Tengt Siglufirði
Jóhann Sölvason var fæddur í Kjartansstaðakoti í Viðvíkursveit í Skagafirði 23. maí 1915. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Björnsdóttir
og Sölvi Jóhannsson, sem lengi var póstur milli Sauðárkróks og Siglufjarðar.
Jóhann var yngstur sextán barna þeirra, en ellefu komust upp og er nú lífs
af þeim stóra hópi Sigríður, búsett á Dalvík..
Um árið 1941 hóf hann búskap með Anna Friðrikka Magnúsdóttir og áttu þau einn son,
Önnu Friðrikku missti Jóhann af barnsförum árið 1948. Jóhann fluttist síðar til Reykjavík.
Hann kvæntist Öldu Kristrúnu Jónsdóttur og bjuggu þau í Meðalholti 9 í Reykjavík. Þau áttu saman þrjá syni,
Útför Jóhanns fór fram í kyrrþey.
Ég vil minnast með fáum orðum vinar míns Jóhanns Sölvasonar. Honum kynntist ég fyrst 1976, en þá kom ég oft á heimili hans og Margrétar í Meðalholti 9. Alltaf fór vel á með okkur Jóa. Hann var glettinn og spaugsamur. Þá var oft gert að gamni sínu og ekki spilltu þær glaðværðinni dæturnar tvær Asa og Katrín.
Jói vann í Straumsvík á þessum árum og í fríum ferðaðist hann með Möggu sína um landið. Um síðsumar 1977 komu þau vestur að Firði, en þá átti að tína ber og veiða fugla. Þar sem veðrið var ekki sem best þessa helgi varð ekkert úr berjatínslu og ekkert úr veiði, en þau létu það ekki spilla ánægju ferðarinnar.
Þar sem ég var fluttur út á land liðu nú 13 ár þar til ég hitti Jóa aftur og hafði hann þá lítið breyst. Hann var hættur að vinna í álverinu en var með Jóa bróður hennar Möggu á grásleppuveiðum. Við hittumst stundum á bryggjunni í Hafnarfirði, þá var hann í essinu sínu klæddur sjógalla og ataður slori. Jói var alla tíð ósérhlífinn við vinnu enda tíðkaðist ekki hjá þeirri kynslóð að láta deigan síga. Jói var hrókur alls fagnaðar á ferðalögum og eru mér minnisstæðar þær ferðir sem við fórum saman.
Árið 1991 fórum við norður í Hrísey á fornar slóðir Sigurlaugar móður Margrétar. Þarna kom saman hópur þeirra ættmenna, þeir sem eldri voru gistu í bænum Stekkjarnefi en aðrir voru í tjöldum. Fyrsta kvöldið var tekið í harmonikku og dansað eins og í gamla daga og mun ég seint gleyma þegar Jói dansaði við tengdamóður sína, hann var svo lipur að það var hreint ótrúlegt, maður orðinn þetta fullorðinn.
Gjafa Um haustið sama ár förum við Jói og mæðgurnar Margrét og Ása vestur að Firði í berjaferð. Jói var ekki mikið fyrir það að rápa um berjalandið og var að mestu kyrr á sama blettinum en við hin alltaf að leita að meiru, en þegar heim var komið var Jói búinn að tína mest og var sérstakur glettnisglampi í augum hans þegar verið var að bera saman berjaföturnar.
Árið 1993 veiktist Jói og dvaldi langdvölum á sjúkrahúsi og til að bæta gráu ofan á svart, eftir aðgerðir og miklar svæfingar, missti hann sjónina og var það þungbert fyrir mann eins og hann. Síðustu ferðina sem við fórum út úr bænum ásamt Sigurlaugu, Möggu og Ásu var ekið austur að " Flúðum að heimsækja Kötu, en hún var í sumarbústað.
Þá var hann búinn að missa sjón og orðinn sjúklingur. Ég undrast það æðruleysi hans, maður sem alla tíð var sjálfbjarga þurfti nú að láta leiða sig jafnt úti sem inni, en engum treysti hann betur til þeirra hluta en Möggu sinni. Á heimleiðinni' sungum við öll í bílnum og hann manna mest og hann kunni ógrynni af lögum og textum og við hin höfðum ekki roð við honum í þeim efnum og má segja að hann hafi haldið sínum skagfirsku einkennum alla tíð.
Tvö síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu uns hann fór sína síðustu för. Með þessum orðum viljum við Ása og Kata þakka Jóhanni fyrir allt bæði gamalt og gott og óskum honum góðrar heimkomu til feðra sinna. Við vottum Margréti, börnum og öðrum aðstandendum samúð og biðjum Guð að blessa minningu hans.
Einar og Ása
---------------
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund.
(V. Briem.)
Kveðja frá barnabörnum og barnabarnabörnum.
Jóhann Sölvason