Tengt Siglufirði
NEISTI 20. desember 1974 MINNING:
Kristinn Sigurðsson, hann Kiddi á Eyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 25. ág. 1974. eftir stutta sjúkdómslegu.
Kristinn var fæddur hér í Siglufirði 24. des. 1903, sonur dugnaðar- og sæmdarhjónanna
Hann ólst hér upp í stórum systkinahópi og átti hér heima alla ævi. Ungur að árum fór hann að vinna eins og þá var títt með unglinga í Siglufirði. Var til sjós, vann á Söltunarstöð Ísfirðinga í mörg ár og gerðist síðan vörubílstjóri. Kristinn Sigurðsson var einn af þessum traustu alþýðumönnum, sem eru atorkusamir og duglegir, að hverju sem þeir ganga.
Eftirsóttir menn í starfi og láta aldrei verk niður falla meðan heilsa og aldur endast. Kristinn var mjög samviskusamur í starfi og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Slíkum mannkostamönnum er gott og lærdómsríkt að kynnast.
Eftir að hann gerðist vörubílstjóri var hann ætíð reiðubúinn til starfa, sem fyrr, hvenær, sem á hann var kallað. Kristinn var vinsæll maður og gott til vina. Hann skilur eftir bjartar og góðar minningar hjá öllum þeim, sem kynntust honum. Blessuð sé minning Kristins Sigurðssonar.