Tengt Siglufirði
Andrés Þorláksson er fæddur 7. ágúst 1926.
Foreldrar hans frú Guðrún Jóhannsdóttir (nýlega látin, þegar Andrés fórst) og Þorlákur Guðmundsson, til heimil is að Hávegi 10, Siglufirði.
Í gær, þann 16., var gerð útför frú Guðrúnar og jafnframt minningarathöfn um Andrés heitinn.
Andrés var verkmaður með ágætum, sérstakt
prúðmenni og átti hlýhug allra, sem hann kynntist. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Systkinin voru 9 talsins, en bróðir hans, Pétur Þór Þorláksson, drukknaði 7. apríl
1953, og eru því eftirlifandi systkini hans 7, öll uppkomin og brennd með sama marki hagra handa og velunninna verka. S.F.
Þess var getið er tilkynnt var lát Kristjáns Ragnarssonar, að hann væri
ókvæntur, i en hann var heitbundinn; stúlku á Siglufirði.
--------------------------------------
Mjölnir - 24. apríl 1963
Minningarathöfn um Andrés Þorláksson, er tók
út af vélbátnum Hring í óveðrinu í dymbilvikunni, fór fram i Siglufjarðarkirkju sl. miðvikudag.
Sama dag fór fram útför móður hans, Guðrúnar Jóhannsdóttur.
Útför Kristjáns Ragnarssonar, er fórst um leið og Andrés, fór fram frá Siglufjarðarkirkju sl. föstudag. Mjög var fjölmennt við báðar þessar athafnir. — Mjölnir vottar aðstandendum hinna látnu innilegustu samúð.