Guðlaug Sveinsdóttir

Guðlaug Sveinsdóttir fæddist á Siglufirði 16. maí 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. febrúar síðastliðinn.

Foreldrar hennar voru: Sveinn Norðmann Þorsteinsson hafnarvörður, f. 15. desember 1894, d. 7. október 1971, og Anna Guðmundsdóttir, f. 29. júlí 1901, d. 30. desember 1985.

Systkini hennar eru:

  • Jón Sveinsson, látinn,
  • Snorri Sveinsson, látinn, og
  • Magnús Sveinsson, maki Eva Sóley Rögnvaldsdóttir.

Fyrri eiginmaður Guðlaugar var Alexander Helgason, f. 11. júlí 1918, d. 22. nóvember 1972.Þau bjuggu á Vesturhúsum í Vestmannaeyjum. Guðlaug og Alexander eignuðust fjögur börn.

Þau eru:

Gulaug Sveinsdóttir - Ljósm: Kristfinnur

Gulaug Sveinsdóttir - Ljósm: Kristfinnur

  1. Guðrún, maki Gísli Guðjónsson, börn þeirra eru Guðlaug, Aldís Bára, Jóna Rún, Anna Dögg og Guðrún Björk, en hún lést af slysförum 10. ágúst 2000.
  2. Anna Ragna, sambýlismaður Lúðvík Haraldsson. Börn Önnu Rögnu af fyrra hjónabandi eru Júlía Tan og Alex Tan.
  3. Sveindís, maki Guðmundur Óskarsson, börn þeirra eru Berglind, Alexander, Hafþór og Anna Júlíana.
  4. Drengur fæddur árið 1948, lést stuttu eftir fæðingu.

Seinni maður Guðlaugar var Gunnlaugur Þorsteinsson, f. 25. febrúar 1920, d. 19. júní 1993.

Útför Guðlaugar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.