Agnar Ingólfsson loftskeytamaður

Alþýðublaðið 3 janúar 1963

DAUÐASLYS - Það slys varð á Vopnafirði 28, desember sl., að Agnar Ingólfsson loftskeytamaður á flutningaskipið  Arnarfelli féll í sjóinn og beið bana. Sjónarvottar voru að slysinu og var Agnari þegar náð upp úr  sjónum, en lífgunartilraunir báru engan árangur. Agnar var á leið út í skip sitt á landgöngubrúnni milli skips og bryggju þegar slysið varð.

Blaðið átti í gær tal við lögreglustjórann á Vopnafirði. Hann sagði, að ekki hefðu borizt fregnir af því, hvað réttarkrufning hefði leitt í ljós, — en líkið var sent suður til krufningar. Lögreglustjórinn sagði, að ólíklegt þætti, að drukknun hefði verið dauðaorsökin því að svo skjótt hefði náðst í manninn eða á þrem mínútum. Agnar Ingólfsson var 36 ára að aldri einhleypur, en lætur eftir sig foreldra á Siglufirði.
--------------------------
Tíminn - 03. janúar 1963

Agnar Ingólfsson --Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson

Agnar Ingólfsson --Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson

DAUÐASLYS Á VOPNAFIRÐI KV-Vopnafirði, 2. janúar. Það slys varð hér á Vopnafirði á áttunda tímanum, laugardaginn 29. desember s.l. að loftskeytamaðurinn á Arnarfelli, Agnar Ingólfsson, féll í sjóinn er hann var á leið út í skipið og var örendur, er hann náðist eftir skamma stund. Arnarfellið var hér að lesta síld til útflutnings.

Skipið stóð á grunnu við bryggjuna og var fært nokkuð frá; munu hafa verið 3—4 metrar frá bryggjunni út í skipið. Lögðu skipverjar einhvers konar planka milli bryggju og skips, en notuðu ekki landganginn. Mun skipstjórinn hafa varað skipverja við og ráðlagt þeim að fara ekki milli skips og bryggju. fyrr en aðstæður bötnuðu, en þeir talið það hættulaust enda var veður gott.

Þegar Agnar heitinn var á leið um borð og var kominn rúmlega hálfa leið féll hann út af plönkunum og í sjóinn. Telja ýmsir sjónarvottar sennilegt, að Agnar heitinn hafi fengið aðsvif. Hann fór einu sinni í kaf, en náðist síðan og voru þegar hafnar lífgunartilraunir, enda var læknirinn staddur niðri á bryggju. Stóðu lífgunartilraunir yfir á fimmta tíma, en án árangurs. Flugvél sótti lík Agnars hingað austur og var það flutt til Reykjavíkur til krufningar. Agnar var 36 ára að aldri, ættaður frá Siglufirði. Hann var ókvæntur.
--------------------------------

Foreldrar Agnars voru: Ingólfur Kristjánsson tollvörður Siglufirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir
sk

Ingólfur Kristjánsson tollvörður Siglufirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir

Ingólfur Kristjánsson tollvörður Siglufirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir