Tengt Siglufirði
Alþýðublaðið 14-12-1967 - MINNINGARORÐ:
Baldur Ólafsson, fæddur 13. marz 1925. Dáinn 6. des. 1967.
Í DAG verður kvaddur hinztu kveðju frá Siglufijarðafckirkj'u
Baldur Ólafsson múrarameistari, er lézt á sjúkrahúsi Siglufjarðar 6. des. eftir skamma sjúkdómslegu aðeins 42 ára að aldri. Baldur Ólafsson var fæddur á Siglufirði
13. marz 1925.
Foreldr ar hans voru þau
Ólafur Vilhjálmsson, er lézt árið 1947 og
Þorfinna Sigfúsdóttir sem nú er bú sett á
Siglufirði.
Baldur ólst að mestu upp hjá ömmu sinni og afa, Sólvejg Jóhannsdótjtir d. 1948 og Sigfúsi Ólafssyni sem enn býr í hárri elli norður í húsi sínu Hlíð, en við þetta hús var Baldur oftast kenndur. Að skólagöngu lokinni stundaði hann sjómennsku um tíma, en 19 ára að aldri hóf hann nám í múraraiðn og stundaði það starf æ síðan.
Ungur að árum gekk hann að eiga efttrlifandi konu sína Kristín Rögnvaldsdóttir ættaða úr Skagafirði, og hófu þau búskap í Hlíð í fyrstu en síðan að Hvanneyrarbraut 54, þar sem þau hjónin áttu indælt heimili.
Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, sem heita:
Öll í föðurgarði.
Baldur Ólafsson var vel gerður maður andlega sem líkamlega, hlédrægur á mannamótum en gleðskaparmaður í vina hópi. Hann var hjálpsamur og tryggur, og dugrnikill afkastamaður
í iðngrein sinni, og var sérlega laginn að hagnýta sér ýmsar nýjung ar er fram komu á hans verksviði.
Það er stór og mikill skaði þjóð inni, er slíkir atorkumenn falla frá löngu fyrir aldur fram. Kunningskapur minn við Bald ur hófst er ég var við nám og tryggði hann mér góða atvinnu, er ég var í fríum. Þessi vinátta hélzt svo æ síðan, án þess að nokkurn blett bæri þar á. Ég var tíður gestur á heimili hans að Hvanneyrarbraut 54, og hon um var ákaflega annt um velferð þess.
Þar ríkti glaðværð hjá góð ri konu og börnunum, sem voru honum dýrmætustu gimsteinar þessa lífs. Hann undi sér hveigi betur en hjá ástvinum sínum heima á Siglufirði. Það lýsti sér bezt í því, að sjaldan gaf hann sér tíma til að staldra við í Rvík er hann átti leið hér um. Baldur var virkur þátttakandi í félagsmálum Siglfirðinga. Hann var starfandi í Lionsfélagi Siglufjarðar, Iðnaðarmannafélaginu, Skíðafélaginu o. fl.
Mér er ljúft að minnast hins ómetanlega ; starfs hans að skíðamálum á Siglufirði, vöggu skíðaíþrótta í landinu. í þessum málum var Baldur hinn ötuli dugnaðarforkur, þjótandi upp um fjöll og firn indi leggjandi kappgöngubrautir á allskyns mótum þessarar fögru íþróttagreinar. Og launin, sem hann fór fram á, voru aðeins þau að drengirnir yrðu byggðalagi sínu til sóma í þessum sporum er hann hafði gert.
Baldur unni Siglufirði allt lífið, þarna standa verk hans, sem bera vott um hag leiksmanninn er breytir stokkum og steinum í hýbýli manna. Að flytja þaðan gat hann ekki hugs að sér, þrátt fyrir samdrátt í atvinnu, og allt til loka trúði hann á endurskipulag í framkvæmda og atvinnulífi staðarins. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölekyldu og vinum þessa mæta drengs. Ég og fjölskylda mín sendum þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Kæri vinur Baldur. Ég þakka þér af alhug samfylgdina og trygga vináttu. Með ljóðlínum séra Matthíasar Jochumssonar, er þú skrifaðir nafn þitt undir forðum kveð ég þig. „Þó ógni stríðin og tvísýn tíðin, mín trú er hraust, á sök hins góða og sigur þjóða, þótt sýnist haust. í lífsins óði býr endalaust vor æskumóður og sigurtraust.
Hvíl í friði. F. S.