Kristín Helga Jóhannsdóttir

mbl.is - 15. janúar 1994 | Minningargrein

Kristín Helga Jóhannsdóttir afabörn og langafabörn.
Þegar við vorum að kveðja jólin hinn 6. janúar 1995. hringdi síminn og okkur tilkynnt lát Helgu mágkonu minnar.

Hún var fædd í Ólafsfirði 6. júlí 1909, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Jóhanns Kristinssonar.

Í byrjun aldarinnar var lífsbaráttan hörð hjá mörgum og þá einkanlega foreldrum með stóran barnahóp. Systkinin voru 12 og því þurfti hver og einn snemma að fara að vinna fyrir sér. Á unga aldri fór Helga í vistir eins og algengt var meðal ungra stúlkna. Hún var heppin með húsbændur að eigin sögn og þar naut hin fágaða framkoma hennar sín vel, svo og í framreiðslustörfum sem hún stundaði meðal annars seinna á ævinni.

Helga Jóhannsdóttir

Helga Jóhannsdóttir

Hún stundaði um tíma saumanám og vann við sauma á Sjúkrahúsi Siglufjarðar um hríð. Það var sama að hvaða verki hún gekk, alltaf var prúðmennsku, vandvirkni og sjálfsögun í fyrirrúmi. Það má ekki skilja orð mín svo að hún Helga hafi ekki getað verið kát, það gat hún svo sannarlega í góðra vina hópi og hún þurfti ekki nein örvandi efni til þess, þar sem hún var alla tíð frábitin áfengisneyslu.

Um tvítugsaldurinn gekk hún að eiga Bjarni Júlíus Ólafsson frá Vestmannaeyjum, sem nú er látinn.
Þau eignuðust fimm börn, eitt dó í æsku en fjögur komust til fullorðinsára. Elst þeirra var

 • Ásta Bjarnadóttir sem er látin,
 • Hörður Bjarnason,
 • Svala Bjarnadóttir og
 • Ólafur Bjrnason.

Heimili Helgu og Júlla var hlýlegt og fallegt, snyrtimennskan 5 fyrirrúmi hvert sem litið var. Andblærinn var slíkur að maður komst alltaf í hátíðarskap. Á æskuheimili Helgu var mikið sungið, þar sem foreldrarnir og systkinin voru mjög söngelsk. Helga söng í kirkjukór Siglufjarðar um árabil, hún kunni mikið af sálmum, þulum og ljóðum og hafði gaman af að hlusta og tala um söng og söngvara, sem hún þekkti marga af röddinni.

Eitt af stóru áföllum hennar í lífinu var að missa svo sjónina að geta ekki lesið. Alla tíð hafði hún lesið mikið á íslensku og Norðurlandamálum, enda var hún margfróð og sjálfmenntuð. En hún missti ekki móðinn, heldur skerpti heyrnina, hlustaði mikið á útvarp og snældur blindrabókasafnsins. Fróðleikur hennar og einstakt minni kom sér vel, sérstaklega í sambandi við ættfræði og gamla tíma.

Það var viðkvæði á okkar heimili ef að við vissum ekki eitthvað gamalt: „Við spyrjum bara Helgu, hún man það." Og ekki var komið að tómum kofunum, alltaf fengum við skýringar og fróðleik sem var einstakur, því að hún hafði lifað umbrótatíma með þjóð sinni og lagði metnað sinn í að muna allt sem hún heyrði og sá. Hún „Helga frænka" eins og hún var alltaf kölluð af börnum okkar var einstaklega barnelsk og gaf sér alltaf tíma til að tala við litla frændur og frænkur, eins og sína eigin afkomendur.

Ég get ekki lokið þessum fátæklegu orðum án þess að minnast þess hve hún var heppin að njóta einstakrar umönnunar Svölu dóttur sinnar að öllum öðrum ólöstuðum. Svala sýndi móður sinni svo einstaka hlýju og ræktarsemi, að okkur öllum og þá ekki síst yngra fólkinu ætti að skiljast hve samtakamáttur fjölskyldunnar er mikilvægur nú á nýbyrjuðu ári fjölskyldunnar. Elsku Helga frænka, ég og fjölskylda mín kveðjum þig með þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur í gegnum árin. Við vottum fjölskyldu þinni samúð okkar. Guð blessi minninguna.

Valey Jónasdóttir.  
-----------------------------------------------------------

Systkini Helgu Jóhannsdóttur

 • Vilhjálmur Jóhannsson, f. 1902, látinn. Sonur Jóhanns
  Börn þeirra Sigríðar og Jóhanns og Sigríðar
 • Magnúsína Jóhannsdóttir, f. 1904, látin,
 • Kornelía Jóhannsdóttir, f. 1907, látin,
 • Helga Jóhannsdóttir, f. 1909, látin,
 • Júlíus Jóhannsson, f. 1911, látinn,
 • Jóhann Jóhannsson, f. 1913, látinn,
 • Jósefína Jóhannsdóttir, f. 1914, látin,
 • Fannberg Jóhannsson, f. 1915, látinn,
 • Sigurlína Jóhannsdóttir, f. 1917,
 • Guðmundur Jóhannsson, f. 1920, látinn,
 • Guðleif Jóhannsdóttir, f. 1922,
 • Maggý Helga Jóhannsdóttir f.1924
 • Gunnar Jóhannsson, f. 1927.