Jóhann Jóhannesson, rafvirkjameistari

NEISTI  1974 

Jóhann Jóhannesson andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 4. október 1974. eftir stutta legu þar, og var jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju við mikið fjölmenni laugardaginn 12. okt. sl.

Blaðinu finnst að með Jóhanni sé genginn á annað tilverustig, maður, sem vann í þessu byggðarlagi öll sín manndómsár og tók þátt í þeirri uppbyggingu, sem lengst af hefur haldið nafni Siglufjarðar í hugum landsmanna allra. Neisti vill því þakka Jóhanni öll hans störf hér í Siglufirði og birta um hann stutt æviágrip.

Hann fæddist 6. október árið 1902 á Grísará í Eyjafirði, foreldrar hans voru;

  • Jóhannes Guðmundsson var Eyfirðingur og dó þegar Jóhann var í bernsku. Og
  • Kristín Bjarnadóttir, ættuð úr Skagafirði.

Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem dvaldi bæði í Ólafsfirði hjá systur sinni Oddný Jóhannsdóttir og manni hennar Bergur Bergsson, sem bjuggu á Skeggjabrekku, og síðar í Fljótum.

Jóhann Jóhannesson Ljósmynd Kristfinnur

Jóhann Jóhannesson Ljósmynd Kristfinnur

Hann vandist snemma almennri vinnu eins og öll börn þess tíma, sem lifðu þó það tímalbil er íslenska þjóðin tileinkaði sér nýja tækni í atvinnulífi, til sjávar og sveita.

Jóhann lærði rafvirkjaiðn hjá Jón Gunnlaugsson rafvirkjameistari, sem hafði með höndum bæði vélgæslustörf rafstöðvarinnar ásamt raflögnum í hús.

Á árunum 1925-'30 vann hann hjá Kristján Dýrfjörð og Ásgeir Bjarnason fyrrverandi rafveitustjóra, sem þá ráku hér raftækjavinnustofur. Fór hann m.a. til Fáskrúðsfjarðar með Ásgeiri sem hafði tekið að sér að sjá umrafvæðingu þorpsins.

Þannig var hann virkur þátttakandi í uppbyggingu rafiðnaðarins á Íslandi, sem nú er svo almennur að telja má undirstöðu annars iðnaðar svo og því atvinnulífi, sem við byggjum afkomu okkar á. Jóhann rak eigin raftækjavinnustofu síðan 1932 og verslun, fyrst á félagi við Ástvald Einarsson, fyrrverandi eftirlitsmann og síðan einn, þar til hann seldi hana fyrir nokkrum árum.

Hann útskrifaði marga nemendur í rafvirkjaiðn, og, var í senn þeim einstakur leiðbeinandi, um reglusemi og trúnað umfram iðnnámið, sem var sérstaklega fjölbreytt vegna þeirra umsvifa, sem á Siglufirði voru, þegar síld var söltuð á um 20 söltunarstöðvum síld brædd í Rauðku og þjónustu þurfti að veita ótal skipum sem í höfninni voru.

Jóhann kvæntist; Jóhanna Jóhannsdóttir í október 1932 og missti hana eftir örstutta sambúð, og kvæntist hann ekki aftur. Hann var virkur þátttakandi í ótal félagasamtökum, svo sem Iðnaðarmannafélagi Siglufjarðar, Í Rotary klúbbnum, Bridgefélaginu, svo nokkuð sé nefnt, starfaði hann í öllum þessum félögum, sem hinn ágætasti meðlimur.

Síðustu árin, eða eftir að Oddný Jóhannsdóttir systir hans dó, dvaldi Jóhann mikið á heimili Páll Gíslason og Katrín Guðmundsdóttir systurdóttur sinnar og átti hann hjá þeim öruggt athvarf. Jóhann lá stutt á sóttarsæng, hann fékk hægt andlát eða sofnaði svefninum langa að kvöldi þess 4. október.
Siglfirðingar kveðja hann með virðingu og þökk.