Magnús Sævar Viðarsson

Tíminn (09.03.1976)

Magnús Viðarsson — Minning Fæddur 2. desember 1953. Dáinn 7. marz 1976

Á morgun verður Magnús Sævar Viðarsson jarðaður frá Siglufjarðarkirkju. Hann fæddist 2. 12. '53 á Siglufirði, sonur Kolbrúnar Eggertsdóttur og Viðars Magnússonar, elstur fimm systkina og eini sonurinn. Þegar ég, sem þessar línur rita, minnist frænda míns, verður mér efst í huga sú hlédrægni og viðkvæmni, sem ávallt fylgdi honum. Meðan hann var smádrengur umgekkst ég hann mikið, en svo liðu árin og við hittumst þá sjaldnar.

Að lokinni skólagöngu gerði Magnús sjómennsku að aðalstarfi sínu og stundaði hana jafnan frá Siglufirði. En gömul kynni rifjuðust upp, er hann fyrir tveimur árum kom til Ólafsvíkur og gerðist skipverji á bát hjá manninum mínum, og var þá í heimili hjá okkur þann tíma Hann var ekki smádrengur lengur heldur ungur, glæsilegur maður og sérstakt snyrtimenni. En viðmótið og blíðan sú sama og fyrr.

Við áttum stundum tal saman og ræddi hann þá oft um litlu systur sinar, Þóru og Rut, með sömu umhyggju og væri hann faðir þeirra Þær missa nú mikið við fráfall hans. Kolbrún, móðir hans, sem hefur orðið fyrir miklu mótlæti, sér nú á eftir þeim, er hún gat mest stuðst við. En nú sem fyrr er hún sú duglega og sterka.

Magnús Viðarsson --- ókunnur ljósmyndari.  Eftirtaka frá mynd í ramma og lagfærð og nýr bakgrunnur (sk)

Magnús Viðarsson --- ókunnur ljósmyndari. Eftirtaka frá mynd í ramma og lagfærð og nýr bakgrunnur (sk)

Af stuttri ævi verður ekki sögð stór saga, og okkur, sem eftir stöndum, finnst forlögin hafa gripið hér inn í fyrr en skyldi. En þau verða ekki umflúin. Elsku frændi, þessi fáu kveðjuorð eru ekki allt, sem ég vildi segja, en lítil þakklætisvottur fyrir þær björtu og góðu minningar sem ég á um þig. Ég bið Guð að styrkja foreldra hans og systur og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þín.
Frænka.
---------------------------------
Magnús lést í bifreiðaslysi. Lesa ma um það HÉRNA:>  https://timarit.is/files/16698748