Adólf Einarsson sjómaður

Alþýðublaðið 18.02.1966

Minningarathöfn á Siglufirði -um Adólf Einarsson  Sigl. 16. feb. — Jóh. Möller.

Í DAG fór fram i Siglufjarðarkirkju minningarathöfn um Adólf Einarsson, sem út tók af vélbátnum Orra 5. febrúar síðastliðinn Adólf var fæddur hér í Siglufirði 24. júní 1910, sonur hjónanna Einars Frímannssonar og Þuríðar Jónsdóttur.

Adólf heitinn var einn af fyrstu starfsmönnum Síldarverksmiðja ríkisins hér og síðan starfsmaður hjá Síldarverksmiðjunni Rauðku. Síðustu árin stundaði hann sjósókn á vélbátum.
Fyrr á árum tók hann mikinn þátt í störfum verkalýðshreyfingarinnar hér og Alþýðuflokksins. Ennfremur var hann virkur þátttakandi í slysavarnamálum staðarins.

Adólf Einarsson var kvæntur Björg Guðmundsdóttir og eignuðust þau tvo syni.

Adólf Einarsson

Adólf Einarsson

  • Einar Adólfsson
  • Bjarki Adóldsson

Þeir eru nú búsettir fyrir sunnan. — Hann var mætur maður og góður drengur.

-----------------------------

Adólf Einarsson - Þann 16. Febrúar 1966 fór fram i Siglufjarðarkirkju

Minningarathöfn um Adólf Einarsson, sem tók út af vélbátnum Orra, 5. febrúar sI. (1966)

Adólf Einarsson var fæddur hér á Siglufirði, 24. júní 1910. Hann var einkasonur hjónanna Einars Friðfinnssonar og Þuríðar Jónasdóttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum og naut góðra foreldra, enda endurgalt hann móður sinni umhyggju hennar og ástuð, er hún var öldruð orðin.

Hann var einn af fyrstu starfsmönnum SR hér, og vann þar um margra ára skeið. Síðan gerðist hann starfsmaður hjá síldarverksmiðjunni Rauðku. Hin síðari ár var hann oft til sjós.

Adólf Einarsson var sérstaklega verkhagur maður, sem gott var að vinna með.

Auk þess var hann bráðskemmtilegur félagi, og bóngóður. Hann var listhneigður, og var m.a. teiknari góður.

Áður fyrr tók ham virkan þátt i starfi Alþýðuflokksins og jafnaðarmanna, og var ætíð góður liðsmaður  jafnaðarstefnunnar.

Eitt af fjölmörgu áhugamálum hans voru slysavarnamál. Þegar slysavarnadeildin ,,VORN" var stofnuð, aðstoðaði Adólf konurnar Við félagsstofnunina, og i þakklætisskyni fyrir þetta starf hans, gerðu þær harm að heiðursfélaga á stofnfundi deildarinnar.

Hinn 21. des. 1938 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Björg Guðmundsdóttir, og eignuðust þau tvo syni,

  • Einar Adólfsson og
  • Bjarka Adólfsson.

Við, sem áttum því láni að fagna, að vera samverkamenn Adólfs Einarssonar, söknum vinar og góðs drengs.

Eiginkonu og sonum hins látna, svo og öðrum venslamönnum, eru hér færðar dýpstu samúðarkveðjur.

Blessuð sá minning Adólfs Einarssonar.
J.G.M.
-------------------------------------

Adólf Einarsson Aðalgötu 15, lézt af slysförum, 5. febr. sl. Adólf tók út af vélbátnum Orra, á leið frá Akureyri til Siglufjarðar. Adólf var 55 ára er hann lézt.