Jóhann Þorfinnsson lögregluþjónn

Tíminn - 04. apríl 1962   MINNING:  -- 

Fyrir tæpum tveimur árum ritaði ég hér í blaðið stutta afmæliskveðju til Jóhanns Þorfinnssonar, fyrrv. lögregluþjóns í Siglufirði í tilefni af sextugsafmæli hans. Þar sagði ég m.a..:

„Jóhann Þorfinnsson ólst upp í Siglufirði á þeim tíma, sem Siglufjörður tók hvað mestum breytingum. Þó Siglufjörður væri friðsæll, lítill staður á veturna á fyrstu tugum aldarinnar gerbreytti hann um Svip á  sumrin þessi ár. Útlendingar í hundraðatali tóku sér þá bólfestu þar. Þessir „gestir" voru að sjálfsögðu velkomnir, en fóru ekki jafnan að lögum.

Fyrir því varð að ráða gott lögreglulið í Siglufirði. Til þess starfa þurfti helzt hraustmenni. Það varð því engin tilviljun, að Jóhann Þorfinnsson gerðist lögreglumaður i Siglufirði og starfaði að löggæzlumálum þar í aldarfjórðung. Jafnframt löggæzlumannsistarfinu sinnti Jóhann Þorfinns. öðru starfi, sem ég vil sérstaklega gera að umtalsefni hér.

Hann var sjálfkjörinn leiðsögumaður leitarflokka og fór hvenær sem kallað var um fjöll og fjörur Siglufjarðar og, næsta nágrennis, ef nauðleit þurfti að gera að mönnum, skepnumum eða bátum. Hann var sjálfboðaliðinn, sem jafnan var leitað til, þegar mest á reið. Sjaldnast var talað um borgun. Á þessum ferðalögum kom sér vel, að hann þekkti vel Dalatá og Sauðanes og hafði gengið á Hólshyrnu, Nesnúp og Hestfjall sér til ánægju áður fyrr.

Jóhann Þorfinnsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann Þorfinnsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Árið 1948 varð Jóhann alvarlega veikur. Það duldist engum, að hann hafði ofreynt sig og furðaði það fáa, sem fylgzt höfðu með ferli hans. Hann hafði aldrei hlíft sér. Jóhann flutti til Reykjavíkur árið 1952. Hann fékk hér vinnu sem hentaði honum, en heilsan var á bláþræði og síðustu 5 árin hefur hann ekki, vegna heilsubrests, getað sinnt neinni vinnu.

En í veikindum sínum hefur hann virzt mér hvað herðabreiðastur, sterkastur og stærstur, þrátt fyrir allt. Hann var fyrirmynd, er hann kleif fjöllin, þeystist áfram á skíðum, var forsvarsmaður björgunarleiðangra, en hann var það ekki síður nú, er hann er veikur — kvartar aldrei.

Nú er þessi dugmikli maður og góði drengur látinn, Hann andaðist að' heimili sínu, 1 Miklubraut 18, að morgni 26. marz 1962. Hans er sárt saknað, ekki eingöngu af hans nánustu, heldur öllum þeim, er höfðu af honum einhver kynni.

Jóhann Þorfinnsson var fæddur 18. júlí árið 1900 að Neðri-Skútu, austan Siglufjarðar, sonur hjónanna, sem þar bjuggu, Marzibil Ólafsdóttir og Þorfinnur Jóhannsson, skipstjóri.
Jóhann missti föður sinn, er hann var aðeins 3ja mánaða gamall.
Afi hans og amma Jóhann Þorfinnsson og Petra Jakobsdóttir, tóku hann þá til fósturs og ólu hann upp, en þau bjuggu skammt frá Neðri-Skútu.

19. apríl 1925 kvæntist Jóhann; Aðalbjörg Björnsdóttir frá Á í Unadal.

Hún flutti ung með foreldrum sinum til Siglufjarðar, frú Stefanía Jóhannesdóttir og Björn Guðmundsson.

Frú Aðalbjörg og Jóhann áttu fallegt heimili í Siglufirði, enda er frú Aðalbjörg listhneigð og hög. Í veikindum Jóhanns var hún jafnan hans hægri hönd og oft báðar.
Börn þeirra eru:

  • Sigurlaug Jóhannsdóttir, gift Skarphéðinn Björnsson, Siglufirði.
  • Þorfinnur Jóhannsson, (Bússi Jó) búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Karlsdóttur, og
  • Björn Jóhannsson, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ellen Júlíusdóttur.

Jóhann Þorfinnsson er ekki lengur meðal okkar, en meðal Siglfirðinga og annarra, sem þekktu hann, mun lengi verða minnzt karlmennsku hans og dirfsku, hjálpsemi og hjartahlýju.
Blessuð sé minning hans.

Jón Kjartansson
-----------------------------------------

Tíminn 21; júlí 1960

Sextugur: Jóhann Þorfinnsson fyrrv. lögregluþjónn á Siglufirði

Þegar ég var drengur norður á Siglufirði, þá ræddu jafnaldrar mínir og ég oft um ungan, stóran og sterkan mann, sem þar bjó, og hét; Jóhann Þorfinnsson. Okkur. fannst hann fyrirmyndar maður. Hann var manna herðabreiðastur og karlmannlegastur, lyfti þyngstu vogar lóðum með litla fingri, kleif Hafnarhyrnuna, Stráka og Snók þegar honum datt í hug og renndi sér á skíðum af Illviðrishnjúk með glæsibrag. Þessi Siglfirðingur er í dag 18. júlí 60 ára.

Hann flutti frá Siglufirði til Reykjavíkur með fjölskyldu sína fyrir 8 árum og býr nú að Miklubraut 18.
Mig langar til að senda honum litla afmæliskveðju í tilefni' dagsins, því hvort tveggja er, að hann á það inni hjá Siglfirðingum að hans sé minnst og vegna samtíðar og framtíðar á að segja frá mönnum eins og Jóhanni Þorfinnssyni. Æskuár Jóhanns voru lík æsku annarra Siglfirðinga, sem voru að alast upp nyrðra í byrjun aldarinnar. Hann fæddist 18. júlí árið 1900 að Neðri-Skútu, sem stóð austan Siglufjarðar. Foreldrar hans voru hjónin sem þar bjuggu, Marsibil Ólafsdóttir og Þorfinnur Jóhannsson skipstjóri.

Þorfinnur fórst á leið til Akureyrar er Jóhann var aðeins 3ja mánaða gamall. Hann var þá tekinn í fóstur til afa síns og ömmu, Jóhanns Þorfinns sonar og Petru Jakobsdóttur og hjá þeim ólst hann upp, en þau bjuggu skammt frá Neðri-Skútu.

Jóhann Þorfinnsson yngri fékk að erfðum kosti foreldra sinna — karlmennsku og dirfsku föður síns og hjartahlýju og góðvild móður sinnar. Móðir Jóhanns, Marsibil Ólafsdóttir, minnist ég jafn an með virðingu og þakklæti. Hún var góð kona, tíguleg og hjálpsöm svo af bar. Jóhann Þorfinnsson ólst upp á Siglufirði á þeim tíma sem Siglufjörður tók hvað mestum breytingum. Þó Siglufjörður væri friðsæll, lítill staður á veturna á fyrstu tug um aldarinnar, gerbreytti hann um svip á sumrin þessi ár.

Útlendingar í hundraða tali tóku sér þá bólfestu þar. Þessir „gestir" voru að sjálfsögðu velkomnir, en fóru ekki jafnan að lögum. Fyrir því varð að ráða gott lögreglulið á Siglufirði. Til þess starfa þurfti hraustmenni. Það var því enginn tilviljun að Jóhann Þorfinnsson gerðist lög reglumaður í Siglufirði og starfaði að löggæzlumálum þar í aldarfjórðung. Jafnframt löggæzlumannsstarfinu sinnti Jóhann Þorfinnsson öðru starfi, sem ég vil sérstaklega gera að umtalsefni hér.

Hann var sjálf kjörinn leiðsögumaður leitarflokka og fór hvenær sem kall að var um fjöll og fjörur Siglufjarðar og næsta nágrennis ef nauðleit þurfti að gera að mönnum, skepnum eða bát. Hann var sjálfboðaliðinn, sem jafnan var leitað til þegar mest á reið. Sjaldnast var talað um borgun. Á þessum ferðalögum kom sér vel að hann þekkti vel Dalatá og Sauðanes og hafði gengið á Hólshyrnu, Nesnúp og Hestfjall sér til ánægju áður fyrr.

Árið 1948 varð Jóhann alvarlega veikur. Það duldist engum að hann hefði ofreynt sig og furðaði það fáa, sem fylgzt höfðu með ferli hans. Hann hafði aldrei hlíft sér. Eins og fyrr segir fluttist hann til Reykjavíkur árið 1952. Hann fékk hér vinnu sem hentaði honum, en heilsan var farin og síðustu 5 árin hefur hann ekki getað sinnt neinni vinnu.

En í veikindum sínum hefur hann virzt mér hvað herðabreiðastur, sterkastur og stærstur, þrátt fyrir allt. Hann var fyrirmynd er hann kleif fjöllin, þeystist áfram á skíðunum, var forsvarsmaður björgunarleiðangra, en hann er það ekki síður nú, er hann veikur kvartar aldrei. En Jóhann Þorfinnsson hefur heldur ekki róið einn á báti í lífsbaráttunni.

Hann kvæntist 19. apríl 1925 Aðalbjörgu Björnsdóttur, skagfirzkri bóndadóttur frá Á í Unadal, sem flutti ung til Siglufjarðar með foreldrum sínum, sæmdarhjónunum Stefaníu Jóhannesdóttur og Birni Guðmundssyni. Frú Aðalbjörg bjó manni sínum þegar í upphafi gott og fallegt heimili, enda er hún listhneigð og hög. En hún hefur gert meira, hún hefur verið hin styrka stoð manni sínum í stormi veikinda síðustu árin, enda þótt hún vinni nú daglangt utan heimilisins. Þau frú Aðalbjörg og Jóhann eiga þrjú börn, sem öll eru uppkomin.

Eina dóttur gifta i Siglufirði og tvo sonu kvænta í Reykjavík og Hafnarfirði. Fjölmargir vina þeirra hjóna senda þeim í dag árnaðaróskir, þakkir og kveðjur | og fyrir nokkru samþykktti bæjarstjórn Siglufjarðar svohljóðandi tillögu, sem vert er að minnst sé í þessari grein:

„Bæjarstjórn samþykkir að veita Jóhanni Þorfinnssyni,; fyrrverandi lögregluþjóni kr. 30.000 heiðurslaun fyrir öll unnin störf í þágu Siglufjarðarkaupstaðar". 

Ég lýk þessum orðum með því að óska þess, að enn megi ungir klífa Siglufjarðarfjöllin líkt og Jóhann Þorfinnsson gerði um áratugi, og að þar ríki jafnan sá samhjálparhugur, sem var svo ríkur í fari Jóhanns Þorfinnssonar. Afmælisbarninu og fjölskyldu hans sendi ég innilegustu árnaðaróskir mínar og fjölskyldu minnar, með þakklæti fyrir góð og gömul kynni. Reykjavík 18. júlí 1960

Jón Kjartansson