Tengt Siglufirði
Dagbaðið Vísir 7 janúar 1987
Hallgrímur Kristjánsson, Skipasundi 85, lést 23. desember 1987 í Landspítalanum eftir stutta legu. Hann fæddist á Eskifirði 5. desember 1908. Hallgrímur fluttist til Siglufjarðar um 1937 ásamt konu sinni, Bjarnveigu Guðlaugsdóttur, sem þaðan var ættuð.
Hann stundaði sjóinn og vann sem bryti á síldarbátum og kaupförum. 1956 fluttu þau hjónin suður og settust að í Drápuhlíð. Þegar Hallgrímur hætti að sigla vann hann við fisksölu hjá Sæbjörgu. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30