Egill Kristinsson vélstjóri

Morgunblaðið - 07. janúar 1977  Minningarorð

Egill Kristinsson. Fæddur 4. maí 1908 Dáinn 29. desember 1976

Þann 29. desember s.l. andaðist Egill Kristinsson eftir að hafa átt við langvarandi vanheilsu að stríða.

Egill heitinn var fæddur að Mýrarkoti á Höfðaströnd, Skagafirði, hann var næstyngstur af fimm börnum hjónanna Kristins Egilssonar og Kristínar Rutar Jóhannsdóttur, sem þar bjuggu um nokkurra ára skeið.

Elstur var

  • Jóhann Jakob Kristinsson sem lengst af hefur búið á Hofsósi, Skagafirði, kvæntur Guðleifu Jóhannsdóttur, Eggertssonar frá Ytra-Ósi.
  • Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir, giftist Jóni Pálssyni, hún andaðist fyrir nokkrum árum.
  • Baldvin Kristinsson, drukknaði i Vestmannaeyjum árið 1930, ókvæntur. Yngstur er 
  • Sigvaldi Kristinsson búsettur I Keflavík, ókvæntur. 

Egill heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum, en fluttist síðan til Siglufjarðar og átti þar heimili um allmörg ár. Hann nam vélvirkjun og starfaði sem vélstjóri á fiskiskipum og þótti ætíð traustur og áreiðanlegur starfsmaður.

Egill Kristinsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Egill Kristinsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Árið 1935 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Anna Halldórsdóttir frá Skriðulandi I Arnarneshreppi, Eyjafirði, og reyndist hún manni sínum traustur og góður lífsförunautur.

Þau Egill og Anna eignuðust eina dóttur,

  • Agnes Egilsdóttir, sem er gift Árna Gunnarssyni viðskiptafræðing, eru þau búsett f Garðabæ.

Eftir nálægt tuttugu og sex ára búskap á Siglufirði fluttu þau Anna og Egill árið 1961 til Reykjavíkur og átti hann þar heima til hinstu stundar. Fljótlega eftir komu sina til Reykjavíkur réðst Egill til starfa hjá útgerð Reykjavíkur og vann þar alla tíð síðan, þó heilsan væri mikið farin að gefa sig síðustu árin þá stundaði hann starf sitt til séðasta dags.

Egill heitinn var glaðvær og léttur I lund, það birti ætíð yfir fólki þar sem hann kom, gamansöm orð og léttur hlátur hljómaði, en þó var gamansemi hans græskulaus og ekki á kostnað annarra, hann átti auðvelt með að sjá björtu hliðar lífsins og vildi færa gleðina inn í líf annarra. Mér er ljúft að minnast heimsókna Egils frænda til mín er ég dvaldi á sjúkrahúsi fyrir nokkru, hann kom eins oft og nokkur tök voru á og það var eins og sjúkrastofan fylltist af lífi þegar hann birtist með gamanyrði á vörum, brosandi og glaðlyndið geislaði af honum, það veit aðeins sá er reynt hefur hvers virði slíkar heimsóknir að sjúkrabeði eru.

Svona var Egill fram á síðustu stund, enda þótt hann væri löngum sárþjáður, hann var einn af þeim sem vilja lifa lífinu fagnandi með þakklátum hug. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, dóttur og öðrum ættingjum og vinum Egils heitins mína innilegustu samúð, en gott er að minnast þess að fögnuður mun fylgja endurfundum sem fyrri samverustundum.

Kristin R. Jóhannsdóttir.
---------------------------------------

I dag kveðjum við elskulegan afa okkar Egil Kristinsson vélstjóra.

Afi var fæddur 4. maí 1908 að Mýrarkoti á Höfðaströnd, þar og að Ósi i sömu sveit ólst hann upp hjá foreldrum sínum ásamt fjórum systkinum. Ungur fór hann á vélstjóraskóla og var lengst af sem vélstjóri til sjós.

Árið 1935 kvæntist hann ömmu okkar, Önnu Guðrúnu Halldórsdóttur, ættaðri frá Skriðulandi i Arnarneshreppi, Eyjafirði. Stofnuðu þau heimili sitt f Siglufirði og bjuggu þar til ársins 1961 er þau fluttu til Reykjavíkur og hafa átt þar heimili síðan. Það var alltaf gott að koma til af a og ömmu á Tómasarhaga og munum við minnast þeirra stunda með hlýhug.

Ekki hvarflaði það að okkur, er við heimsóttum afa á sjúkrahúsið, að það yrðu okkar síðustu samverustundir, hann sem var svo hress og ánægður. Við ræddum um að hann kæmi í heimsókn til okkar á nýársdag eins og hann var vanur að gera. En af því varð ekki og hefur guðs vilji ráðið þar um. Okkur eru ógleymanlegar þær mörgu ferðir sem við fórum með af a og ömmu á góðviðrisdögum út fyrir bæinn og alltaf var tilhlökkunin jafnmikil. Við viljum þakka afa samverustundirnar og minningin um hann mun líf a með okkur.
Dótturbörn.