Jónanna Aðalbjörg Björnsdóttir

Morgunblaðið - 29. september 1995

AÐALBJORG BJÖRNSDÓTTIR. Hún hét fullu nafni Jónanna Aðalbjörg Björnsdóttir, skírð í höfuðið á Jónönnu móðurömmu sinni sem fluttist vestur um haf 1880.

Aðalbjörg fæddist 21. maí 1904 á Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði og lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 23. september sl.
Foreldrar hennar voru hjónin Björn Hinrik Guðmundsson, f. 13. júlí 1865 á Hafstöðum í Vindhælishreppi, d. 7. nóv. 1947 á Siglufirði, og k.h. Stefanía Margrét Jóhannesdóttir, f. 5. ágúst 1873 á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, d. 30. jan. 1953 á Siglufirði.

Björn og Stefanía bjuggu á nokkrum stöðum í Skagafirði, en fluttu til Siglufjarðar 1915.

 • Systkini Aðalbjargar voru:
 • Sigurlaug Björnsdóttir, verkakona og vann við prjónaskap, búsett á Siglufirði, f. 21. jan. 1895 á Borgarey í Lýtingsstaðahreppi, d. 3. mars 1966 á Siglufirði, og
 • Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglufirði, f. 25. okt. 1897 í Brekkukoti fremra í Akrahreppi d 11 maí í Reykjavík.

Aðalbjörg giftist 19. apríl 1925 Jóhann Þorfinnssn, lögreglumanni, síðar bifreiðastjóra, f. 18. júlí 1900 á Siglufirði, d. 26. mars 1962 í Reykjavík.
Jóhann var sonur hjónanna Þorfinnur Jóhannsson, hákarlaformanns og bónda í Neðri-Skútu á Siglufirði, og Marsibil Ólafsdóttir.

Börn Aðalbjargar og Jóhanns:

 • Sigurlaug Jóhannsdóttir, f. 29. jan. 1927, aðstoðarbókavörður á Siglufirði, gift Skarphéðinn Björnsson;
 • Þorfinnur Jóhannsson, f. 19. apríl 1930, bifreiðastjóri í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Karlsdóttur, og
 • Björn Hinrik Jóhannsson, innflytjandi í Reykjavík, f. 9. ágúst 1935.

Þau Aðalbjörg og Jóhann fluttu búferlum frá Siglufirði til Keflavíkur 1952 og til Reykjavíkur nokkru síðar.

Útförin fer fram frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin kl. 15.00

------------------------------ 

Mjög erum tregt
tungu að hræra.
(Egill Skallagrímsson.)

Ég tek undir þessi orð eins forföður míns þegar ég kveð elskulega frænku mína og vinkonu, Aðalbjörgu Björnsdóttur, Miklubraut 18 i Reykjavík. Hún var föðursystir mín og þótt 25 ára aldursmunur væri á okkur vorum við oft spurðar að því hvort við værum systur. Við áttum báðar heima á Siglufirði og fyrstu fimm ár ævi minnar var heimili okkar í sama húsi.

Auk Aðalbjargar, Jóhanns eiginmanns hennar, og þriggja barna þeirra, Sigurlaugar, Þorfinns og Björns, bjuggu þar einnig Björn afi minn, Stefanía amma og föðursystir mín Sigurlaug eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð. Síðan flutti fjölskylda mín í nýtt hús við hliðina á eldra húsinu, þau foreldrar mínir, Pétur og Þóra, og við fjögur systkinin, Hallfríður, Stefanía, Kristín og Björn. Hjá okkur bjuggu einnig móðurforeldrar mínir í rúm 20 ár.

Við höfum sjálfsagt ekki gert okkur grein fyrir því ríkidæmi okkar að alast upp í stórfjölskyldu, með öfum og ömmum, frændum og frænkum, þetta var svo sjálfsagður hlutur í okkar lífi. Innangengt var milli húsanna og mikill samgangur við fjölskyldurnar „fyrir handan". Þegar ég var fimm ára spurði ég Aðalbjörgu, hvort ég mætti eiga dótið hennar þegar hún væri dáin, mér fannst allt svo fallegt sem í kringum hana var.

Á ég þá að deyja, spurði Aðalbjörg. Tárin létu ekki á sér standa, nei, það mátti hún ekki - aldrei. Þetta litla atvik kenndi mér að það er lífið og manneskjan sjálf sem eru okkur mikils virði, ekki forgengilegir hlutir. Aðalbjörg frænka mín var einstök kona, hún var hlédræg og ekki allra, en svo sannarlega tryggur vinur vina sinna. Þegar vinur deyr finnst sjálfsagt fleirum en mér að strengur slitni í brjósti, strengur sem aldrei hljómar aftur nema í hörpu minninganna. Og minningarnar líða um hugann hver af annarri.

Aðalbjörg hafði yndi af svo mörgu, ég man þegar þau hjónin fóru í útreiðartúra, hvað hún sat fallega í hnakknum, teinrétt í baki og alltaf fallega klædd. Það var hennar aðalsmerki, og annað atvik er mér sérstaklega minnistætt 5 því sambandi. Einn sunnudag bankaði ég upp á hjá henni og til dyra kom hún, þá fast að áttræðu, í síðum kjól með gullið sitt og á hreppi, gylltum skóm. Ég spurði hvort hún væri að fara í veislu, nei, hún var að horfa á óperu í sjónvarpinu. Þetta fannst mér frábært og finnst enn.

Aðalbjörg kenndi kjólasaum í Gagnfræðaskólanum á Siglufirði til margra ára. Hún hafði lært saumaskap í Noregi ung að árum. Ég er viss um að þær eru mér sammála stúlkurnar sem hún kenndi að betri kennara var ekki hægt að hugsa sér. Allt lék í höndunum á henni og hún var þar að auki einhver sú duglegasta kona sem ég hef kynnst, hvort sem hún fékkst við saumaeða prjónaskap, garðyrkju eða jafnvel bólstrun húsgagna.

Allt tekur enda, nú get ég ekki lengur hringt og spurt um mannlífið á Siglufirði í gamla daga, oft hafði ég langan lista af spurningum og hún gaf mér svör við flestu. Nokkrum dögum áður en hún veiktist kom hún í heimsókn til mín ásamt Stefaníu Maríu systur minni. Við áttum saman yndislega stund, skruppum í Hveragerði á málverkasýningu hjá gömlum Siglfirðingi og höfðum mikla ánægju af. Ég er þakklát fyrir þennan dag.

En nú er hún flutt og kemur ekki oftar í heimsókn, þessi elska. Fyrir hönd systkina minna og maka okkar vil ég þakka henni allar góðar samverustundir. Sérstakar kveðjur frá Stefaníu systur minni sem er erlendis og getur ekki fylgt henni. Innilegar kveðjur og þakklæti vil ég einnig flytja frá börnum okkar systkina og mökum þeirra. Ég bið góðan guð að blessa Aðalbjörgu frænku okkar og varðveita um alla eilífð. Við sendum börnum Aðalbjargar, Sigurlaugu, Þorfinni og Birni, og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur.

 • Allar stundir okkar hér
 • er mér ljúft að muna.
 • Fyllstu þakkir flyt ég þér
 • fyrir samveruna.

Hallfríður E. Pétursdóttir.
----------------------------------------- 

Gömlu Siglfirðingarnir, sem settu svip sinn á „höfuðstað síldariðnaðarins" á fyrri hluta þessarar aldar, hafa velflestir safnast til feðra sinna. Einn þeirra, Aðalbjörg Björnsdóttir, lézt 23. september síðastliðinn, háöldruð, á nítugasta og öðru aldursári.

Aðalbjörg var fædd í Viðvíkursveit í Skagafirði 21. maí 1904, en fluttist um 12 ára aldur með foreldrum og systkinum til Siglufjarðar. Þar átti hún heima fram á sjötta áratuginn. Foreldrar hennar voru Stefanía Jóhannesdóttir og Björn Hinrik Guðmundsson. Þau hjón og niðjar þeirra voru löngum kennd við bæinn Á í Unadal í Skagafirði.

Eiginmaður Aðalbjargar var Jóhann Þorfinnsson, lengi lögregluþjónn í Siglufirði, f. 1900, d. 1962. Hann var sonur Þorfinns Jóhannssonar (1873-1900), bónda og hákarlaformanns í Neðri-Skútu í Siglufirði, Þorfinnssonar (1845- 1918), bónda á Hóli í Siglufirði, Jónssonar (1805-1855), bónda á sama stað, ættaðs úr FÍjótum.

Börn þeirra hjóna eru þrjú: Sigurlaug, gift Skarphéðni Björnssyni, búsett í Siglufirði. Þorfinnur, kvæntur Ingibjörgu Jóhannsdóttur, búsett í Hafnarfirði, og Björn búsettur í Reykjavík. Systkini Aðalbjargar, Pétur og Sigurlaug, voru kunnir borgarar í Siglufirði.

Pétur Björnsson var vinsæll kaupmaður, lengi forystumaður í hreyfingu góðtemplara og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil Hann kom víða við í sögu Siglufjarðar og átti m.a. drjúgan hlut í uppbyggingu bókasafnsins þar í bæ, sem er sérlega vel úr garði gert. Sigurlaug var um langt árabil í forystusveit hvítasunnufólks á staðnum.

Aðalbjörg var ekki síður virk í siglfirzku samfélagi. Hún var lærð saumakona og lét til sín taka á þeim vettvangi. Hún var einnig um langt árabil handavinnukennari við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og miðlaði 'þar þekkingu sinni til mikils fjölda ungs fólks. Aðalbjörg var greind kona, hæglát og traust. Hún vann verk sín af alúð og samvizkusemi en tróð ekki öðrum um tær. Hún naut virðingar samborgara sinna, eins og þau systkinin frá Á öll. Siglfirðingar, heima og heiman, senda aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Fríðbjarnarson.
----------------------------------------

 • Kveðja til langömmu -
 • Ömmuljóð -
 • Litill drengur lófa strýkur
 • létt um vota móðurkinn, -
 • augun spyrja eins og myrkvuð
 • ótta og grun í fyrsta sinn:
 • Hvar er amma, hvar er amma,
 • hún sem gaf mér brosið sitt
 •  yndislega og alltaf skildi
 • ófullkomna hjalið mitt?
 • Lítill sveinn á leyndardómum
 • lífs og dauða kann ei skil:
 • hann vill bara eins og áður
 • ömmu sinnar komast til,
 • hann vill fá að hjúfra sig að
 • hennar brjósti sætt og rótt.
 • Amma er dáin - amma finnur
 • augasteininn sinn i nótt.

(Jóhannes úr Kötlum)

Þegar við fengum fréttirnar um að amma væri dáin sagði annar okkar: Það er miklu skemmtilegra að vera engill en að vera mikið veikur. Því trúum við, henni líður vel núna. Með þessu kveðjum við ömmu á Mikló.

Þórhallur og Arnór Björnssynir
------------------------------------------------------

Morgunblaðið - 06. október 1995

Aðalbjörg Björnsdóttir fæddist á Bakka í Viðvíkursveit í Skagafirði 21. maí 1904. Hún lést á Borgarspítalanum 23. september 1995 og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 29. september.

MIG langar með örfáum orðum að I minnast Aðalbjargar Björnsdóttur frá Á í Unadal. Ég átti heima hjá henni um fimm ára skeið og eignaðst vináttu hennar sem aldrei bar skugga á. Hún var falleg kona, listfeng og smekkvís svo af bar eins og heimili hennar og umhverfi allt vitnaði um.

Aðalbjörg átti lengst af heima á Siglufirði og kenndi kjólasaum við Gagnfræðaskólann þar við miklar vinsældir. Þótti nemendum hennar t.d. ómissandi að hafa hana með í skólaferðalögunum á vorin og héldu síðan sambandi við hana að skóla loknum. Margan samkvæmidkjólinn saumaði hún handa Siglfirskum konum og sáust ekki aðrir glæsilegri þótt víðar væri leitað. Aðalbjörg gat líka brugðið sé í síldargalla og ekki voru margar handfljótari við síldarkassana.

Þau Aðalbjörg og Jóhann Þorfinnsson maður hennar áttu jafnan góða hesta og ferðuðust víða, þó mest um Skagafjörð en þar voru æskustöðvar Aðalbjargar. Svo einkennilega vildi til að ég var stödd að Á í Unadal daginn sem hún veiktist og var lögð inn á Borgarspítalann þar sem hún andaðist eftir stutta legu.

Fallegi dalurinn hennar skartaði sínu fegursta þennan dag og mér fannst ég fínna nálægð hennar. Ég minnist hennar með þakklæti og virðingu.

Margrét Jónsdóttir.