Björn Ólafsson bifreiðastjóri

Vísir - 08. nóvember 1965         Björn Ólafsson:  f. 10 júlí 1920 d. 4 nóvember 1965

FRÉTTT
Banaslys varð f Siglufirði sl. fimmtudag. Sá sem fyrir slysinu varð var Björn Ólafsson, verkstæðiseigandi, Hlíðarvegi 3. Björn starfrækti smurstöð og hjólbarðaverkstæði í Siglufirði og var að vinna í verkstæðinu þegar slysið varð. Það var á 10. tímanum árdegis að Björn hafði, ásamt starfsmanni sínum, brugðið sér frá í kaffihléi.

Björn kom fyrr til baka og hóf þá viðgerð á hjólbarða og að dæla lofti í hjólið. En þá mun felgan hafa hrökk ið af hjólinu og lent í höfuð Björns. Sjónarvottar voru að vísu engir að slysinu, en það virðist sýnt að það hafi atvikazt með þessu móti.

Starfsfélagi Björns kom á staðinn litlu síðar og lá Björn þá enn með lífsmarki en meðvitundarlaus og höfuðkúpubrotinn í verkstæðinu. Hann lézt skömmu síðar án þess að komast til meðvitundar. Björn heitinn var 48 ára að aldri og lætur eftir" sig konu og 9 börn. Eru 2 þau yngstu enn innanvið fermingaraldur.
---------------------------------------------------
Morgunblaðið - 09. nóvember 1965  FRÉTT

Björn Ólafsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Björn Ólafsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Banaslys á Siglufirði – Felga af hjólbarða hrökk höfuð á manni.

 ÞAÐ hörmulega slys varð hér á fimmtudagsmorgun sl. að 48 ára gamall maður, Björn Ólafsson að nafni, beið bana, er felga af hjólbarða hrökk í höfuð hans. Nánari tildrög slyssins voru þau, að Björn var að vinna í smurstöð og hjólbarðaverkstæði sínu, við að dæla lofti í hjólbarða. Hann var einn á verkstæðinu, en samstarfsmaður hans var enn ókominn úr kaffihléi. Er hann kom þar að, fann hann Björn liggjandi með vitundarlaus an á gólfinu.

Hann gerði þegar aðvart og var Björn fluttur á sjúkrahúsið, þar sem hann lézt skömmu síðar án þess að komast til meðvitundar. Eins og áður segir var enginn viðstaddur er slysið varð, en ljóst þykir að felga af hjólbarða hafi hrokkið í höfuð hans, er hann var að dæla lofti í hjólbarðann, og hafi hann látizt vegna höggsins. Björn ]ætur eftir sig konu og níu börn, en þar af eru tvö undir fermingaraldri. — Stefán.
--------------------------------------

Þjóðviljinn - 09. nóvember 1965   FRÉTT

Banaslys á Siglufirði á fimmtudag Siglufirði, 8/11 — Síðastliðinn fimmtudagsmorgun beið bana hér Björn Ólafsson, Hlíðarvegi 3 við vinnu á hjólbarðaverkstæði sínu. Björn starfrækti smurstöð og hjólbarðaverkstæði hér á staðnum og gerði margháttaðar endurbætur á þessu verkstæði sínu í sumar.

Hann var einn að vinnu á verkstæðinu klukkan rúmlega níu um morguninn, en starfsmaður hans hafði brugðið sér frá í kaffihléi. Björn var að vinna að viðgerð á hjólbarða og dældi meðal annars lofti í hjólbarðann og mun þá felgan hafa hrokkið í höfuð hans með þeim afleiðingum, að hann höfuðkúpubrotnaði. Lézt hann skömmu síðar án þess að komast til meðvitundar.

Björn heitinn var 48 ára gamall og lætur eftir sig konu og níu börn. Flest þeirra voru komin upp og voru í vinnu víða um landið o® þótti ekki fært að birta frásögn af banaslysinu fyrr í blöðum. Tvö af börnunum eru innan við fermingaaldur. —

E.A.