Kristján Sæby beykir

MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 - Mining:  

Kristján Sæby. Fæðingardagur: 16-09-1888 -  Dánardagur: 19-03-1968
 

Það mun hafa verið kringum 1888 að hingað til Siglufjarðar kom Andreas Christian Sæby, beykir, frá Danmörku.
Var þetta harðduglegur og að mörgu leyti sérkennilegur maður.

Hann festi hér ráð sitt og gekk að eiga Kristínu Stefánsdóttir frá Efri—Skútu en ættaðri frá Fljótum í Skagafirði.

Þau hjón eignuðust 8 börn og frá þeim er kominn mikill ættbálkur og stór, — er það allt hið mesta dugnaðar — og myndarfólk.

Af þessum 8 systkinum munu nú vera 4 á lífi, þau

Kristján Sæby

Kristján Sæby

  • Andrea, Pálína Saby,
  • Jóhanndíne Sæby og
  • Rudolf Sæby
    en 4 eru látin —
  • Ágúst,
  • Kristján,
  • Björg og
  • Vilhelm. 

Í æsku og fram eftir aldri stundaði Kristján Sæby sjómennsku og algeng verkamannsstörf, — en fyrst og fremst lagði hann fyrir sig (svo sem og bræður hans) iðn föður síns og var eftirsóttur díxilmaður vegna dugnaðar og vandvirkni.

Í mörg ár stundaði hann hákarlaveiðar og fiskiróðra á báti föður síns „Brödrene" og eru nú fáir eftir hér á Siglufirði af þeim „gömlu víkingum" sem stunduðu hákarlaveiðar í „gamla daga".

Ef einhversstaðar er til gamall manndrápsbolli, sem fyrir tugum ára stunduðu hákarlaveiðar þá er það öruggt, að í dag fæst enginn til að stunda sjósókn á þeim fleytum.

Aage Schiöth