Tengt Siglufirði
Íslendingaþættir Tímans - 05. október 1974
Björn Sigurðsson skipstjóri f. 14. nóv. 1892 d. 30. ág. 1974
Siglfirðingar hafa nýlega kvatt eina hina beztu sumartíð. Slíkri kveðju fylgir nokkur söknuður, en þó engu síður þakklæti og hlýhugur, fyrir veittar gjafir og argæzku liðins tíma. Siglfirðingar hafa einnig nú i sumarlok, kvatt hinztu kveðju einn sinn hugljúfasta og starfsglaðasta samborgara , Björn Sigurðsson skipstjóra.
Björn var sjómaður í hálfa öld, og farsæll skipstjóri á fjórða áratug. Björn Sigurðsson skipstjóri, fæddist 14. nóv. 1892 að Vik i Héðinsfirði. Foreldrar hans voru hjónin: Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Bæði ættuð úr Fljótum. Þau Halldóra og Sigurður eignuðust 11 börn. 9 komust til fullorðinsára.
Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn, og 16 ára, eða 1908, réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. 1914 fór Björn á skipstjóranámskeið til Akureyrar. Tók þar próf i skipstjórn og varð hæstur á prófinu. Hlaut 32 stig af 35 mögulegum.
Árið 1942 fékk Björn, „Hið minna skipstjórnar skírteini" á fiskiskip, er veitti réttindi til skipstjórnar á allt að 75 lesta skip. Árið 1916 fluttist Björn til Siglufjarðar og tók við skipsstjórn á Kristjönu, 22 tonna bát, og var með hana i 9 ár. Síðan var Björn skipstjóri i tæp 40 ár. Lengst var hann skipstjóri á Hrönn, 40 tonna kútter, eða i 20 ár. 1955 lét Björn af skipsstjórn en ver í 10 ár eftir það á sjó með Ásgrími bróður sinum. Eftir að i land kom, starfaði Björn að netanýtingu og fl., meðan kraftar leyfðu.
Iðjulaus gat Björn á Hrönn ekki verið. Björn reyndist bæði farsæll og fengsæll skipstjóri. Þegar Björn var 79 ára, átti ég viðtal við hann. Ræddum við þá ýmislegt um líf hans og starf, einkum sjómennskuna. Margt kom þar fram sem fróðlegt væri að rifja upp, en skal ekki gert hér.
Í lok samtals okkar spurði ég Björn: ,,Þú
ert búinn að hafa búsetu og starfsdag í Siglufirði í hálfan sjöunda ára tug. Hvað viltu segja um það"?
Björn svaraði að bragði: „Já. Árið
1916 fluttist ég til Siglufjarðar og gifti mig um haustið. Kona mín, Eiriksína Ásgrímsdóttir, var ættuð úr Fljótum eins og ég. Við vorum systkinabörn.
Við eignuðumst 10 börn, en þá var manni ekki borgað fyrir barneignir eins og nú. —
Konu mína missti ég 1960, og er það eina áfallið, sem ég hef orðið fyrir i
lífinu. Ég var stálhraustur alla mína sjómannstíð.
Heppinn í störfum.
Átti ágætis konu og mörg heilbrigð börn. Hvað vilja
menn hafa meira?" Svo fórust honum orð, þessum heilsteypta drengskaparmanni og fengsæla skipstjóra. Ef til vill lýsa þau betur manninum Birni Sófóníasi Sigurðssyni, skipstjóra en orð
mín eða annarra. Eiriksína, kona Björns, sem látin er fyrir 14 árum, var sérstök kona, að mörgu leyti, eigi siður en maður hennar.
Þrátt fyrir 10 börn I heimili, og bóndann alltaf til sjós, var hún frumkvöðull og aðalstarfskraftur I mörgum félögum. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins „Vonar". Fyrsti formaðu r verkakvennafélagsins „Brynju", og formaður slysavarnadeildarinnar „Vörn " i 20 ár.
Af þessu sést, að dagsverk þessara mætu hjóna var bæði mikið og gott. Hans á sjónum, hennar i landi. Siglfirðingar hafa þeim margt að þakka. — Hinztu kveðju fylgir nokkur söknuður, en þakklæti og hlýhugur, fyrir veittar gjafir, eru góðar fylgjur. —
Blessuð sé minning þeirra.
Jóh.Þ.
-------------------------------------------------
Sjómannablaðið Víkingur - 1942
Björn Sigurðsson skipstjóri fimmtugur Fimmtugur varð 14. þ. mán. einhver ágætasti sjómaður og skipstjóri hér norðanlands, Björn Sigurðsson, skipstjóri á m.b. Hrönn. Björn Sigurðsson. Björn er fæddur í Vík í Héðinsfirði, sonur merkishjónanna Sigurðar Guðmundssonar og Halldóru Björnsdóttur, er lengi bjuggu á Vatnsenda í Héðinsfirði.
Ólst Björn þar upp við venjuleg sveitastörf pilta, en 10 ára gamall byrjaði hann róðra á árabát, og má svo heita að síðan hafi hann óslitið stundað sjó. Árið 1916 tekur hann við skipstjórn á m.b. „Christiane", sem hann var með að mestu leyti til ársins 1927, en þá tekur Björn við skipstjórn á m.b. Hrönn, sem hann hefir haldið óslitið síðan. Björn er einn af farsælustu skipstjórum sem við eigum, greindur vel og gætinn, enda hvers manns hugljúfi. Honum hefir aldrei hlekkst á alla sína skipstjóratíð.
Björn er kvæntur Eiriksína Ásgrímsdóttir, hinni ágætustu konu, og eiga þau 10 mannvænleg börn. Þeir, sem ennþá muna þann tíma, áður en „ástandið" kom til sögunnar til þess að hressa upp á fjárhaginn hjá íslenzkum sjómönnum, vita hvaða þrekvirki hefir þurft, til þess að ala upp og manna 10 börn, og komast óstuddur yfir öll þau erfiðleikaár sem skammsýnt ríkisvald og aðrir hafa lagt á alla þá, sem nálægt sjó hafa komið.
Siglufirði, 19. nóv. 1942. G. T.