Steingrímur Stefánsson hreppsnefndaroddviti og bóndi

Norðurland - 26. ágúst 1915

Steingrímur Stefánsson hreppsnefndaroddviti á Þverá í Öxnadal andaðist á heimili sínu 11. Ágúst 1915. eftir 8 sólarhringa þunga legu í lungnabólgu.

Hann var fæddur á Þverá 4. nóv. 1885, sonur Stefáns sýslunefndarmanns Bergssonar og konu hans og ólst upp hjá þeim.

Þegar hann var um tvítugt fór hann á bændaskólann á Hólum, en byrjaði búskap á Þverá vorið 1910 og varð sama ár hreppsnefndaroddviti er Skriðuhreppi hinum forna var skipt, þá tæplega 25 ára gamall og sýnir það traust það er sveitungar hans höfðu á honum, enda lét hann sig miklu skipta öll framfaramál sveitar sinnar og þjóðmál yfir höfuð.

Hann var eindreginn og sannur Heimastjórnarmaður (eins og flestir áhugamenn í Eyjafjarðarsýslu) og starfaði af áhuga og óeigingirni í þarfir flokksins, bæði er kosningar gengu í garð og endranær og er rúm hans þar vandfyllt.

Steingrímur sál. kvæntist 1910 ungfrú Guðnýju Jóhannsdóttur frá Staðartungu og átti með henni tvö börn:

Steingrímur Stefánsson - ókunnur ljósmyndari

Steingrímur Stefánsson - ókunnur ljósmyndari

  1. Baldur Steingrímsson rafvirki, f. 8. apríl 1911 d. 16. febrúar 1972  - Maki Oddrún Reykdal f. 5. september 1917. d. 31. júlí 1995.
     
  2. Valborg Steingrímsdóttir, f. 1. febrúar 1914 d. 10. nóvember 1973 - Maki Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki. f. 24 desember 1914 

Steingrímmur Stefánsson var góður heimilisfaðir og góður drengur í hvívetna, yfirlætislaus, hreinlyndur og trúr vinur vina sinna, svo yfirleitt er að honum mikil eftirsjá, nú er hann var í broddi Iífsins og á þroskabraut.
------------------------------------------------ 

Vestri - 20. september 1915

Mannalát. Látin eru nýskeð nyrðra: Steingrímur Stefánsson oddviti á Þverá í Öxnadal, ungur maður, greindur, og efnilegur búhöldur
------------------------------------------------  
Norðri - 01. september 1915

Mannalát. Steingrímur Stefánsson hreppsnefndaroddviti á Þverá í Öxnadal andaðist úr lungnabólgu í sumar. Hann var ungur bóndi vel að sér og mjög vinsæll af sveitungum sínum og öðrum er honum kynntust.
-----------------------------------------------

Bréf úr Öxnadal.
Stjórnmálafundur—Ungmennafélag Skriðuhrepps—Samkoma á sumardaginn fyrsta. Fyrsti vísir til Ungmennafélags Skriðuhrepps var sá, að árið 1900 mynduðu fáeinir drengir, sem allir voru innan við og um fermingaraldur félag til Ieikfimisæfingar. Félag þetta var að sjálfsögðu bæði barnalegt og ófullkomið, enda nutu þeir engrar leiðbeiningar frá eldri og hæfari mönnum, en brátt kom það í ljós, að meiri festa og samheldni átti sér þar stað, en menn áður áttu að venjast.

Félagið hefir því blómgast vonum framar vel, og telur nú um 60 meðlimir. Flestir eru félagar þessir innan við og um tvítugsaldur, að eins fáeinir menn eldri. Félagið er jafnt fyrir karla og konur, enda telur það nú allmargar ungfrúr meðlimi sína. Á sumardaginn fyrsta hélt félagið skemtisamkomu að Bægisá. Var hún mjög vel sótt og mun mannfjöldinn hafa verið hátt á þriðja hundrað.

Samkoman var sett kl. 12. af Steingrími Stefánssyni búfræðing á Þverá. Gekk svo fólkið skrúðgöngu til kirkjunnar, þar sem presturinn séra Theodór Jónsson hélt þar til valda og góða ræðu…………………………………  

Skinfaxi 1 apríl 1956  

Grein eftir Kjartan Bergmann um Steingrím Stefánsson og Ungmannafélag.

Einnig bréf sem Steingrímur skrifaði og fleira þar sem Steingríms er nefndur. https://timarit.is/page/4215188#page/n11/mode/2up   

Einhver skjöl vegna uppgjörs dánarbús Steingríms og fleira, lítt áhugavert. (finnst mér sk) eru til hjá Þjóskjalasafninu

Ég Steingrímur Kristinsson (f.1934) var skírður í höfuðið á ofar nefndum Steingrími, sem er afi minn, faðir móður minnar Valborgar Steingrímsdóttur.

Því miður hefur lítið verið skrifað um afa minn, lítið annað en sést hér fyrir ofan. Bróðir hans Bernharð Stefánsson  bankastjóri og alþingismaður gaf út æfisögu sína, sem að sjálfsögðu fjallaði um HANN sjálfan.

Þar skrifaði hann aðeins nokkrar línur um bróðir sinn (af því að hann var aðeins "bóndi" ?)

Ég náði einu sinni að tala við hann, er ég kom óvænt á stað sem hann var. Eftir þann "fund" hafði ég ekki mikinn áhuga á að kynnast honum. Þar sem tilfinning mín fyrir honum varð afar neikvæð, þar sem hann væri yfir það hafinn að ræða við strákbjána sem tengdur væri bróður hans.

Bókin keypti ég, fyrir forvitni sakir ef þar væri þar eitthvað margvert um afa minn, en fann lítið eins og ofar segir.

Annað hvort hefi ég hent bókinni, eða eitthvað af börnum mínum hafi hirt hana er ég og kona mín fluttu á Dvalarheimilið Skálarhlíð. 

(varð að fleygja rúmu tonni af bókum sem enginn vildi hirða)
------------------------------------------