Tengt Siglufirði
Nokkur minningarorð um góðan vin:
Ásgeir Björnsson vélstjóri frá Siglunesi. Fæddur 11 nóvember 1917, d. 4 desember 1995 - Hann vann síðustu árin hjá Páli Jónssyni á trésmíðaverkstæði SR á Siglufirði sem handlangari, raunar var sama hvaða verk hann var settur í, gat hann sinnt án hnökra.
Hann var grandvar og heiðarlegur fram í fingurgóma og erfitt að fá hann til þátttöku í hrekkjum, sem algengir voru á þessum tíma hjá SR á Siglufirði.
Hann varð þó stundum sjálfur fyrir hrekkjum, sem var þó sjaldgæft þar sem hann átti það til að taka slíkt nærri sér og varð því síður fyrir hrekkjum en ella. Ég vann með honum í um 8 ár og vart betri og traustari vinnufélaga var vart hægt að hugsa sér. Stundvís og ávalt hægt að treysta honum, hann stóð við sitt.
Hann var frekar hlédrægur í nærveru þeirra sem hann ekki þekkti vel eða ekkert, en í hópi á meðal vinnufélaga sinna, þá lék hann á alls oddi. Engum vildi hann gera mein eða baktala, einn eða annan, jafn vel ekki „kjafta frá“ væri hann vitni að einhverju sem honum þótti ekki við hæfi, hrekki eða mistök félaga sinna, en var fljótur til ef á aðstoð hans þurfti að halda, bæði gagnvart vinnufélögum sem óviðkomandi.
Góður drengur í alla staði og fær um það sem hann tók að sér, eða var beðinn um.
Góður vinur undirritaðs.
Steingrímur Kristinsson