðun blýklumpa prentsmiðjunnar við setningu þessarar greinar í blaðinu Siglfirðingur, ég vona að mér haf tekist að lagværa þann rugling hér—sk)