Jóhann Einarsson fyrrum vatnsveitustjóri

Tíminn - 19. desember 1965

Sjötugur í dag: Jóhann Einarsson fyrrum vatnsveitustjóri.  

Í dag er sjötugur, Jóhann Einarsson, Ásabraut 3, Keflavík.
Hann er Svarfdælingur að ætt og uppruna, fæddur að Ingvörum í Svarfaðardal, 19. des. 1885.

Foreldrar hans voru hjónin Margrét Björnsdóttir og Einar Jónsson.

Jóhann var alinn upp á Urðum hjá Sigurhirti Jóhannessyni og seinni konur hans, Friðrikku Sigurðardóttur.

Jóhann Einarsson og kona hans Dagbjört Sæmundsdóttir - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann Einarsson og kona hans Dagbjört Sæmundsdóttir - Ljósmynd: Kristfinnur

Árið 1918 fluttist Jóhann með foreldrum sínum til Siglufjarðar, en þar bjuggu foreldrar hans þar til þau létust í hárri elli.

Jóhann kvæntist 1919 Siglfirzkri heimasætu, Dagbjört Sæmundsdóttir, Jónssonar, skipstjóra. Hún var fædd þann 25. maí 1900 d. 01-04-1984 - 83ja ára

Segja má, að Jóhann hafi því átt erindi út úr Eyjafirðinum, vestur á bóginn. Sjálfsagt hefur það verið köld aðkoma fyrir Jóhann og foreldra hans að koma til Siglufjarðar 1918, frostaveturinn eftirminnilega, og miklir erfiðleikar biðu þeirra þar eins og svo margra annarra, en Jóhann var karlmenni og yfirsté allar torfærur, byggði sér fallegt heimili, eignaðist góða konu, og myndarleg börn.

Jóhann stundaði sjóinn af kappi um 10 ára skeið, en 1930 varð hann vatnsveitustjóri Siglufjarðarkaupstaðar og gegndi því starfi í 14 ár. Á þessum árum var Siglufjörður mikill athafnabær. Síldarverksmiðjur voru reistar, síldarsöltunarstöðvar og iðnfyrirtæki risu upp — eitthvað nýtt var að ske á hverju ári. íbúðar- og verzlunarhúsum fjölgaði.

Allar þessar framkvæmdir gerðu mikið tilkall til vatnsveitunnar, en stundum þraut vatnsbólin eða leiðslur biluðu og dælur, og þá reyndi á vatnsveitustjórann. Með, lipurð og dugnaði greiddi hann fram úr oft miklum vanda og minnist sá, sem þetta ritar atvika þar að lútandi. Svo fór þó, að Jóhann sagði lausu erilsömu vatnsveitustjórastarfi og hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Vann hann þar í nokkur ár, en flutti til Stykkishólms 1949.

Árið 1955 flutti hann og fjölskylda hans til Keflavíkur, þar sem hann býr nú. Jóhann og Dagbjört eignuðust fimm börn, fjögur þeirra eru á lífi:

  • Jón Dagsson, múrarameistari, búsettur á Sauðárkróki,
  • Gunnar Jóhannsson, búsettur í Reykjavík,
  • Egill Jóhannsson, búseltur í Keflavík og
  • Helga Jóhannsdóttir, húsfreyja í Grindavik.
  • Hallríður dóttir þeirra er látin. Var hún búsett í Reykjavík, gift Ásgeiri Jónssyni.