Birgir Gestsson rafvirkjameistari

Morgunblaðið - 30. september 1977

Birgir Gestsson --  Orð ná skammt, enda eru þau aðeins bergmál frá hjartanu, eins konar leiftur úr fylgsnum sálarinnar, — eins og komist hefur verið að orði. Það er því vafasamt hvort rétt er að skrif a minningar um látna vini sina og starfsfélaga, minningar sem í raun eru annarra eign, fyrst og fremst.

Þess skal þó freistað hér. Birgir Gestsson rafvirkjameistari í Hampiðjunni í Reykjavík andaðist i Landspítalanum 21. 1977. eftir erfið veikindi, 45 ára að aldri. Andlát þessa vinar okkar og vinnufélaga í Hampiðjunni kom okkur ekki beint að óvörum, frekar en öðrum er fylgst höfðu með veikindum hans á undanförnum mánuðum, en þó var svo, að við lifðum lengi i þeirri von að honum auðnaðist að fá heilsuna á ný. Sú von brást. Kallið var komið.

Birgir var fæddur 27. apríl 1932, sonur hjónanna Gestur Guðjónsson, skipstjóri, og Rakel Pálsdóttir.

Birgir Gestsson

Birgir Gestsson

Gestur er látinn, en Rakel dvelst nú á Hrafnistu hér i Reykjavík. Sína fyrstu lífsgöngu lærði Birgir á Siglufirði, þeim fagra og stórbrotna stað, sem á sinn hátt hóf sig inn i bernsku drengsins og líf mannsins, og bjó síðar í svip hans.

Á Siglufirði átti hann góða daga í uppvextinum hjá umhyggjusömum foreldrum og í fjölmennum systkinahópi. Er velja átti lífsstarfið beindist áhugi hans að rafvirkjun, sem hann lærði síðan af kostgæfni og vann svo við á Siglufirði við góðan orðstír, um margra ára skeið. Stofnaði hann þar eigið fyrirtæki og vegnaði vel.

Síðar, þegar síldin hætti að veiðast, og varla sást lengur fólk á síldarplönum, varð atvinnuástand erfitt á Siglufirði. Leituðu þá margir þaðan til annarra staða eftir atvinnu, og svo fór að Birgir tók sig upp og fluttist til Reykjavikur, til þess að byrja upp á nýtt, ef svo má segja. Til Hampiðjunnar réðst hann í nóvember 1969, og hófust þá kynni okkar. Ekki fór á milli mála, að þar var hæfileikamaður á ferð. Birgir var hávaxinn, beinn i baki, grannur vexti og léttur í spori. Hann hafði hátt enni, var vel eygður og svipprúður.

Að eðlisfari örlaði fyrir feimni, en jafnframt því að hann sýndi öðrum áhuga og tillitssemi þá bjó í honum sú tegund hlédrægni, sem léði viðmóti hans sérstæðan þokka. Oft var Birgir kátur og glettinn. Góðviljaður var hann, úrræðagóður og áhugasamur, enda var honum treyst fyrir vandasömum verkefnum. Svo sem vitað er hafa í uppbyggingu íslensks iðnaðar skipst á skin og skúrir, og þar er gerð veiðarfæra ekki undan skilin.

Óvænta örðugleika ber oft að höndum i atvinnurekstrinum og þá er gott að njóta mannkosta þeirra, sem hafa lag á að snúa atburðarásinni til betri vegar. Þegar svo þar að kom, að veikindin höfðu tekið hann sinum tökum, þá sýndi hann af sér karlmennsku og sálarró, þó varla hafi honum blandast hugur um hvert stefndi.

Við kveðjum þennan vin okkar með söknuði. Birgir var gæfumaður i einkalífi, hann var kvæntur góðri konu, Jóhönnu Kristinsdóttur, og var hjónaband þeirra framúrskarandi farsælt og ástríkt.

Eina dóttur eignuðust þau, Valborg Birgisdóttir, sem nú er 19 ára, og les til stúdentsprófs. Greinilegt er, að Valborg er tengd foreldrum sínum sterkum kærleiksböndum. I gamalli bók, sem aldrei verður þó of mikið lesin, er sagt frá konu nokkurri, ekkjunni frá Nain, sem átti um sárt að binda sökum ástvinamissi.

Mannlega talað virtist líf hennar hrunið í rúst, framtíðin erfið. En þá kom vendipunkturinn i lífi konunnar, það sem þáttaskilum olli, og breytti öllu til betri vegar. Það var Jesús, sem veitti henni huggun, sá Jesús sem enn lifir og veitir þreyttum sálarfrið og gefur hinum vonlausa nýja von.

Og bókin segir enn fremur frá öðru tilviki, þar sem önnur syrgjandi kona átti í hlut, en fékk þá þennan fagnaðarboðskap frá Jesú: Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Þær mæðgur Jóhanna og Valborg, og Rakel móðir Birgis hafa misst 'mikið við fráfall hans, en þeim var áður mikið gefið og það er gæfa að hafa átt slíkan eiginmann, föður og son sem hann. Þessi fátæklegu orð viljum við svo enda með innilegum samúðarkveðjum til allra náinna aðstandenda, með bæn um að góður Guð muni gefa þeim huggun i sorg þeirra.

Samstarfsmenn Hampiðjunnar