Tengt Siglufirði
Neisti MINNING: Fæddur 8. des. 1899. — Dáinn 15. okt. 1974.
Þann 15. okt. 1974. lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar Gísli Jónsson, Eyrargötu 30, eftir stutta sjúkralegu.
Með Gísla er til foldar hniginn einn af merkari borgurum þessa bæjar.
Hann var fæddur á Karlsá í Svarfaðardal 8. des. 1899.
Foreldrar hans voru
Aðeins sjö ára gaman fór Gísli að sækja sjó með föður sínum og eldri bróður og gerði það í mörg ár. Árið 1919 flytur Gísli með foreldrum sínum hingað til Siglufjarðar. Þá gerist hann skipstjóri á þilfarsbátum og um tíma reri hann á árabáti frá Grímsey og voru þeir skipsfélagar hans þá Sigfús Ólafsson í Hlíð og Jóhann Jóhannesson, sem seinna varð rafvirki hér.
Um nokkuð langt skeið hætti Gísli sjómennsku og gerðist félagi í „Losun og lest", en þau samtök sáu um langan tíma um alla út- og uppskipun. Þar var vann maður í hverju máli. Árið 1940 ræðst hann sem afgreiðslumaður til Eimskipafélagsins og starfar þar í 18 ár, eða til ársins 1958. Þá kaupir hann sér litla trillu og hefur sjósókn að nýju, sem hann stundaði til dauðadags.
Gísli Jónsson var grandvar maður, sem treysta mátti í hvívetna. Prúður maður í allri umgengni og drengskaparmaður. Staðfastur og samviskusamur í starfi. Virtur mjög af bæjarbúum.
Kvæntur var Gísli Ólöf Kristinsdóttir, mikilhæfri konu, sem allir bæjarbúar þekkja af starfsemi hennar innan Kvenfélagsins „Von", svo og af starfi hennar að líknamálum.
Þau Gísli og Ólöf eignuðust eina dóttur er þau misstu, og tóku til fósturs Pál Gíslason, og reyndist hann þeim sem sannur sonur. Minningin um Gísla Jónsson mun lifa í huga þeirra manna, er áttu því láni að fagna að kynnast honum og þessi góða minning um slíkan gæðamann, er besta huggun eftirlifandi konu hans og fóstursyni og annarra syrgjandi vandamanna. Varla mun verða reistur traustari minnisvarði.
„Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama, en orðstýr deyr aidregi, hveim sér góðan getr.
Blessuð sé minning Gísla Jónssonar.