Tengt Siglufirði
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 - Mining:
Rósa Þorsteinsdóttir Hún var Þingeyingur að ætt og fædd á Húsavík 2. júní 1879 Skömmu eftir að hún fluttist til Siglufjarðar gekk hún að eiga Anton Jóhannsson.
Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku í fóstur og ólu upp sem sitt eigið barn Erlend Stefánsson Erlendssonar frá Grundarkoti
í Héðinsfirði.
Rósa heitin var fríð kona, prúðmannleg og aðlaðandi í allri sinni látlausu framkomu. í mörg ár starfaði hún af miklum dugnaði í
stjórn kvenfélagsins „Hlíf" — enda löngu kjörin heiðursfélagi þessa ágæta félags-
Hefir félag þetta, svo sem kunnugt er, beitt sér í áratugi fyrir líknastarfsemi og átt drjúgan þátt í þeim árangri, sem náðst hefir með byggingu hins nýja sjúkrahúss hér í bæ. Rósa Þorsteinsdóttir lézt eftir allþunga sjúkdómslegu rúmum mánuði á undan manni sínum og var hér jarðsungin að viðstöddu miklu fjölmenni