Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Siglufirði

Siglfirðingur 10 desember 1960

Þann 27. okt 1960 lézt í Reykjavík Einar Kristjánsson, framkvæmdastjóri.
Fór jarðarför bans fram frá Fossvogskirkju að viðstöddu miklu f jölmenni.

Einar var iöngu orðinn kunnur meðal íþróttaiðkenda og þó sérstaklega skíðaiðkenda landsins og og kom þetta glögglega í ljós við fráfall hans og jarðarför. Margra ára samstarfsmaður hans á sviði skíðaáþróttarinnar.

Einar B Pálsson. verkfræðingur, ritaði um hann ágæta minningargrein í Morguniblaðið, og rekur þar í stuttu máli þróun skíðaíþróttarinnar hér um slóðir. Getur hann þess réttilega, að það sé fyrst og fremst tveimur mönnum að iþakka, að skíðaíþróttinni hefir fleygt áfram í Siglufirði og Fljótum með þeim árangri, að siglfirzkir skíðamenn, og einnig Fljótamenn, eru nú og hafa verið á undanförnum árum feti framar en aðrir skíðamenn landsins.

Þessir menn eru Guðmundur Skarphéðinsson og Einar Kristjánsson.
Einar Kristjánsson, sem ól mestan aldur sinn hér í Siglufirði, var fæddur að Hraunum, 21. júlí 1898.
Fluttist hann hingað með, foreldrum sínum á unga aldri og voru foreldrar hans Kristján Kristjánsson, vinsæll maður, greindur og skáld gott, og Rósa Einarsdóttir Halldórssonar.

Einar Kristjánsson - ókunnur ljósmyndari

Einar Kristjánsson - ókunnur ljósmyndari

Aðeins 14 ára gamall varð Einar starfsmaður Guðmundur T Hallrímsson og aðstoðaði hann við lyfjagerð.
Mun hérðaslæknirinn ekki hafa verið lengi að átta sig á því, að þessi unglingur var óvenju greindur, námfús og athugull, Síðar starfaði Einar í mörgum lyfjabúðum landsins, en lengst af í Lyfjabúð Siglufjarðar frá því hún var stofnsett 1928 og til ársins 1948.

Það ár fiutti Einar til Akureyrar og tók við framkvæmdastjóra starfi Efnagerðar Afcureyrar h/f., enda var hann einn af eigendum þess fyrirtækis. Fyrir tveimur árum síðan lét Einar af því starfi og flutti til Reykjavíkur- Hygg ég, að hin erfiða og þreytandi barátta við skömmtunarnefndir og haftastofnanir hafi orðið þess valdandi. að hann sóttist eftir öðru starfi í höfuðborginni.

Efnagerð Akureyrar h/f. hafði orðið fyrir himinhrópandi órétti með tilhtí til skömmtunar á nauðsynlegum hráefnum og hefði þó mátt ætla, að menn, sem lögðu eins inikið á sig í þarfir íþróttamála þjóðarinnar eins og Einar gerði, hefðu notið velvildar og skilnings á „hærri stöðum", — en því láni var ekki að fagna.

Einar hélt með óbilaða starfskraftia til höfuðborgarinnar, en heilsa hans biiaði snögglega með þeim afleiðingum sem ofan getur. Einar heitinn vor eljumaður og áhugasamur starfsmaður og kunni vel við sig í f jönmikiu atvinnulífi Siglufiarðar á þeim árum, þegar siifurfiskurinn fyllti þrær og tunnur í rákum mæli.

Hann unni öllum framfaramálum og menningarmálum síns bæjorfélags en hjrtfólgnust voru honum þó íþróttanialin og fær siglfirzk æska seint þakkað það, sem hann iagði þar af mörkum. Reynslan hefir sýnt, að skipulagning íþróttaféiaga, sem er undanfari æfinga og íþróttamóta er umfangsmikið starf, sem sjaldan er fuliþakkað en fyrst og fremst á þetta við um skíðaíþróttina.

Siglfirðingar eru svo heppnir, að eiga einhverjar beztu skíðabKekkur landsins en eigi hefðu þær komið að gagni, ef við hefðum ekki átt hugsjónaríka áhugamenn á sviði skíðaííþróttarinnar. Hér var Einar Kristjánsson í fremstu víglínu og vann sér því hylh samborgara sinna og ailra skíðaunnenda é landinu.

Í fjölda mörg ár var Einar formaður Skíðafélags Siglufjarðar, átti sæti í íþróttaráði Siglufjarðar og stjórn Skíðasambands Islands. Árið 1956 var hann kjörinn heiðursfélagi Skíðasambands ísiands og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Iþróttabandalag Akureyrar.

Hann starfaði af miklum dugnaði fyrir félög Sjálfstæðismanna, fyrst og fremst í Siglufirði en einnig á Akureyri og var sanngjarn og frjálslyndur d skoðunum. Vegna mannkosta sinna átti hann jafnt vini í herbúðum þeirra er voru honum andvígir í stjórnmálaskoðunum og hið sama má segja um starf hans innan vébanda skíðafélaganna.

Einar var giftur Alfa Ísaksdóttir, hinni ágætusta kona, og eiga þau þrjú uppkomin börn. Er sár harmur kveðinn að þeim, nánustu ættingjum og vinum. Einn hinna mörgu vina Einars ritaði m.a. þetta um hann látinn: .,Einar var fjörmiklum gafum gæddur, en sterkasti eðlisþáttur hans var ihlýjan og itraustið. Félagsmaður var hann í þess orðs dýpstu merkingu- Hann jós öðrum ómælt af sálarbrunni og sást ekki fyrir, þegar félagsstarfið krafðist allra krafta hans".

Þetta eru sönn orð og gott vega nesti yfir í ókunna landið.

Vinur.
-----------------------------------------------

Tíminn 3. nóvember 1960  M l N N I NG :

Einar Kristjánsson, fyrrverandi formaður S.K.Í

Einn af forvígismönnum skíðaíþróttarinnar hér á landi, Einar Kristjáns son, fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Hann andaðist 27. okt. 1960 eftir þungbær veikindi.

Einar Kristjánsson var fæddur að Hraunum í Fljótum hinn 21. júlí 1898, sonur Kristjáns Kristjánssonar og konu hans Rósu Einarsdóttur. Foreldrar hans voru bæði úr Fljótum í Skagafirði. Meðan Einar var í bernsku fluttist hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar upp. Hann átti síðan heima á Siglufirði mestan hluta ævi sinnar.

Starfaði hann þar við Lyfjabúð Siglufjarðar og síðan við Efnagerð Siglufjarðar. Árið 1948 fluttist Einar til Akureyrar. Var hann forstjóri Efnagerðar Akureyrar unz hann fluttist til Reykjavíkur árið 1958. Hér starfaði hann nú síðast í Ingólfs Apóteki. Einar var kvæntur Ólöfu Ísaksdóttur.
Börn þeirra eru:

  • Dóróthea Júlía Einarsdóttir,
  • Ólafur Garðar Einarsson (Ólafur G Einarsson) og
  • Kristján Bragi Einarsson

Fljótin eru næsta sveit fyrir vestan Siglufjörð, handan Siglufjarðarskarðs. Fljót og Siglufjörður eru einhver snjóþyngstu héruð þessa lands, bæði girt bröttum fjöllum á þrjá vegu og vita mót norðri. Vetur konungur hefur þar mikið vald og hann et duttlungafullur stjórnandi. Ósvikin norðlenzk stórhríð er mikilfenglegt náttúrufyrirbæri, sem þeir einir þekkja, er reynt hafa.

En hins skal líka minnst, hve tign vetrarins er mikil, þegar hríðinni slotar og sól skín á landið, þakið djúpum snjó frá fjallstindum að flæðarmáli. Í þessum útsveitum Norðurlands hafa menn alla tíð, síðan land vort byggðist, orðið að nota skíði, til þess að komast leiðar sinnar að vetri til. Skíðin voru nauðsynleg hvort heldur menn þurftu að fara í fjárhús til gegninga eða fjallavegi í næstu sveitir.

Skíði voru notuð það mikið og oft við erfiðar aðstæður, t. d. í bröttum fjöllum, að margir öðluðust góða leikni í notkun þeirra, bæði karlmenn og konur. Þessi forna skíðaíþrótt á Norður landi lagðist aldrei niður. Mér er það minnisstætt frá því að ég var staddur á Siglufirði veturinn 1940, að ég sá hóp Fljótamanna, er voru á heimleið úr kaupstaðarferð og ætluðu að fara að leggja í Siglufjarðarskarð. Þeir gengu allir á skíðum, báru byrðar á baki og notuðu einn, nokkuð langan, broddstaf.

Fljótamennirnir gegnu fram hjá hópi unglinga úr Siglufirði, er voru að æfa sig í skíðastökki og svigi, nýmóðins listum, sem þá voru. Eg hygg að hvort tveggja hópurinn hafi gotið hornauga til hins. Það var augljóst, að hér var mikil breyting orðin. Upphaf hennar, að því er Siglufjörð snertir, má rekja til þess, að veturinn 1920 bundust nokkrir borgarar þar samtökum um að efla skíðaíþróttina og stofnuðu Skíðafélag Siglufjarðar.

Skíðafélög voru þá ekki til á Íslandi, nema Skíðafélag Reykjavíkur, sem hafði verið stofnað árið 1914. Skíðafélag Siglufjarðar fitjaði upp á nokkrum nýjungum, en starfsemi þess var þó framan af ekki mikil. En eftir 1930 færðist mikið líf í félagið, mjög fyrir forgöngu Guðmundar heitins Skarphéðinssonar. Var þá fenginn norskur skíðakennari til Siglufjarðar og nú lærðu menn þar skíðaíþróttina sem Norðmenn höfðu þróað með sér. Þetta var hin mikla breyting. Siglfirðingar tóku henni tveim höndum og með öllum þeim skaphita, sem þeim er eiginlegur.

Skíðaíþróttin varð þeirra hjartans mál og hefur verið það æ síðan. Hún varð þar ekki einkamál unglingana heldur almennt áhugamál karla og kvenna, ungra og gamalla, metnaðarmál bæjarfélagsins. Siglfirðingar urðu beztu skíðamenn landsins, jafnvígir á allar greinar. Og nú eru Fljótamenn einnig búnir að ná sér á strik. Í Fljótunum eru nú á ný sumir af fremstu skíðamönnum landsins. Því er þetta rakið hér, að meðal hinna áhugasömustu forystumanna um þessi mál á Siglufirði var Einar Kristjánsson.

Hann var formaður Skíðafélags Siglufjarðar í meira en áratug, þar til árið 1948 er hann fluttist til Akureyrar. Félagið átti þá blómaskeið og Einar starfaði með lífi og sál að tilefnum þess og skíðaíþróttarinnar á Siglufirði. Væri vel, ef saga þessara ára á Siglufirði yrði skráð norður þar, á meðan þeirra manna nýtur við, sem muna hana.

Skömmu eftir að Einar Kristjánsson flutti til Akureyrar, var hann kjörinn í stjórn íþróttabandalags  Akureyrar. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir það meðan hann bjó á Akureyri. Árið 1946 var Skíðasamband Íslands stofnað í Reykjavík. Var Einar Kristjánsson kjörinn í fyrstu stjórn þess með búsetu á Siglufirði. En árið 1950 fluttist aðsetur Skíðasambandsins frá Reykjavík til Akureyrar og var þá Einar kjörinn formaður þess.

Því starfi gegndi hann til ársins 1956. Í störfum sínum fyrir Skíðasambandið naut Einar góðrar þekkingar sinnar á málefnum skíðaíþróttarinnar og íþróttamála almennt. Slík stjórnarstörf eru að mestu leyti unnin í kyrrþey. Þau láta oft lítið yfir sér og má kallast gott, þegar þeim er ekki tekið með vanþökk af einhverjum. En störf Einars voru metin vel, allir sem þar komu nærri, þekktu áhuga hans og góðvild.

Þegar hann lét af formennsku Skíðasambandsins var hann kjörinn heiðursfélagi þess. Það lætur að líkum, af því sem hér hefur verið sagt, að Einar Kristjánsson var mikill áhugmaður og atorkumaður um hugðarefni sín og hin fjölmörgu trúnaðarstörf, sem honum voru falin, bera vott um það traust, sem samstarfsmenn og félagar báru til hans. Nú er liðið að lokum. Skíðasamband Íslands þakkar Einari Kristjánssyni fyrir mikil og góð störf í þágu skíðaíþróttarinnar. Ég veit að skíðamenn um land allt taka undir þá þökk. Ástvinum hans er vottuð innileg samúð.
Einar B Pálsson.
==============================================

Morgunblaðið - 03.11.1960

í DAG er borinn til grafar einn af forvígismönnum skíðaíþróttarinnar hér á landi, Einar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Hann andaðist 27. okt. sl. eftir þungbær veikindi. Einar Kristjánsson var fæddu r á Hraunum í Fljótum hinn 21. júlí 1898, sonur Kristjáns Kristjánssonar og konu hans, Rósu Einarsdóttur. Foreldrar hans voru bæði úr Fljótum í Skagafirði.

Meðan Einar var í bernsku fluttist hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar upp. Hann átti síðan heima á Siglufirði mestan hluta ævi sinnar. Starfaði hann þar við Lyfjabúð Siglufjarðar og síðan við Efnagerð Siglufjarðar. Árið 1948 fluttist Einar til Akureyrar. Var hann forstjóri Efnagerðar Akureyrar unz hann fluttist til Reykjavíkur árið 1958.

Hér starfaði hann nú síðast í Ingólfs Apóteki. Fljótin eru næsta sveit fyrir vestan Siglufjörð, handan Siglufjarðarskarðs. Fljót og Siglufjörður eru einhver snjóþyngstu héruð þessa lands, bæði girt bröttum fjöllum á þrjá vegu og vita mót norðri. Vetur konungur hefur þar mikið vald og hann er duttlungafullur stjórnandi. Ósvikin norðlenzk stórhríð er mikilfenglegt náttúrufyrirbæri, sem þeir einir þekkja er reynt hafa.

En hins skal líka minnzt, hve tign vetrarins er mikil, þegar hríðinni slotar og sól skín á landið, þakið djúpum snjó frá fjallstindum að flæðarmáli. í þessum útsveitum Norðurlands hafa menn alla tíð, síðan land vort byggðist, orðið að nota skíði, til þess að komast leiðar sinnar að vetri til. Skíðin voru nauðsynleg hvort heldu r að menn þurftu að fara i fjárhús 'til gegninga eða fjallvegi í næstu sveitir. Skíði voru' notuð það mikið og oft við erfiðar aðstæður, t. d. í bröttum fjöllum, að margir öðluðust góða leikni í notkun þeirra, bæði karlar og konur.

Þessi forna íþrótt á Norðurlandi lagðist aldrei niður. Mér er það minnisstætt frá því er ég var staddur á Siglufirði veturinn 1940, að ég sá hóp Fljótamanna, er voru á heimleið úr kaupstaðarferð og ætluðu að fara að leggja á Siglufjarðarskarð. Þeir gengu allir á skíðum, báru byrðar á baki og notuðu einn, nokkuð langan broddstaf. Fljótamennirnir gengu fram hjá hópi unglinga úr Siglufirði, er voru að æfa sig i skíðastökki og svigi, nýmóðins listum, sem þá voru.

Ég hygg  að hvortveggja hópurinn hafi gotið hornauga til hins. Það var augljóst, að hér var mikil breyting á orðin. Upphaf hennar, að því er Siglufjörð snertir, má rekja til þess, að veturinn 1920 bundust nokkrir  borgarar þar samtökum um að efla skíðaíþróttina og stofnuðu Skíðafélag Siglufjarðar. Skíða félög voru þá ekki til á Íslandi, nema Skíðafélag Reykjavikur, sem hafði verið stofnað árið 1914. Skíðafélag Siglufjarðar fitjaði upp á nokkrum nýungum, en starfsemi þess var þó framan af ekki mikil.

En eftir 1930 færist mikið líf í félagið, mjög fyrir forgöngu Guðmundar heitins Skarphéðinssonar. Var þá fenginn norskur skíðakennari til Siglufjarðar og nú lærðu menn þar skíðaíþróttina, sem Norðmenn höfðu þróað með sér. Þetta var -hin mikla breyting. Siglfirðingar tóku henni tveim höndum og með öllum þeim skaphita, sem þeim er eiginlegur. Skíðaíþróttin varð þeirra hjartans mál og hefur verið það æ síðan. Hún varð þar ekki einkamál unglinganna, heldur almennt áhugamál kvenna og karla, ungra og gamalla, metnaðarmál bæjarfélagsins. Siglfirðingar urðu beztu skíðamenn landsins, jafnvígir á allar greinar.

Og nú eru Fljótamenn einnig búnir að ná sér á strik. I Fljótunum eru nú á ný sumir af fremstu skíðamönnum landsins. Því er þetta rakið hér, að meðal hinna áhugasömustu forystumanna um þessi mál á Siglufirði var Einar Kristjánsson. Hann var formaður Skíðafélags Siglufjarðar í meira en áratug, þar til árið 1948 er hann fluttist til Akureyrar. Félagið átti þá blómaskeið og Einar starfaði með lífi og sál að málefnum þess og skíðaíþróttarinnar á Siglufirði.

Væri vel, ef saga þessara ára á Siglufirði yrði skráð norður þar, meðan þeirra manna nýtur enn við, sem hana muna. Skömmu eftir að Einar Kristjánsson flutti til Akureyrar, var hann kjörinn í stjórn íþróttabandalags Akureyrar. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir það meðan hann bjó á Akureyri. Árið 1946 var Skíðasamband Íslands stofnað í Reykjavík. Var Einar Kristjánsson kjörinn í fyrstu stjórn þess með búsetu á Siglufirði. En árið 1950 fluttist aðsetur Skíðasambandsins frá Reykjavík til Akureyrar og var þá Einar kjörinn formaður þess. Því starfi gegndi hann til ársins 1956. í störfum sínum fyrir Skíðasambandið naut Einar góðrar þekkingar sinnar á málefnum skíðaíþróttarinnar og íþróttamála almennt.

Slík stjórnarstörf eru að mestu leyti unnin í kyrrþey. Þau láta oft lítið yfir sér og má kallast gott, þegar þeim er ekki tekið með vanþökk af einhverjum. En störf Einars voru metin vel, allir sem þar komu nærri, þekktu áhuga hans og góðvild. Þegar hann lét af formennsku Skíðasambandsins var hann kjörinn heiðursfélagi þess.

Það lætur að líkum, af því sem hér hefur verið sagt, að Einar Kristjánsson var mikill áhugamaður og atorkumaður um hugðarefni sín og hin fjölmörgu trúnaðarstörf, sem honum voru falin, bera vott um það traust, sem samstarfsmenn og félagar báru til hans. Nú er liðið að lokum. Skíðasamband Íslands þakkar Einari Kristjánssyni fyrir mikil og góð störf í þágu skíðaíþróttarinnar. Ég veit að skíðamenn um land allt taka undir þá þökk. Ástvinum hans er vottuð innileg samúð.
Einar B. Pálsson.
-------------------------------------

EINAR Kristjánsson, sem í dag verður jarðsettur, verður mér minnisstæður um flesta menn fram. Eðlisfar hans bar hinn bjarta svip fæðingarsveitar hans, Fljótanna, en skapgerðin mótaðist jafnframt af iðandi athafnalífi bæanna og félagslífi. Í því tók hann ríkan þátt, fyrst og fremst á Siglufirði og Akureyri. Einar var fjörmiklum gáfum gæddur, en sterkasti eðlisþáttur hans var hlýjan og traustið.

Félagsmaður var hann í þess orðs dýpstu merkingu. Hann jós öðrum ómælt af sálarbrunni og sást ekki fyrir, þegar félagsstarfið krafðist allra krafta hans. Dýpstu sporin markaði hann á sviði íþróttamálanna nyrðra, og mun hans lengi minnst sem brautryðjanda á því sviði. Stjórnmálin voru annað mesta áhugamál hans auk íþrótta.

Hann var forystumaður Sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði og Akureyri um áratuga skeið, ýmist formaður eða stjórnarmaður, og vann mikið starf og fórnaði miklu í þeirra þágu. Einar Kristjánsson er fæddur 21. júlí 1898 að Hraunum í Fljótum en fluttist á barnsaldri til Siglufjarðar. Guðmundur T Hallgrímsson, héraðslæknir, tók hann að sér um fermingaraldur, og hjá héraðslækni lærði Einar lyfjagerð.

Sveinninn var óvenjunæmur og fól héraðslæknir honum að aðstoða sig við lyfjagerðina. Árið 1917 gerðist hann starfs maður apóteksins á Akureyri og vann síðan að lyfjagerð í lyfjabúð Eyrarbakka og síðan á Seyðisfirði. Þá gerðist hann verzlunarmaður hjá Garðari Gíslasyni í Ólafsvík og síðar í Hafnarfirði. En árið 1927 fluttist hann heim til Siglufjarðar og tók hann við störfum í Lyfjabúð Siglufjarðar, er hún var stofnuð árið 1928.

Árið 1948 gerðist Einar forstjóri Efnagerðar Akureyrar, unz hann fyrir tveim árum fluttist til Reykjavíkur. Hér hugðist hana byrja nýjan starfsdag, en það fór á annan veg. Einar var umsýslumaður og starfsmaður mikill. En samt safnaði hann ekki þeim fjársjóðum, sem mölur og ryð eyðir. Hann taldi það skyldu sína að fórna verulegum hluta tíma síns og krafta fyrir meðbræðurna, og því átti hann óþrjótandi lífsgleði, sem einkenndi hann framar öðru nema ef vera kynni ástríki hans.

Einar eignaðist góða konu, Ólöfu ísaksdóttur frá Eyrarbakka, og lifir hún mann sinn. Þau hjón voru mjög samhent, og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni. Þar ríkti ávalt hátíðablær, er gest bar að garði. Við hjónin erum meðal hinna mörgu er þakklæti býr í huga nú, þegar litið er til baka. Einar hafði tvo um sextugt. Hann var óbilaður að starfskröftum, er hann lagðist þungri sjúkdómslegu.

Þungur harmur er því kveðinn að konu hans, frú Ólöfu, dóttur þeirra, frú Dórotheu, sonum þeirra, Ólafi, sveitarstjóra cand. jur. og Boga, verzlunarmanni, tengdadóttur og dótturdóttur. En „sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna". Einar var slík Guðs gjöf til okkar, vina hans, og við þökkum Guði fyrir hann. Gjafari allra góðra gjafa huggi og styrki ástvini hans.
Þórir Kr. Þórðarson

--------------------------------- 

Fimmtudagur 3. nóvember 1960 — ÞJÓDVILJINN —

 Einar Kristjánsson, minningarorð

í dag er borinn til grafar einn af forvígismönnum skíðaíþróttarinnar hér á. landi, Einar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Skíðasambands Íslands. Hann andaðist 27. október s.l. eftir þungbær veikindi.

Einar Kristjánsson var fæddur á Hraunum i Fljótum hinn 21. júlí 1898, sonur Kristjáns Kristjánssonar og konu hans Rósu Einarsdóttur. Foreldrar hans voru bæði úr Fljótum í Skagafirði. Meðan Einar var í bernsku fluttist hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar. upp. Hann átti síðan heima á Siglufirði mestan hluta ævi sinnar.

Starfaði hann þar við Lyfjabúð Siglufjarðar og síðan við, Efnagerð Siglufjarðar. Árið 1948 fluttist Einar til Akureyrar. Var hann forstjóri Efnagerðar Akureyrar unz hann fluttist til. Reykjavíkur árið 1958. Hér starfaði hann nú síðast í Ingólfs Apóteki. Einar var kvæntur Ólöfu ísaksdóttur. Börn þeirra eru

  • Dóróthea Júlía,
  • Ólafur Garðar og
  • Kristján Bogi.

Fljótin eru næsta sveit fyrir vestan Siglufjörð, handan Siglufjarðarskarðs. Fljót og Siglufjörður eru einhver snjóþyngstu héruð þessa lands, bæði girt bröttum fjöllum á þrjá vegu og vita mót norðri. Vetur konungur hefur þar mikið vaId og hann er duttlungafullur stjórnandi. Ósvikin norðlenzk stórhríð er mikilfenglegt náttúrufyrirbæri, sem þeir einir þekkja, er reynt hafa. En hins skal líka minnzt, hve tign vetrarins er mikil, þegar hríðinni slotar og, sól skín á landið, þakið djúpum snjó : frá fjallstindum að flæðarmáli. 

Í þessum útsveitum Norðurlands hafa menn alla tíð, síðan land vort byggðist, orðið að nota skíði, til þess að komast leiðar sinnar að vetri til. Skíðin voru nauðsynleg hvort heldur að menn þurftu að fara í fjárhús til gegninga eða fjallvegi í næstu sveitir. Skíði voru notuð það mikið og oft við erfiðar aðstæður, t.d. í bröttum fjöllum, að margir öðluðust góða leikni i notkun þeirra, bæði karlar og konur.

Þessi forna skíðaíþrótt á Norðurlandi lagðist aldrei niður. Mér er það minnisstætt frá því ég var staddur á Siglufirði veturinn 1940, að ég sá hóp Fljótamanna, er voru á heimleið úr kaupstaðarferð og ætluðu að fara að leggja i Siglufjarðarskarð. Þeir gengu allir á skíðum, báru byrðar á baki og notuðu einn, nokkuð langan broddstaf. Fljótamennirnir  gengu framhjá hópi unglinga úr Siglufirði, er voru að æfa sig í skíðastökki og svigi, nýmóðins listum, sem þá voru. Ég hygg, að hvorttveggja hópurinn hafi gotið hornaugum til hins.

Það var augljóst, að hér var mikil breyting á orðin. Upphaf hennar, að því er Siglufjörð snertir, má rekja til þess, að veturinn 1920 bundust nokkrir borgarar þar samtökum um að efla skíðaíþróttina og stofnuðu Skíðafélag Siglufjarðar. Skíðafélög voru þá ekki til á, Íslandi, nema  Skíðafélag Reykjavíkur, sem hafði verið stofnað árið 1914. Skíðafélag Siglufjarðar fitjaði upp á nokkrum nýjungum, en starfsemi þess var þó framan af ekki mikil. En eftir 1930 færist mikið líf í félagið, mjög fyrir forgöngu Guðmundar heitins Skarphéðinssonar.

Var þá fenginn norskur skíðakennari  til Siglufjarðar, og nú lærðu menn þar skíðaíþróttina, sem Norðmenn höfðu þróað með sér. Þetta var hin mikla breyting. Siglfirðingar tóku henni tveim höndum og með öllum þeim skaphita, sem þeim er eiginlegur. Skíðaíþróttin varð þeirra hjartans mál og hefur verið það æ síðan. Hún varð þar ekki einkamál unglinganna, heldur almennt áhugamál kvenna og karla, ungra og gamalla, metnaðarmál bæjarfélagsins. Siglfirðingar urðu beztu skíðamenn landsins, jafnvígir á allar greinar. Og nú eru Fljótamenn einnig búnir að ná sér á strik.

Í Fljótum eru nú ýmsir af fremstu skíðamönnum landsins.
Því er þetta rakið  hér, að meðal hinna áhugasömustu forystumanna um þessi " mál á Siglufirði var Einar. Kristjánsson. Hann var formaður Skíðafélags Siglufjarðar í meira en áratug, þar til árið 1948 er hann fluttist til Akureyrar. Félagið átti þá blómaskeið og Einar starfaði með lífi og sál að málefnum þess og skíðaíþróttarinnar á Siglufirði.

Væri vel, ef saga þessara ára á Siglufirði. yrði skráð norður þar, á meðan, þeirra manna nýtur enn við, sem; hana muna. Skömmu eftir að Einar, Kristjánsson flutti til Akureyrar, var hann kjörinn í stjórni Íþrótta bandalags Akureyrar.  Hann gegndi ýmsum störfum fyrir það meðan hann bjó á Akureyri. 

Árið 1946 var Skíðasamband Íslands stofnað í Reykjavík. Var Einar Kristjánsson kjörinn í fyrstu stjórn þess með búsetu á Siglufirði. En árið 1950 fluttist aðsetur Skíðasambandsins frá Reykjavik til Akureyrar og var þá Einar kjörinn formaður þess Því starfi gegndi hann til ársins; 1956. Í störfum sínum fyrir Skíðasambandið naut Einar góðrar þekkingar sinnar á málefnum skíðaíþróttarinnar og íþróttar mála almennt.

Slík stjórnarstörf eru að mestu leyti unnin í kyrrþey, þau láta oft "lítið'' yfir sér og má kallast gott, þegar þeim er ekki tekið með vanþökk.  En störf Einars voru metin vel, allir sem þar komu nærri, þekktu áhuga hans og góðvild. Þegar hann lét af formennsku Skíðasambandsins var hann kjörinn heiðursfélagi þess.

Það lætur að líkum, af því sem hér hefur verið sagt, að Einar Kristjánsson var mikill áhugamaður og atorkumaður um hugðarefni sín og hin fjölmörgu trúnaðarstörf, sem honum voru falin, bera vott um það traust, sem samstarfsmenn og félagar báru til hans. Nú er liðið að lokum. Skíðasamband Íslands þakkar Einari Kristjánssyni fyrir mikil og góð Störf í þágu skíðaíþróttarinnar. Ég veit að skíðamenn um land allt taka undir þá þökk. Ástvinum hans er vottuð innileg samúð.

Einar B. Pálsson