Jóhann Sveinbjörnsson fyrrverandi tollvörður

Morgunblaðið - 23. mars 1968 - Minningarorð

Jóhann Sveinbjörnsson fyrrverandi tollvörður á Siglufirði andaðist að Hrafnistu hinn 8. marz 1968 og var jarðsettur frá Fossvogskirkju hinn 18. sama mánaðar.

Mig langar til að minnast þessa gamla vinar míns og sveit unga með nokkrum orðum.
Jóhann var sonur Sveinbjarnar bónda Halldórssonar að Brekku í Svarfaðardal og Anna Jóhannsdóttir kona hans.

Munu ættstofnar hans flestir eiga rætur í Svarfaðardal, og það langt aftur. en hér verður ekki nema fátt eitt tínt til af slíku. En svo að nefndir séu einhverjir frændur Jóhanns, sem mörgum eru kunnir, má geta þess, að bróðir hanns var Tryggvi Svein Björnsson sendiráðunautur í Kaupmannahöfn, en föðurbróðir þeirra bræðra var séra Zóphónías Halldórsson í Viðvík. Alvara lífsins vitjaði Jóhanns snemma.

Meðan hann var enn á barnsaldri lézt faðir hans úr haldsveiki, og varð það hlutskipti Jóhanns að vinna búi móður sinnar og síðar stjúpa, eftir að móðir hans giftist öðru sinni og þau fluttust að Selá á Árskógsströnd.

Jóhann Sveinbjörnsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann Sveinbjörnsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Á þessum árum var búskapur víðast smár, en sjórinn var bjargvætturinn, sem á var treyst, og á sjóinn lá leið Jóhanns undir eins og hann hafði burði til. Gerðist hann kornungur mikill og harðfengur sjómaður, fór í hákarlalegur, síð ar var hann á skútum, og þótti vel skipað rúm hans jafnan. Þó stóð hugur hans öðrum þræði til búskapar, og þegar hann rúmlega tvítugur giftist frændkonu sinni Sesselju Jónsdóttur frá Tjörn, settu þau saman bú, fyrst að Brekku, en síðan á Sauðanesi á Upsaströnd.

Ekki var auður í garði hjá þeim hjónum, en fjölskyldan gerðist brátt stór. Hvarf Jóhann þá að því ráði að bregða búi og gerast sjómaður á Dalvik, en þegar kona hans missti heilsuna leitaði hann með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og var þar togarasjómaður um skeið. Meginþáttaskil verða svo í lífi hans, þegar harm verður tollvörður á Siglufirði um 1930, en því starfi gegndi hann með sæmd þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir og fluttist þá aftur til Reykjavíkur og dvaldist þar það sem eftir var.

Þetta er fátækleg upptalning á nokkrum æviatriðum Jóhanns Sveinbjörnssonar. Hann fór ekki varhluta af harðri lífsbaráttu fremur en aðrir íslenzkrir alþýðumenn af hans kynslóð, og er slíkt ekki svo mjög í frásögur færandi. Hitt er fremur frásagnarvert, að Jóhann varð fyrir fleiri áföllum í einkalífi sínu en flestir menn aðrir. Kona hans dó af slysförum á bezta aldri frá börnunum hálfstálpuðum, og síðan tók raunar við hvert áfallið á fætur öðru. Mér er ekki kunnugt um neinn mann annan, sem goldið hefur annað eins afhroð í ástvinamissi og Jóhann Sveinbjörnsson.

Við lát hans eru aðeins þrjú börn hans af átta á lífi, og auk þessa féllu í valinn í kringum hann margir nákomnir frændur hans og tengdamenn í blóma lífsins, og var því líkast, sem sá mælir ætlaði aldri að verða fullur. Má sem dæmi nefna þá hörmung, þegar tveir tengdasynir hans drukknuðu ungir hvor á sínu skipi, í sama mannskaðaveðrinu.

Að öðru leyti skal þessi raunaferill ekki rakinn, enda er hans minnzt hér aðeins fyrir þá sök, að hann sýndi svo glöggt af hverjum málmi Jóhann sjálfur var gerður. Allt stóð hann af sér með dæmafárri karlmennsku. Þótt hann væri mikill tilfinningamaður, lét hann sér ekki bregða, svo að menn sæju. Hann kunni að bera harm sinn í hljóði, æðrulaus og fáorður, og halda áfram för sinni uppréttur, þegar hver hrynan var um garð gengin. Það vakti eftirtekt og aðdáun margra, hvílíkt þrek þessum manni var gefið til að þola mikla persónulega harma.

Jóhann Sveinbjörnsson var um margt eftirtektarverður persónuleiki. Hann var hár maður vexti, fríður sýnum og vörpulegur á velli. Hann var alvarlegur í bragði og rór í fasi, eflaust dulur að eðlisfari og hafði löngum fá orð um hlutina. En hann var prýðilega greindur maður og hugsaði margt, og við nánari kynningu var hann hýr og kýminn og vildi þá gjarnan ræða margt, sem fyrir hann hafi borist á lífsleiðinni.

Hann kunni frá mörgu að segja frá fyrri tíð á Norðurlandi og ritaði jafnvel nokkrar minningar sínar, og hefur sumt af því birzt á prenti. Mætti svo virðast sem hann hafi haft eðli til ritstarfa, þótt lífið byði honum ekki upp á það hlut skipti. Honum varð gott til vina, og margir munu nú minnast hans með hlýjum huga. Jóhann Sveinbjörnsson átti því hamingjuláni að fagna, að eiginkonur hans báðar reyndust honum góðir förunautar.

Sesselju kvæntist hann ungur og átti með henni hamingjuríka sambúð, þótt heilsubrestur hennar varpaði þar skugga á. Eftir lát hennar kvæntist Jóhann öðru sinni Guðný Guðmundsdóttir, og lifir hún mann sinn. Með henni fékk Jóhann styrka stoð við hlið sér, sem ekki brást honum til hinztu stundar. Þau áttu ekki börn saman, en hvort um sig átti fyrir hóp barna og barnabarna, og Guðný hafði nógu mikið hjartarúm til að fylgjast með því öllu saman, hvort sem var hans eða hennar sjálfrar.

Skylt er að þakka henni þá góðu og öruggu samfylgd, sem hún veitti Jóhanni, og þá ekki sízt er hann var mestrar hjálpar þurfi, í ellisjúkleik hans. Jóhann dvaldist að Hrafnistu síðustu árin. Vel fór á því, þar sem hann var gamall sjómaður og mundi sjómannslíf lengra aftur en flestir nú orðið. Hann varð 84 ára, fæddur 9. janúar 1884.

Kristján Eldjárn

------------------------------------------

Tíminn - 16. janúar 1964 --   Viðtal

Meðal íbúa Hrafnistu eru Jóhann Sveinbjörnsson, löngum sjómaður og bóndi og í mörg ár yfirtollvörður á Siglufirði, og síðari kona hans, Guðný Guðmundsdóttir.

Nú var ég kominn að heimsækja þau vegna þess, að Jóhann átti áttræðsafmæli og mér tjáð, að hann hefði frá einhverju frá áhugaverðu að greina.

Guðný bauð okkur að ganga í bæinn og kallaði á Jóhann, sem sat í spjalli við annan Hrafnistuíbúa í innri stofu. Þá kom Jóhann fram fyrir og mér varð starsýnt á hann, rann strax til rifja að sjá, hversu svo glæsilegt karlmenni í sjón væri orðinn fótlúinn, svo lasburða, að hann varð hálfgert að lyfta sér upp við hvert spor meðfram veggjunum.

En það er víst ekki af kyrrsetum, sem hann á orðið óhægt um gang, öðru nær. Ég þekkti ekki Jóhann áður né til hans, en hafði þó heyrt, að hann væn bróðir Tryggva Sveinbjörnssonar sendiráðsritara og leikritahöfundar, er gekk undir nafninu Tryggvi Svörfuður sem ungt skáld og greint er frá í Íslenzkum aðli. Því var það svona fyrir siðasakir, að ég spurði Jóhann, hvaðan hann væri kynjaður.

---------- Ættarsveit mín er Svarfaðardalurinn, ég er af bændafólki kominn í báðar ættir. Móðir mín hét Anna Jóhannsdóttir, en faðir minn var Sveinbjörn Halldórsson, bróðir séra Zóphóníasar svo við erum bræðrasynir  Pétur og Páll Zóphóníasar og ég, og þá kannast þú þó alltjent við. Við bræðurnir misstum föður okkar kornungir, ég var þá tíu ára, en Tryggvi aðeins tveggja. Pabbi byrjaði búskap á Brekku í Svarfaðardal og bjó þar sín fáu búskaparár. Það var smiðja úti á túninu á Brekku, pabbi var mikill hagleiksmaður, honum var nauðsyn að fást við smíðar. En þegar mamma var orðin ekkja, fluttist hún með okkur bræðurna að Selá á Árskógströnd og hún giftist síðan bóndanum þar, Sigurði Jóhannssyni. —

En ég hef heyrt, að þú hafir ungur farið að stunda sjóinn? — Jú, það var fermingarvorið mitt, ég held rúmri viku eftir ferminguna. Þá hlotnaðist mér það happ að komast á hákarlaskip, og það með sjálfum Sæmundi Sæmundssyni, þeim fræga hákarlaformanni og útvegsbónda. Það var um þrjátíu tonna skip, sem hét Hrísey, og áhöfnin var tólf manns.

Þú hefur orðið upp með þér af því, eða var það ekki fremur sjaldgæft að svo ungir strákar fengju skipsrúm á hákarlaskipi? — Víst var ég upp með mér, en ekki var það neitt einsdæmi með aldurinn. Þá var víða erfitt í búi til sjós og lands og veitti ekki af fyrirvinnunni, svo strákar voru látnir ungir í vinnu, þar sem hana var að fá, og víst var það stolt okkar að komast til sjós sem fyrst en fengu færri en vildu. Einkum þótti eftirsóknarvert að koma strák um í skipsrúm til Sæmundar, þar lærðu allir fljótt að vinna, hann var bæði aftaka duglegur og áhugasamur og nærgætinn, hafði sérstakt lag á að umgangast unglinga ekki síður en aðra. — Og vannstu lengi hjá Sæmundi? —

Ég var þrjár vertíðir með honum á Hríseyjunni. En svo vann ég aftur seinna undir hans stjórn, það var við síldveiðar í Eyjafirði, eftir að hann var hættur með Hríseyjuna. — Svo þið hafið ekki stundað síldveiðar á henni? —

Nei, aðeins hákarlaveiðar Þær byrjuðu ætíð á vorin, nánast tiltekið 10. apríl, fyrr mátti ekki byrja, og svo stóðu þær þangað til tólf vikur voru af sumri, í sláttarbyrjun.

— Stunduðuð þið ekki síldveiðar á henni? — Nei. Það voru landveiðar svokallaðar. Það var veitt í lagnet, sem lögð voru frá landi, og það er sú versta sjóvinna, sem ég hef stundað um dagana. Hún stóð á haustin og allt fram undir jól. Við urðum að fara meðfram ströndinni og fylgjast með netunum eftir að allra veðra var von, höfðum ekkert sérstakt skjól og leituðum í útihús á bæjunum, og vorum heldur illa liðnir af sumum jarðeigendum og litið á okkur eins og hálfgerða flækinga. Samt áttum við sumstaðar í got hús að venda, en það var iðulega langt á milli þeirra bæja.

— Var mikið um síldveiði þá við Eyjafjörð?

— Já. Þá var síldin farin að færast svo mikið frá austurlandinu til norðurlandsins. Og norsku síldveiðikaupmennirnir komu frá Austfjörðum og keyptu allt sem veiddist, við Eyjafjörðinn Ég man eftir, að þeir höfðu eldgamalt flutningaskip, sem hét Egill og það flutti síldina jafnharðan út, þeg3i það var búið að fylla sig.

— Fannst þér þá skemmtilegra að vera á hákarlaveiðunum

— Óneitanlega. Þær voru stundaðar á vorin, hófust tíunda apríl, fyrr máttu hákarlaskipin ekki fara út, og stóðu þangað til tólf vikur voru af sumri, er heyannir byrjuðu. — Okkur ungu mönnunum fannst oft æði spennandi á hákarlaveiðunum og helzt þegar hann fór að vaða. Það var stórskemmtileg sjón að sjá, þegar við eygðum hákarlinn í vatnsskorpunni, þá var uppi fótur og fit um borð.

— Gat ekki verið erfitt að fást við hann?

— Jú, stundum þurfti sá, sem var með vaðinn, að hafa krafta i kögglum og þó mest komið undir lagninni. Enginn á Hríseyjunni kunni það á við Sæmund, sem var bæði fágætlega vel að manni og þekkti skepnuna eins og fingurna á sér. Það var býsna skemmtilegt að vera til sjós með þeim manni og lærdómsríkt fyrir okkur strákana.

— Þú lentir einhvern tíma í sjávarháska? — O, já, og þar skall hurð nærri hælum. Það var mörgum ráðgáta að mannbjörg skyldi verða þegar kútterinn Tjörvi frá Akureyri brotnaði á Vestfjörðum vorið 1903, þegar litið er á aðstæður. Eyfirzku fiskiskipin höfðu safnast saman inn á Siglufirði og biðu byrjar í fimm sólarhringa en lögðu svo öll af stað viku af marz, aðfaranótt áttunda, í sæmilegu veðri til þorskveiða fyrir vestan land.

En ekki vorum við komnir langt, þegar hann rauk upp með norðaustan rok og byl, sneru sum skipin við, og hefðu fleiri átt að gera það, því áður en langt leið, var kom ið fárviðri, og fórust tvö skip með áhöfn, bæði frá Akureyri, Skjöldur með tólf menn, sem flestir voru úr Eyjafirði og áttu fjórir fyrir konu og börnum að sjá.

Hitt skipið hét Oak, óvenju stórt skip með nítján manna áhöfn, flestir voru úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, en sumir að sunnan og austan. — Að mörgum árum liðnum komust menn að raun um, að Skjöld hefur rekið norður í hafís og skipshöfnin hafst þar við alllengi og barizt við dauðann. — Norðmenn fundu nefnilega skipið innan um ís norður í hafi og sást, að skipsmenn höfðu brotið talsvert úr skipinu til að kynda eld með.

En það er af okkur á Tjörva að segja. að við hleyptum vestur með landinu, út með Ströndum og það tókst flestum skipunum. — Við vorum komnir fyrir Horn. þegar alda skall á skipið og brotnaði skansinn stjórnborðsmegin.  Fyrirsjáanlegt var, að skipið slyppi ekki fyrir Straumnes. og því hleypti skipstjórinn inn í Rekavík bak við Látur, lagðist þar við akkeri en það var ekki annað sýnna en skipið ætlaði að fara í sundur af veðurofsanum þar inni á víkinni.

Var þá sleppt festunum og því næst sigldi Steinn skipstjóri upp í fjöru. Var ekki hægt að afstýra því að skipið lenti í grjóti og brimofsinn óskaplegur. Einn úr okkar hópi. Eiður Benediktsson tók að sér að freista þess að komast í land í bjarghring með línu. En það mistókst hvað eftir annað, því að útsogið hreif hann alltaf með sér, svo innbyrða varð hann í hvert sinn. Loks tókst Eiði að komast í land eftir þriðju tilraun, og dró hann síðan kaðal úr skipinu, sem við hinir komumst allir á í land. Svo undarlega tókst til, að skipið hélzt heilt þangað til síðasti maður var kominn í land, en þá brotnaði það í tvennt.

Annað skip, sem strandaði í þessu veðri var Prinsessan frá Svalbarðseyri, en áhöfn bjargaðist.

— Varð ykkur ekki meint af volkinu?

 — Einn dó skömmu síðar af völdum þess, að hann hafði fengið sand í lungun á meðan hann velktist í sjónum. Annar, sextán ára piltur, missti líka heilsuna og dó nokkrum árum síðar.

— Hvað tók annars við eftir að þið komust þarna á land í þessu fárviðri?

— Við gengum heim á næsta bæ og var tekið þar tveim hönd um. En þar var setinn bekkur, þegar komnir voru til viðbótar átján skipbrotsmenn í ekki stærri húsakynni. Fórum svo yfir í Aðalvík og biðum þar í hálfan mánuð eftir farkosti, — komumst þá í kútter, sem var þar í víkinni og flutti hann okkur til Ísafjarðar. Þangað komum við auðvitað slyppir og snauðir, höfðum ekki önnur föt en þau, sem við stóðum í. —

Sýslumaður veitti okkur ágæta fyrirgreiðslu, útvegaði okkur gistingu og fékk verzlanir til að lána okkur föt, sem okkur vanhagaði um. En sýslumaður var þá sjálfur Hannes Hafstein, — þetta var síðasta sýslumannsárið hans, því árið eftir varð hann fyrsti Íslenzki ráðherrann. Ég var þrjár vikur á Ísafirði, réðist þá á skip þar, Fremad frá Akureyri og kom ekki heim fyrr en í 12. viku sumars.

Árið eftir hafði ég ekki í hyggju að ráða mig á skip, því að ég og sonur Sigurðar stjúpa míns höfðum látið smíða bát. En samt lét ég tilleiðast, réðst á skipið Henning, sem hélt vestur vorið eftir, og við lentum aftur í ofsaveðri og við hleyptum frá Strandagrunni og alla leið vestur á Patreksfjörð.

Í þessu veðri fórst Kristján og áhöfnin, tólf menn, sem allir voru úr Svarfaðardalshreppi. Hann hefur víst farizt í Djúpinu, því að nokkru eftir sigldi reykvísk skúta þar gegnum flekk af hákarlalifur. — En fórstu ekki að búa um þetta leyti? — Jú, ég fékk fyrir konu, Sesselju Jónsdóttur frá Tjörn, við byrjuðum búskap á Brekku, því ég átti part af jörðinni. Þá voru harðindi fyrir norðan,. snjór fram í fardaga. Þá komu fyrstu mótorbátarnir til Eyjafjarðar og ég varð formaður á öðrum, var síðan alltaf með bát meðan við bjuggum á Brekku, í tíu ár.

En þá fluttumst við nær sjónum, fórum að búa í Sauðanesi, nyrzta bæ á Upsaströnd. Eftir það var ég aðeins með ára bát. Það var orðið erfitt að fá fólk og eftir sex ár hætti ég búskap og fluttist inn á Dalvík, árið 1922. Þá fór að halla undan fæti. Konan missti heilsuna, svo að árið eftir varð ég að leysa upp heimilið og fara með konuna suður, þar sem hún lagðist á spítala. Sjálfur réð ég mig til sjós hér syðra og var á togurum næstu sjö árin, fram til 1930.

Þá var konan mín komin aftur það vel til heilsu, að við tókum börnin aftur til okkar, fluttumst til Siglufjarðar, þar sem ég gerðist tollþjónn. En skömmu eftir að við vorum komin aftur norður, dó konan mín.

— En börnin ykkar, hvað áttuð þið mörg börn? — Átta, en af þeim eru nú aðeins þrjú á lífi. Það rak hvert slysið og dauðsfallið annað, og hefur verið mikið um það í ættinni. Það leið fremur skammt milli þess áð ég fylgdi þeim til grafar frá Tjörn í Svarfaðardal móður minni, konu og dóttur, hún dó á Kristensi. Son missti ég í sjóinn, annar hrapaði í stiga og dóttir varð fyrir dauðaslysi úti á götu. Og tveir tengdasynir mínir fóru í sjóinn sama daginn, það var á stríðsárunum. Já, það var ekki ein báran stök. Á Siglufirði var ég ekkjumaður þangað til árið 1939, þá kvæntist ég þessari konu.

Fyrsta apríl n. k. eigum við 25 ára brúðkaupsafmæli. — Við fluttumst hingað suður sumarið 1961 og fengum inni hér í Hrafnistu fyrir rúmu ári. Við skruppum í fyrstu siglinguna til útlanda fyrir nokkrum árum. Fyrst og fremst ætlaði ég að fara að heimsækja Tryggva bróður, og auk þess átti ég mörg heimboð í Svíþjóð og Noregi hjá skipstjórum og sjómönnum, sem ég átti saman við að sælda árin, sem ég var á Siglufirði.

Konan var lengi ófáanleg til að fara þessa ferð með mér, en lét þó loks til leiðast. Og það er skemmst að segja, að hún skemmti sér svo vel í ferðinni, að hún vildi helzt leggja af stað út aftur, þegar við komum heim eftir nokkra mánuði. Við vorum einstaklega heppin með veður með Gullfossi báðar leiðir og úti var sumar og sól allan tímann, dvöldumst við nokkra daga hjá hverjum vina minna úti og hefði hver fyrir sig viljað halda okkur sumarlangt, slíkri gestrisni áttum við að fagna.

— Hvernig féll þér annars að vinna á togurum? — Það átti ekki illa við mig, ég var svo vanur þrældóminum frá fyrri tíð. Síðan hefur vinnuaðstaða togaramanna breytzt svo geysimikið til batnaðar.

— Það er aumt til þess að vita, að þessi nýju og dýru ágætisskip skuli ekki geta gegnt hlutverki sínu.

— Finnst þér ekki lífið hafa leikið þig hart? — Þrátt fyrir allt andstreymið í lífinu tel ég mig að mörgu leyti gæfumann, og það á ég mest að þakka konum mínum báðum, sem ætíð hafa reynzt mér hollvættir, þær studdu mig, þegar mest blés á móti.  
--------------------------------------------- 

Einherji - 1949

Jóhann Sveinbjörnsson tollgæslumaður varð 65 ára 9. 1949. Þann dag heimsóttu hann fjöldi gesta, vinir og kunningjar og árnuðu honum heilla. Jóhann hefur verið tollgæslumaður á Siglufirði tæp 20 ár, og mörg árin hefir hann verið yfirtollvörður. Einherji óskar afmælisbarninu til hamingju með þennan afmælisdag.
---------------------------------------------------------

Einherji - 1954

Jóhann Sveinnjörnsson, tollvörður, 70 ára.

Þann 9. þ. m. varð Jóhann Sveinbjörnsson, tollvörður, 70 ára. Þann dag heimsótti hann og konu hans, frú Guðnýju Guðmundsdóttur, fjöldi vina og vanda manna. Jóhann er fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna, sem þá bjuggu þar, Önnu Jóhannsdóttur og Sveinbjörns Halldórssonar. Voru foreldrarnir ættaðir úr, Svarfaðardal, hann frá Brekku, en hún frá Ingvörum.

Eru ættir þeirra kunnar, traustar og sterkar og koma mjög við sögu sveitarinnar. Bróðir Sveinbjörns var, meðal annars, Zóphonías Halldórsson, prestur og fræðimaður í Viðvík í Skagafirði. Jóhann ólst upp til 12 ára aldurs á Brekku, en þá var hann búinn að missa föður sinn, sem hafði verið veikur um arabil. Fluttist hann þá með móður sinni að Selá á Árskógsströnd. Ólst hann þar, upp jöfnum höndum við landbúskap og sjóvinnu.

Árið 1904 kvæntist Jóhann frændkonu sinni, Sesselju Jónsdóttur og byrjuðu þau búskap á Brekku, fæðingarbæ Jóhanns. Þar bjuggu þau til ársins 1916, að þau fluttu að Sauðanesi á Upsaströnd og bjuggu þar til ársins 1920. Það ár brugðu þau búi og fluttu til Dalvíkur. Árið 1924 fluttu þau til Reykjavíkur, meðal annars vegna vanheilsu Sesselju, sem varð að vera undir læknishendi. Þar voru þau svo til ársins 1930, að þau fluttu hingað til Siglufjarðar, er Jóhann varð tollvörður hér.

Er hann því á þessu ári búinn að vera hér tollvörður í 24 ár. Árið 1932 missti Jóhann konu sína. Höfðu þau eignast saman 8 börn, eru 5 þeirra á lífi, allt ágætir þjóðfélagsþegnar. Árið 1939 kvæntist Jóhann í annað sinn, Guðnýju Guðmundsdóttur frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, hinni ágætustu konu. Með búskapnum á Brekku og Sauðanesi stundaði Jóhann sjóróðra. Það gerði hann einnig eftir að hann fluttist til Dalvíkur. Þegar fyrstu mótorbátarnir komu laust eftir síðustu aldamót og ruddu árabátunum að nokkru úr vegi, gerðist hann formaður á mótorbát.

Var hann formaður fyrsta mótorbátsins, sem til Dalvikur kom og varð þannig með fyrstu formönnum á vélknúnum bát við Eyjafjörð, Fyrstu ár Jóhanns hér var hann eini tollvörðurinn mestan hluta ársins. Mun hann þó hafa fengið einhverja hjálp um síldveiðitímann, en hjálp þessi var samt svo ónóg, að hann þurfti, þegar mest barst að af útlendum skipum, að leggja nótt við dag til að afkasta því verki, sem fyrir var.

Hefur sá, sem þetta ritar, oft heyrt útlenda skipstjóra, sem komu hér á þessum tímum, ljúka miklu lofsorði á Jóhann fyrir hversu honum tókst, einum, að afkasta því verki, tollafgreiða tugi skipa, á tiltölulega stuttum tíma. Það kom í Jóhanns hlut, sem brautryðjanda á sviði tollgæslunnar hér, að skipuleggja starfshætti tollgæslunnar og samræma við þær aðstæður, sem hér eru.

Sömuleiðis kom það í hans hlut að útvega og sjá um, að tollgæslan fengi þá aðstöðu til varðgæslunnar, sem hún þurfti, til að vera sem starfhæfust. Hefur honum tekist þetta svo vel, að öll aðbúð og aðstaða tollgæslunnar hér er með því besta, sem þekkist utan Reykjavíkur. Mun tollgæslan búa að þessu um langan tíma og á Jóhann þakkir skilið fyrir hvernig honum hefur tekist að búa í haginn fyrir framtíðina. Jóhann Sveinbjörnsson er fyrir margra hluta sakir eftirtektarverður maður.

Hann hlaut í vöggugjöf glæsilegt útlit, góða greind, prúðmennsku svo að af ber, hlýhug og góðvild. Hafa þessi eiginleikar, ásamt fjölda annarra, aflað honum margra vina og velunnara. Öllum þykir gott að dveljast í návist hans, því hann vill öllum vel. Þrátt fyrir ástvinamissi hefur hann þó verið mikill gæfumaður. Hann á vel gefin, myndarleg börn og ágæta eiginkonu, sem er manni sínum samhent og hefur tekist með ágætum, að búa honum hið besta heimili, sem öllum, er til þekkja, þykir mikið til koma, ekki síst fyrir þá glaðværð og hlýhug, sem ávallt mætir hverjum einum, sem koma á heim til þeirra hjóna.

Það er oft sagt, að umhverfið eigi ríkan þátt í að móta manninn, ekki síst í uppvextinum. Á þetta ekki síst við um hið andlega andrúmsloft, sem umhverfið hefur að bjóða. — Jóhann Sveinbjörnsson er fæddur og uppalinn í einni frjósömustu og fegurstu sveit landsins, og hann dvelur í sömu sveit öll sín manndómsár. Hann er ungur smásveinn þegar bjarma tekur fyrir nýjum og betri degi, eftir hörðu árin um 1880. Hann er enn á unglingsárunum þegar kliður vorboðans birtist í myndun og starfi Ungmennafélaganna. Hérað hans stóð flestum öðrum héruðum framar að félagsþroska.

Allt þetta hefur orðið hinum unga sveini til meiri þroska og gefið honum óvenju gott veganesti, bjartsýni og þrautseigju, með trúna á lífið og gildi þess, Hefur þessi trú á gildi lífsins hjálpað honum til að sigrast á erfiðleikum og vonbrigðum lífsins. Ég, sem þessar línur rita, hef verið samstarfsmaður Jóhanns síðastliðin 10 ár. Tel ég mér það mikla gæfu að kynnast honum og njóta tilsagnar hans í starfi mínu. Hefur aldrei borið skugga á samstarf okkar þessi ár og ég mun ávallt minnast þessa trausta, góða drengs með virðingu og þökk. Ég óska honum, konu hans og börnum, bjartra og hlýrra daga um ófarin æfiár.
Ingólfur Kristjánsson tollvörður
------------------------------------------------

Einherji - 1962

Banaslys Hinn 11. des. 1962 lést af slysförum Jón Jóhannsson, skipstjóri, Norðurgötu 13, Siglufirði, 56 ára að aldri. Jón var skipstjóri á m.b. Særúnu frá Siglufirði. Hafði Jón farið með skipi sitt til Akureyrar til viðgerðar og var Særún þar uppi í slypp er slysið varð. Var Jón á leið upp stiga um borð í Særúnu, en féll þá niður úr stiganum og var örendur er að var komið.

Jón stundaði sjómennsku lengst af og var um mörg ár skipstjóri á mótorbátum frá Siglufirði. Hann lætur eftir sig konu: Elínu Flóventsdóttur og þrjá uppkomna syni. Jón var greindur og góðviljaður drengskaparmaður, eins og hann á kyn til. Svarfdælingur að ætt, sonur Jóhanns Sveinbjörnssonar, sem lengi var tollþjónn í Siglufirði.    

Guðný Guðmundsdóttir og Jóhann Sveinbjörnsson tolvörður-- Ljósmynd: Kristfinnur