Sigurjón Sigurðsson kerari, bifreiðastjóri

Mjölnir 23. maí 1974

MINNINGARORÐ: Sigurjón Sigurðsson Smám saman hverfa af sviðinu þeir einstaklingar, sem settu svip á bæinn okkar á fyrri hluta þessarar aldar.

Einn þessara manna, Sigurjón Sigurðsson, lést 27. mars 1974.
Sigurjón keyrari, eins og hann oftast var kallaður, fæddist að Kaupangi í Eyjafirði 8. apríl 1887.

Hingað flutti hann 1909 á vegum eða fyrir tilstuðlan sr. Bjarna Þorsteinssonar. Mun þar hafa að baki legið skipulagning staðarins og uppbygging, en flestum mun kunnugt um áhuga sr. Bjarna á þeim málum, en Sigurjón átti hesta og tæki, sem vorn flutningabílar þeirra tíma.

Fullorðnir Siglfirðingar muna jafnvel eftir snotra, vel hirta húslinu við Túngötu og Þormóðsgötu og útihúsinu vestan við, þar sem nú er íþróttavöllurinn. Þar hafði Sigurjón keyrari sínar bækistöðvar, fyrst hesta og útbúnað, síðan 3 bíla og tæki. Nú þykir varla umtalsvert þótt athafnamaður eignist 3 bíla, en eigi að síður væri það milljónafyrirtæki í dag.

Því er minnst þessarar athafnasemi Sigurjóns keyrara, að yfir henni allri hvíldi sá sérstaki blær, sem okkur Siglfirðingum hefur reynst svo erfitt að tileinka okkur, en það var hin snyrtilega umgengni og þrifnaður, sem ávallt einkenndi umhverfi og starfsemi hans.

Sigurjón Sigurðsson keyrari - ókunnur ljósmyndari

Sigurjón Sigurðsson keyrari - ókunnur ljósmyndari

Konu sína, Elísabet Jakobsdóttir, ættaða frá Akureyri, missti Sigurjón 1945.
Dóttir þeirra,
Jakobína Sigurjónsdóttir, er búsett hér, en sonurinn,
Georg Sigurjónsson, er búsettur í Reykjavík.

Árið 1945 fluttist Sigurjón héðan til Dalvikur, en fór þaðan til Keflavíkur og dvaldist þar til dauðadags. Um leið og ég votta börnum þeirra Elísabetar og Sigurjóns samúð, er ánægjulegt að leiða hugann að því, þar eð fjöldi fólks trúir framhaldi lífs og umsýslan á öðrum tilverustigum, og þar muni umhverfisvernd og fegrun vera sú umsýslan, sem Sigurjón keyrari Sigurðsson fæst nú við, og að þar muni ánægjulegt að koma.

Ó. G