Valbjörn Júlíus Þorláksson

Morgunblaðið 11. desember 2009  +| Minningargreinar

Valbjörn Þorláksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 3. desember 2009.

Foreldrar hans eru Ásta Júlíusdóttir fædd á Valabjörgum í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, árið 1900, d. 1970, og Þorlákur Anton Þorkelsson, fæddur á Húnsstöðum í Stíflu, Skagafirði árið 1897, d. 1980.

Hálfsystkini Valbjarnar sammæðra eru

 • Unnur Sigurðardóttir, f. 1919, d. 2000,
 • Brynhildur Olgeirsdóttir, f. 1921,
 • Stella Erna Hansen, f. 1923, d. 1931 og
 • Reinharð V. Sigurðsson, f. 1927.
 • Alsystkini Valbjarnar eru:

 • Stella Borgþóra Þorlásdóttir, f. 1931,
 • Sigurður Þorkell Zetó Þorláksson, f. 1930, d. 2009,
 • Anna Sigríður Þorláksdótti, f. 1937, d. 2006,
 • Hanna Sólveig Þorláksdóttir, f. 1937, d. 1995 og
 • Páll Róbert Þorláksson, f. 1943.
Valbjörn Þorláksson - ókunnur ljósmyndari

Valbjörn Þorláksson - ókunnur ljósmyndari

Börn Valbjarnar eru:

 • 1) Magnús Valur Albertsson, f. 1954, ættleiddur, móðir Þóra Filippía Árnadóttir, maki Guðný Guðmundsdóttir, börn: a) Albert Þór, maki Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, börn: Daniel Victor og Magnús Valur. b) Berglind, maki Valdimar Þór Svavarsson, barn: Guðni Þór. c) Sigrún Ýr, maki Gunnar Rafn Borgþórsson, börn: Embla Dís og Borgþór. d) Magnús Árni.

 • 2) Bryndís, f. 1957, móðir Guðlaug Gunnarsdóttir, maki Gunnar R. Gunnarsson.

 • 3) Hrafnhildur Hákonardóttir, f. 1959, ættleidd, móðir Þorgerður Rósa Sigurðardóttir, maki Gunnar Kvaran, börn: Hildur, Sigurður Þór og Rósa Sigurðarbörn.

 • 4) Ástríður Sigríður, f. 1960, móðir Guðrún Sigurðardóttir, d. 1994, maki Árni Ingi Garðarsson, börn: Sigurður Andri og Elín Bríta Sigvaldabörn.
 • 5) Guðrún Linda, f. 1969, móðir Sigríður Bachmann Egilsdóttir, maki Friðgeir Guðmundsson, börn: Gísli Þór, Sigríður Erla og Páll Ingi.

 • 6) Herdís, f. 1972, móðir Halla Guðrún Ingibergsdóttir, maki Lúðvík Guðjónsson, börn: Dimmey Rós og Daníel Hallur.

Valbjörn ólst upp á Siglufirði fram að unglingsárum er fjölskyldan flutti til Keflavíkur.
Hann stundaði frjálsíþróttir meira og minna alla sína ævi, æfði hjá ÍR, Ármanni og KR og hafði þá skoðun að íþróttamenn ættu að keppa fyrir þau félög sem besta aðstöðu veita.

Valbjörn var einn fremsti íþróttamaður Íslendinga á liðinni öld í tugþraut og sérstaklega stangarstökki, en þess má geta að fyrstu stöngina sína tálgaði hann úr árarblaði.

Valbjörn var kosinn íþróttamaður ársins árin 1959 og 1965, sama ár og hann varð Norðurlandameistari í tugþraut.
Hann tók þátt í þrennum Ólympíuleikum, Róm 1960, Tókýó 1964 og Mexíkó 1968.

Í mörg ár var Valbjörn þjálfari af hugsjón hjá Ármanni og KR og var vinsæll og dáður af ungu kynslóðinni. Valbjörn starfaði í Sundhöll Reykjavíkur og rak Mini-golfvöll á Skólavörðustíg á sínum yngri árum.
Hann starfaði einnig á Laugardalsvellinum áratugum saman og er Valbjarnarvöllur nefndur eftir honum.
Það var gert eftir að hann varð heimsmeistari í flokki öldunga í tugþraut í Hannover í Þýskalandi árið 1979, þá 45 ára að aldri.

Útför Valbjarnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 11. desember, og hefst athöfnin kl. 11.
----------------------------------------

Minningar streyma fram þegar ég minnist góðs látins íþróttafélaga til áratuga, Valbjörns J. Þorlákssonar stangarstökkvara og tugþrautarkappa.

Hann fæddist á Siglufirði. Þaðan bárust sögur af ungum og efnilegum íþróttamönnum s.s. séra Braga Friðrikssyni sem tók sveinamet af sjálfum Gunnari Huseby og þar var Friðleifur Stefánsson, síðar tannlæknir, sem fylgdi Vilhjálmi Einarssyni eftir í þrístökkinu framan af. Og þarna var Valbjörn en hann hélt áfram, fluttist suður til Keflavíkur.

Þar hóf hann að æfa frjálsar íþróttir, einkum stangarstökk. Framfarir hans urðu skjótar.

Árið 1957 bætti hann stangarstökksmet Torfa Bryngeirssonar sem var eitt hið besta í Evrópu á sínum tíma.
Hæst stökk Valbjörn 4,50 m árið 1961 en heimsmetið var þá 4,80 m. Það frábæra afrek vann hann á stálstöng.
Upp frá þessu fóru að koma trefjastangir sem þeyttu mönnum upp og yfir rána og þá fóru að koma þykkar lendingardýnur í stað sandhrúgu til að lenda í og atrennubrautir úr gerviefnum. Við þetta gjörbreyttust öll afrek.

Árið 1962 bætti Valbjörn frægt met Arnar Clausen í tugþraut en Örn var á sinni tíð (1949-1951) einn þriggja bestu tugþrautarmanna í heimi. Met Arnar var þá Norðurlandamet.

Árið 1965 varð Valbjörn Norðurlandameistari í tugþraut. Tvívegis var hann kjörinn íþróttamaður ársins þ.e. 1959 og 1965.

Síðar varð hann heimsmeistari öldunga. Ótal sinnum keppti hann á alþjóðlegum stórmótum og sigraði margsinnis sem og í landskeppnum. Íþróttaiðkun og keppni hélt hann áfram laust fram yfir sl. aldamót. Fullyrða má að enginn hafi oftar orðið Íslandsmeistari en hann, að líkindum eitthvað á annað hundrað sinnum.

Ég minnist áranna með Valbirni með hlýju. Við æfðum og kepptum saman utanlands og innan í áratugi.
Af hans hálfu var aldrei neinn hávaði. Eina vesenið í kringum hann var þegar verið var að þvælast um með stöngina hans, nær 6 metra langa, á milli staða erlendis í flugvélum, lestum og leigubílum.
Fyrir kom þegar verst lét að maður hugsaði, af hverju velur maðurinn sér ekki aðra keppnisgrein?
Þegar allt var svo í höfn var öllu slegið upp í hlátur og grín, en slíkur andi var jafnan ríkjandi meðal frjálsíþróttamanna og er vonandi enn.

Valbjörn var áhugasamur um sólböð. Þá var hann kvennagull. Það þótti honum ekki verra. Minnisstætt er það frá aðstöðuleysinu fyrrum daga þegar opnaður var gluggi á gafli ÍR-hússins til þess að reka stangarendann út um svo fengist lengri atrenna.

Þá kom nýtt met 3,90 m. Þessi mikli keppnismaður átti við vanheilsu að stríða allra síðustu árin og nú er hann allur.

Eftir standa góðar minningar um frábæran íþróttamann og góðan félaga. Hafðu þökk fyrir samveruna. Það veit ég að ég mæli fyrir hönd ÍR-inga og annarra frjálsíþróttamanna.

Blessuð sé minning þín.  Jón Þórður Ólafsson
----------------------------------------------

Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Fallinn er frá einhver mesti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar. Valbjörn Þorláksson var í hópi fjölhæfustu íþróttamanna Evrópu í stangarstökki og tugþraut, og keppti fyrir Íslands hönd á þrennum Ólympíuleikum, í Róm 1960, í Tókyó 1964 og Mexíkó 1968.

Valbjörn náði einnig þeim árangri að verða Norðurlandameistari í tugþraut, auk þess að ná þeim merka áfanga að vera kjörinn Íþróttamaður ársins tvisvar, árin 1959 og 1965. Raunar er ekki síður athyglisvert að hann átti eitt af sex efstu sætunum í því kjöri fyrstu tíu árin sem viðurkenningin var veitt.

Afreksferill Valbjörns var lengri en hefðbundið má teljast, og sem slíkur fyrirmynd þess að viðhalda líkamlegu atgervi.

Hann varð heimsmeistari í flokki öldunga, sem segir meira en margt annað um langan og gæfuríkan íþróttaferil. Í kjölfar þess afreks var nefndur eftir honum keppnisvöllur í Laugardal honum til heiðurs, en hann hafði starfað um áratugaskeið í Laugardalnum í nánum tengslum við þær íþróttir sem höfðu staðið honum nærri.Valbjörn var glæsilegur íþróttamaður sem íslensk íþróttahreyfing horfir nú á bak með söknuði.

Fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sendi ég aðstandendum samúðarkveðjur.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ.
---------------------------------------------------

Valbjörn Þorláksson var góður félagi og vinsæll íþróttamaður, innan vallar sem utan. Á sjötta áratugnum var stangarstökkið hans aðalgrein og var hann í hópi ÍR-inga sem náðu góðum árangri á alþjóðamælikvarða á þeim árum. Einn félagi hans úr ÍR og íslenska landsliðinu, Kristján Jóhannsson langhlaupari, skrifaði um Valbjörn í bók sinni Fimmtán íþróttastjörnur.

Þar segir frá keppnisferðum um Evrópu þar sem Valbjörn var jafnan í fremstu röð.
Í keppni á Stockholms Stadion hafði Vilhjálmur Einarsson sigrað í þrístökkinu og nú var komið að stangarstökkinu þar sem bestu Svíarnir og sterkur Bandaríkjamaður voru meðal keppenda.

„Ég fylgi Valbirni eftir með augunum, þar sem hann gengur meðfram atrennubrautinni með stöngina í annarri hendi. Vöðvarnir hnyklast undir sólbrenndri húðinni. Hér vinna saman kraftur og mýkt.

Þarna fer „hinn gríðarsterki Íslendingur“ eins og einn blaðamaðurinn í Stokkhólmi hafði skrifað daginn áður. Allra augu mæna á Valbjörn. Guðmundur Þórarinsson þjálfari hans kallar:
„Já, bara ákveðinn“. Piltur kinkar kolli, mundar stöngina, lítur fram á brautina, bíður augnablik, en hleypur síðan af stað, léttum, fjaðurmögnuðum skrefum. Atrennuhraðinn vex og á hárréttu augnabliki stingst endi stangarinnar í kassann.

Á fáum sekúndubrotum gerist margt. Líkaminn sveiflast upp, sveigður í boga. Þá kemur snúningurinn, stökkvarinn stendur næstum því á höndum og fæturnir vísa hátt upp og yfir slána. Nú spyrnir Valbjörn við stönginni af öllu afli, fæturnir taka að falla niður og líkaminn er í bogmyndaðri stellingu yfir slánni; þetta er hættulegasta augnablik stökksins.

Skyldi Valbjörn rífa með sér slána? Nei, hann sleppur – fellur niður í mjúkt sagið – stöngin fer sína réttu leið, en ráin er kyrr og það glampar á hana í kvöldsólinni. Fagnaðaróp kveða við frá áhorfendum, en við strákarnir hlaupum til Valbjarnar og óskum honum til hamingju.

Drengurinn er hinn rólegasti, slær öllu upp í grín, en við vitum, að undir niðri er hann innilega glaður yfir hinu nýja Íslandsmeti.

Útlendingarnir komast ekki yfir þessa hæð (4,40) og litlu síðar stendur Valbjörn á hæsta verðlaunapallinum og hlýtur mikið lófatak frá hinum sænsku áhorfendum.“

Valbjörn keppti síðar fyrir Ármann og KR en átti góða félaga í öllum félögum. Við ÍR-ingar erum stoltir yfir afrekum Valbjörns sem ÍR-ings og þökkum hinar fjölmörgu góðu stundir sem við áttum með þessum fjölhæfa íþróttamanni. Blessuð sé minning hans.

Fyrir hönd Frjálsíþróttadeildar ÍR,  Gunnar Páll Jóakimsson.
----------------------------------------- 

Valbjörn J. Þorláksson 

Valbjörn J. Þorláksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 3. desember 2009.

Útför Valbjarnar fór fram frá Fossvogskirkju 11. desember 2009.

Um haustið 1976 vorum við, ég og bekkjarsystir mín í Langholtsskóla, sendar niður í Laugardal til að prófa frjálsar íþróttir. Inniæfingar voru þá að hefjast inni í Baldurshaga og þegar við mættum var KR æfing.

Brúnn, spengilegur miðaldra maður skokkaði tígulega í litla hringi á brautinni, mér þótti þetta undarlegur maður. Valbjörn fór strax að láta okkur hlaupa og sprikla.
Þetta voru aðrir tímar en nú eru. Fæstir frjálsíþróttaþjálfarar voru með menntun í þjálfunar eða uppeldisfræðum. Oftar voru menn drifnir áfram af metnaði og áhuga og unnu við þjálfun með annarri vinnu.

Ég hætti fljótt að mæta á þessar æfingar en Valli þóttist sjá einhverja hæfileika fara þar til spillis og þvældi mér aftur til æfinga. Hann var með endalausan metnað fyrir hönd þeirra sem hann var að aðstoða. Hann nefndi tíma og tölur sem manni fannst út í hött en fór svo að trúa sjálfur á þessi markmið. Og þegar bætingu var náð var enginn eins glaður og Valli.

Það var oft mikið fjör í Baldurshaga. Valla var einstaklega lagið að etja fólki saman í keppni og skapa stemmningu og stundum var allt á suðupunkti. Startblokkum raðað á allar brautir, stelpurnar fengu að byrja aðeins framar, viðbúin, tilbúin og skotið reið af og enginn vildi verða síðastur. Keppnisandinn var í algleymingi enda sagði Valli oft „þú átt að æfa það sem þú keppir í“.

Það er ekki sjálfgefið að góðir íþróttamenn geti orðið góðir þjálfarar, en Valbirni var einkar lagið að leiðbeina í tæknigreinum. Hann hafði mjög gott auga fyrir því sem mátti betur fara og byggði þar á miklu innsæi og langri reynslu sem afreksíþróttamaður.

Valli var nokkuð hugmyndaríkur þegar kom að æfingum og örugglega nokkuð framúrstefnulegur á þessum árum. Hann lét mig t.d. stundum hlaupa í þyngdarvesti, jafnvel yfir grindur. Brautin í Baldurshaga var þá ekki nema um 50m og engin 200m innanhúsbraut til á þessum tíma. Þá var bara hlaupið fram og til baka með viðeigandi skellum í veggina sitt hvorum megin.

Stundum neyddi Valli mig til að hlaupa hraðar með því að hlaupa með mér, grípa heljartaki í peysubakið og ýta mér áfram. Ég hef ekki séð neinn þjálfara leika þetta eftir enda komst hann í hörkuform á þessu kallinn. Það var líka um þetta leyti (1979) sem hann setti heimsmet öldunga í 110m grindahlaupi.

Hann lagði líka mikla áherslu á lyftingar á þessum tíma og það var oft mikið fjör í lyftingaklefanum. Mér er minnisstætt þegar bekkpressubekkurinn var notaður á þann óhefðbundna hátt að hoppað var yfir hann með stöng og lóð á bakinu. Þetta var mjög góð æfing fyrir sprengikraftinn og fyrir mann sem hafði lyft sér 4m uppí loft með stálstöng og lent í sandbing ekki mikið mál.

Tilviljun réð því að ég hóf að æfa frjálsar íþróttir með KR en þar kynntist ég hinu jákvæða og hvetjandi viðhorfi Valbjörns sem hafði bætandi áhrif á mig sem íþróttamann. Það þýddi sko ekkert væl, fram með kassann, upp á tærnar og taka svo almennilega á því! Þannig var Valli.

Aðstandendum votta ég samúð. Helga Halldórsdóttir.
-----------------------------------------------

Kveðja frá Knattspyrnusambandi Íslands

Oft hafa vegir knattspyrnunnar og frjálsra íþrótta legið saman. Það var raunin í vini okkar Valbirni Þorlákssyni, sem við kveðjum í dag hinsta sinni. Valbjörn iðkaði knattspyrnu á unga aldri en varð síðar landsþekktur afreksmaður í frjálsum íþróttum. Margir knattspyrnumenn, sem leikið hafa á Valbjarnarvelli, en sá völlur er nefndur í höfuðið á honum, kynntust honum sem starfsmanni Laugardalsvallar til fjölda ára.

Valbjörn sinnti störfum sínum á Laugardalsvelli af einstakri lipurð og vildi greiða götu allra sem þar komu. Hann var áreiðanlegur og hvers manns hugljúfi, í raun hreint og klárt góðmenni. Frá árinu 1997 hefur KSÍ borið ábyrgð á rekstri Laugardalsvallar og varð Valbjörn þá starfsmaður KSÍ. Leysti hann störf sín þar af hendi með prýði, var vel metinn sem starfsmaður og félagi.

Fjölskyldu Valbjörns sendum við innilegar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin íþrótta og afreka.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
-----------------------------------------

Valbjörn J. Þorláksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 3. desember 2009.

Foreldrar hans eru Ásta Júlíusdóttir fædd á Valabjörgum í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, árið 1900, d. 1970, og Þorlákur Anton Þorkelsson, fæddur á Húnsstöðum í Stíflu, Skagafirði árið 1897, d. 1980.

Hálfsystkini Valbjarnar sammæðra eru

 • Unnur Sigurðardóttir, f. 1919, d. 2000,
 • Brynhildur Olgeirsdóttir, f. 1921,
 • Stella Erna Hansen, f. 1923, d. 1931 og
 • Reinharð V. Sigurðsson, f. 1927.
 • Alsystkini Valbjarnar eru
 • Stella Borgþóra, f. 1931,
 • Sigurður Þorkell Zetó, f. 1930, d. 2009,
 • Anna Sigríður, f. 1937, d. 2006,
 • Hanna Sólveig, f. 1937, d. 1995 og
 • Páll Róbert, f. 1943.
 • Börn Valbjarnar eru:
 • 1) Magnús Valur Albertsson, f. 1954, ættleiddur, móðir Þóra Filippía Árnadóttir, maki Guðný Guðmundsdóttir, börn: a) Albert Þór, maki Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, börn: Daniel Victor og Magnús Valur. b) Berglind, maki Valdimar Þór Svavarsson, barn: Guðni Þór. c) Sigrún Ýr, maki Gunnar Rafn Borgþórsson, börn: Embla Dís og Borgþór. d) Magnús Árni.
 • 2) Bryndís, f. 1957, móðir Guðlaug Gunnarsdóttir, maki Gunnar R. Gunnarsson.
 • 3) Hrafnhildur Hákonardóttir, f. 1959, ættleidd, móðir Þorgerður Rósa Sigurðardóttir, maki Gunnar Kvaran, börn: Hildur, Sigurður Þór og Rósa Sigurðarbörn.
 • 4) Ástríður Sigríður, f. 1960, móðir Guðrún Sigurðardóttir, d. 1994, maki Árni Ingi Garðarsson, börn: Sigurður Andri og Elín Bríta Sigvaldabörn.
 • 5) Guðrún Linda, f. 1969, móðir Sigríður Bachmann Egilsdóttir, maki Friðgeir Guðmundsson, börn: Gísli Þór, Sigríður Erla og Páll Ingi.
 • 6) Herdís, f. 1972, móðir Halla Guðrún Ingibergsdóttir, maki Lúðvík Guðjónsson, börn: Dimmey Rós og Daníel Hallur.

Valbjörn ólst upp á Siglufirði fram að unglingsárum er fjölskyldan flutti til Keflavíkur. Hann stundaði frjálsíþróttir meira og minna alla sína ævi, æfði hjá ÍR, Ármanni og KR og hafði þá skoðun að íþróttamenn ættu að keppa fyrir þau félög sem besta aðstöðu veita.

Valbjörn var einn fremsti íþróttamaður Íslendinga á liðinni öld í tugþraut og sérstaklega stangarstökki, en þess má geta að fyrstu stöngina sína tálgaði hann úr árarblaði. Valbjörn var kosinn íþróttamaður ársins árin 1959 og 1965, sama ár og hann varð Norðurlandameistari í tugþraut.

Hann tók þátt í þrennum Ólympíuleikum, Róm 1960, Tókýó 1964 og Mexíkó 1968. Í mörg ár var Valbjörn þjálfari af hugsjón hjá Ármanni og KR og var vinsæll og dáður af ungu kynslóðinni. Valbjörn starfaði í Sundhöll Reykjavíkur og rak Mini-golfvöll á Skólavörðustíg á sínum yngri árum. Hann starfaði einnig á Laugardalsvellinum áratugum saman og er Valbjarnarvöllur nefndur eftir honum. Það var gert eftir að hann varð heimsmeistari í flokki öldunga í tugþraut í Hannover í Þýskalandi árið 1979, þá 45 ára að aldri. Útför Valbjarnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 11. desember, og hefst athöfnin kl. 11.
------------------------------

Síðbúin kveðja.

Valli hefur nú þreytt sína síðustu og vafalaust erfiðustu þraut, og sennilega án þessa að kvarta. Hann kvartaði aldrei svo ég heyrði. Eftir að hafa keppt gegn honum margsinnis í fimmtar- og tugþraut vissi ég, að hann kveið alltaf síðustu greininni: 1500 m hlaupi, nú er þeim kvíða lokið.

Fyrst sá ég Valbjörn á drengja- eða unglingamóti á Hörðuvöllum í Hafnarfirði þar sem hann keppti í stangarstökki. Fór þar greinilega mikið íþróttamannsefni. Glæsilegur, sterklegur en samt léttur í spori. Seinna kepptum við saman eða gegn hvor öðrum í mörg ár.

Oft var mönnum heitt í hamsi af ýmsum ástæðum á Melavellinum heitnum, oft mikið kvartað og eða rifist. Nær allir nema Valbjörn. Aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði til eða um einhvern annan.

Eftir að hafa kynnst aðstæðum erlendis og kunnáttu þjálfara er ég þess fullviss, að Valbjörn hefði getað náð heimsklassa en ekki bara Evrópuklassa.

Aðstæður hér voru ömurlegar. T.d. vissi maður varla hvort Valli kæmi niður úr hæstu stökkunum í gamla ÍR-húsinu eða hvort hann héngi á einhverjum hanabjálkanum þar.

Fyrir nokkrum árum kom ég í heimsókn hingað frá Noregi, þar sem ég bjó þá og hitti þá Valbjörn. Gamla fjaðurmagnaða göngulagið var horfið, mér brá.

Nú fyrir u.þ.b. 2 árum sá ég hann aftur. Fór þá ekki á milli mála, að hann var orðinn fangi í sínum sjúkdómi. Engu var unnt að breyta.

Með ánægju minnist ég margra gamalla og góðra stunda með vel gefnum íþróttamanni til líkama og sálar, en söknuðurinn eftir góðum félaga er aldrei langt undan.

Far í friði vinur. Páll Eiríksson.
-----------------------------------------------------
Tenglar: http://www.sk2102.com/437046478  + http://www.sk2102.com/ víða þar er hans getið  (leitarvélin á forsíðu)
-------------------------------------------------------- 

Valbjörn J. Þorláksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, 3. desember 2009.

Foreldrar hans eru Ásta Júlíusdóttir fædd á Valabjörgum í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, árið 1900, d. 1970, og Þorlákur Anton Þorkelsson, fæddur á Húnsstöðum í Stíflu, Skagafirði árið 1897, d. 1980.

Hálfsystkini Valbjarnar sammæðra eru

 • Unnur Sigurðardóttir, f. 1919, d. 2000,
 • Brynhildur Olgeirsdóttir, f. 1921,
 • Stella Erna Hansen, f. 1923, d. 1931 og
 • Reinharð V. Sigurðsson, f. 1927.

Alsystkini Valbjarnar eru

 • Sigurður Þorkell Zetó, f. 1930, d. 2009,
 • Stella Borgþóra, f. 1931,
 • Anna Sigríður, f. 1937, d. 2006,
 • Hanna Sólveig, f. 1937, d. 1995 og
 • Páll Róbert, f. 1943. 

Börn Valbjarnar eru:

1) Magnús Valur Albertsson, f. 1954, ættleiddur, móðir Þóra Filippía Árnadóttir, maki Guðný Guðmundsdóttir, börn:
 • a) Albert Þór, maki Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, börn: Daniel Victor og Magnús Valur.
 • b) Berglind, maki Valdimar Þór Svavarsson, barn: Guðni Þór.
 • c) Sigrún Ýr, maki Gunnar Rafn Borgþórsson, börn: Embla Dís og Borgþór.
 • d) Magnús Árni. 

2) Bryndís, f. 1957, móðir Guðlaug Gunnarsdóttir, maki Gunnar R. Gunnarsson.
 • 3) Hrafnhildur Hákonardóttir, f. 1959, ættleidd, móðir Þorgerður Rósa Sigurðardóttir, maki Gunnar Kvaran, börn: Hildur, Sigurður Þór og Rósa Sigurðarbörn.
4) Ástríður Sigríður, f. 1960, móðir Guðrún Sigurðardóttir, d. 1994, maki Árni Ingi Garðarsson, börn:
 • Sigurður Andri og
 • Elín Bríta Sigvaldabörn.


5) Guðrún Linda, f. 1969, móðir Sigríður Bachmann Egilsdóttir, maki Friðgeir Guðmundsson, börn:
 • Gísli Þór,
 • Sigríður Erla og
 • Páll Ingi.
6) Herdís, f. 1972, móðir Halla Guðrún Ingibergsdóttir, maki Lúðvík Guðjónsson,
börn:
 • Dimmey Rós og
 • Daníel Hallur.

Valbjörn ólst upp á Siglufirði fram að unglingsárum er fjölskyldan flutti til Keflavíkur. Hann stundaði frjálsíþróttir meira og minna alla sína ævi, æfði hjá ÍR, Ármanni og KR og hafði þá skoðun að íþróttamenn ættu að keppa fyrir þau félög sem besta aðstöðu veita. Valbjörn var einn fremsti íþróttamaður Íslendinga á liðinni öld í tugþraut og sérstaklega stangarstökki, en þess má geta að fyrstu stöngina sína tálgaði hann úr árarblaði.

Valbjörn var kosinn íþróttamaður ársins árin 1959 og 1965, sama ár og hann varð Norðurlandameistari í tugþraut. Hann tók þátt í þrennum Ólympíuleikum, Róm 1960, Tókýó 1964 og Mexíkó 1968. Í mörg ár var Valbjörn þjálfari af hugsjón hjá Ármanni og KR og var vinsæll og dáður af ungu kynslóðinni.

Valbjörn starfaði í Sundhöll Reykjavíkur og rak Mini-golfvöll á Skólavörðustíg á sínum yngri árum. Hann starfaði einnig á Laugardalsvellinum áratugum saman og er Valbjarnarvöllur nefndur eftir honum. Það var gert eftir að hann varð heimsmeistari í flokki öldunga í tugþraut í Hannover í Þýskalandi árið 1979, þá 45 ára að aldri.