Arinbjörn Viktor Clausen rafstöðvarstjóri

Morgunblaðið - 01. desember 1955

Arinbjörn Clausen rafstöðvarstjóri við orkuver ísafjarðarkaupstaðar, lézt 6. júní árið 1954.
Hinn 15. júní var hann svo borinn til grafar á Ísafirði að viðstöddu fjölmenni.

Enda þótt nokkuð sé um liðið vildi ég minnast þessa góða drengs og dugnaðarmanns nokkrum orðum. Arinbjörn var fæddur að Seljalandi í Álftafirði 1. júlí árið 1905 Var hann því tæplega fimmtugur | að aldri er hann lézt. Þriggja árs gamall fluttist hann til Ísafjarðar.

Foreldrar hans voru Jens Pétur Clausen, vélsmiður og Maria Ólafsdóttir kona hans.

Átta ára gamall missti Arinbjörn móður sína. Ólst hann síðan upp hjá þeim Marísi Gilsfjörð og Vigfúsínu Thorarensen konu hans.
Átti hann heimili á Ísafirði fram til ársins 1944 er hann flutti til Siglufjarðar og gerðist þar vélstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. —

Dvaldi hann þar til ársins 1950 er hann tók við stöðvarstjórastarfinu við rafstöðina á Fossum. Gegndi hann því starfi til dauðadags af árvekni og dugnaði. Arinbjörn kvæntist árið 1932 Guðfinnu Ingibjörgu Guðjónsdóttur frá Oddsflöt í Grunnavík. Áttu þau tvö börn, Stellu Eyrúnu og Jens Pétur. Auk þeirra átti Arinbjörn tvær dætur, Sigrúnu og Vigfúsínu.

Arinbjörn Clausen - Ljósmynd: Kristfinnur

Arinbjörn Clausen - Ljósmynd: Kristfinnur

Arinbjörn Clausen var hinn mesti hagleiksmaður. Hann gerðist ungur vélstjóri og starfaði að vélstjórn alla ævi. Fyrst á vélskipum frá Ísafirði og síðar í landi, eins og fyrr segir. Fórst honum vélgæzla með afbrigðum unni vel. Þótti jafnan hinn mesti fengur að því að fá hann á bát eða til gæzlu véla í landi.

Svo víðtæk og haldgóð var þekking hans á hvers konar vélum. Arinbjörn hafði beinlínis yndi af því að fást við vélar. Sýndi hann hina mestu ábyrgðartilfinningu gagnvart starfi sínu. Kom það ekki kvað sízt fram í starfi hans á vélbátunum, sem oft lentu í vondum veðrum og lágu þá stundum undir áföllum. Þá var mikils virði að hafa góðan og öruggan vélstjóra, sem gætti skyldu sinnar svo að af bar.

Fjölskyldu sinni var Arinbjörn hlýr og góður. Eiga kona hans og börn margar dýrmætar og fagrar minningar um hann. í skoðunum var hann einarður og stefnufastur. Hann fylgdist vel með i opinberum málum og fór ekki dult með afstöðu sína til þeirra.

Það var mikið áfall fyrir Guðfinnu og börn þeirra hjóna er Arinbjörn féll frá á miðjum aldri. En það var huggun harmi gegn, að sú mynd sem hann skyldi eftir af lífsstarfi sínu var björt og fögur. Hann hafði gert skyldu sína og samferðamennirnir kvöddu hann með innilegri þökk og söknuði eftir trygga samfylgd. Vinir Arinbjarnar Clausen votta konu hans og börnum einlæga samúð í sorg þeirra. Me3 honum hvarf góður drengur og dugmikill Íslendingur yfir landamæri lífs og dauða.

Vinur að vestan.