Sigurlaug Bjarnadóttir Skarðdal

Siglfirðingur 1 október 1943

75 ára afmæli 27. september 1943 átti ekkjufrú Sigurlaug Bjarnadóttir 75 ára afmæli.

Hún er fædd í Skarðdal, og hefir alla ævi dvalið hér í Siglufirði.
Foreldrar hennar voru þau hjónin

  • Bjarni Daníelsson og
  • Friðbjörg Guðmundsdóttir, er bjuggu lengi í Skarðdal, en fluttu hingað norður á Eyrina árið 1882.


Sigurlaug giftist árið 1893
Guðmundur S Th Guðmundsson, borgara, er síðar varð hér póstafgreiðslumaður og fyrsti símastjóri.

Eignuðust þau hjón 6 börn, dóu 3 í æsku, en 3 eru enn á lífi.

  • Þorbjörg Guðmundsdóttir,
  • Guðmundur Guðmundsson og
  • Sveinbjörn Guðmundsson, öll búsett í Siglufjarðarbæ.

Árið 1911 missti Sigurlaug mann sinn, og stóð þá uppi ein og efnalaus með 3 börn og aldraða tengdamóður. Með miklum dugnaði tókst þessari sæmdarkonu að koma börnum sínum upp hjálparlaust og hefir það verið mikið átak, og kostað vinnulúna móður margar fórnir og mikið erfiði. Heimili þeirra hjóna var orðlagt myndarheimili, og gestrisni mikil, enda voru þau samhent um að veita gestum sínum af rausn og alúð.

Sigurlaug er dul í skapi en vinföst og vinamörg, og er víst óhætt að segja það með vissu, að öllum, er henni hafa kynnzt, þyki vænt um hana, og enn er löngun hennar sú mest, sem áður, að gera öllum gott og láta allt. gott af sér leiða. Sigurlaug dvelur nú á heimili dóttur sinnar Þorbjargar og manns hennar, Þórðar Bjarnasonar. Siglfirðingur flytur þessari öldruðu heiðurskonu beztu kveðjur og óskir um gæfuríkt og farsælt ævikvöld.