Tengt Siglufirði
Vísir - 29. maí 1932 Fétt:
Siglufirði, 29. maí. FB. Slökkviliðið var kvatt í dag að Hafnargötu 8. Hafði kviknað þar í, er kona var að kveikja upp í eldavél. Hafði hún skvett á eldinn úr olíubrúsa, en eldurinn læsti sig í brúsann. Eldurinn varð fljótlega slökktur og skemmdist húsið lítið, en konan Sesselja að nafni, kona Jóhanns tollþjóns, brenndist allmikið, því olíubrúsinn sprakk og kviknaði í fötum hennar. Einnig brenndist maður hennar, er hann slökkti eldinn í fötum hennar. Eru þau bæði undir læknis hendi.
Siglufirði, 30. maí. FB. Sesselja Jónsdóttir, konan er brenndist í gærdag, lést í dag af brunasárunum á sjúkrahúsinu hér, en þangað var hún flutt þegar í gær. — Þegar kviknaði í olíubrúsanum, hljóp hún með hann fram ganginn og niður stigann, en þar sprakk brúsinn í höndum hennar. Logandi olían læsti sig um fötin og stóðu þau og hár konunnar í ljósum loga, þegar menn komu að. —
Dóttir Sesselju og tveir karlmenn, sem slökktu eldinn í fötum hennar, brenndust talsvert á höndum, og annar karlmannanna í andliti. Ekkert þeirra brenndist hættulega. Sesselja var um fimmtugt, mesta dugnaðarkona, og vel látin. —
Hún var gift Jóhanni Sveinbjörnssyni tollþjóni hér, bróður Tryggva sendiherraritara. Tvær dætur
þeirra eru. nú á sjúkrahúsum. — Eldurinn í húsinu varð þegar slökktur og skemmdist húsið litið, nema málning sviðnaði og gólf á ganginum
------------------------------------
Vísir - 31. maí 1932 Minning
Frú Sezelía Jónsdóttir kona Jóhanns Sveinbjörnssonar tollvarðar á Siglufirði, andaðist i gær, af afleiðingum brunaslyssins, sem getið var hér í blaðinu í gær. Hún var rétt um fimmtugt, ættuð úr Svarfaðardal og þau hjón bæði: hún dóttir Jóns Tr. Jóhannssonar frá Ingvörum og konu hans Stefaníu Hjörleifsdóttur frá Tjörn; en Jóhann maður hennar, sonur Sveinbjörns heitins Halldórssonar frá Brekku (bróður síra Zóphóníasar í Viðvík) og konu hans Önnu M. Jóhannsdóttur frá Ingvörum. Þau hjón áttu 7 börn á líf i og eitt sem dó í æsku.
Frú Sezelía var vel gefin kona, sérlega vinsæl og vel látin. Mun því margur sakna hennar og hugsa með innilegri samúð til eiginmanns henna r og barnanna , er nú syrgja ástríka konu og móður, svo og til hins aldurhnigna föður, sem hér hefir á bak að sjá elskaðri einkadóttur. Drottinn blessi minningu hennar.
Á. Jóh.