Hólmar Frímannsson sjómaður

Mjölnir - 23. febrúar 1962

Hólmar Frímannsson

Ég, sem þessa fátæklegu kveðju rita, vil sérstaklega minnast Hólmars Frímannssonar, og færa honum látnum þökk fyrir vináttu og ágæt kynni, sérstaklega ó þeim þrem árum, sem við áttum meira og minna saman að sælda vegna vinnu okkar á Bílastöðinni, Siglufirði. Kynni mín af Hólmari voru þau, að þar færi góður drengur, háttvís og prúður, gætinn en þó kappsamur, ákveðinn og fylginn sér en þó sanngjarn og samvinnuþýður.

Hann var góðum gáfum gæddur þó hann legði ekki bókleg fræði fyrir sig. Hann vor atorkusamur og því varð atvinna hans tvíþætt, bifreiðaakstur að sumrinu til en sjómennska að vetrinum. Hólmar var foreldrum sínum ljúfur sonur, og höfðu þeir feðgar komið upp myndarlegu íbúðarhúsi og stóð fyrir innrétting þess og ýmiss frágangur nú þegar fráfall hans bar svo skjótt að. Hann var augasteinn foreldra sinna.

Hólmar Frímannsson - Ljósmynd Kristfinnur

Hólmar Frímannsson - Ljósmynd Kristfinnur

Er því þungur harmur að þeim kveðinn og hrundar í rúst þær glæsilegu framtíðarvonir, sem við soninn góða voru bundnar. Ég harma fráfall Hólmars, slíks efnismanns, og sama munu allir þeir gera, sem þekktu hann og áttu að vini. Ég votta foreldrum hans, systur og öðrum vandamönnum innilega hluttekningu mína. Ég veit að þeim verður er frá liður, huggun harmi gegn, að eiga minningar um svo góðan son, bróður og vin, sem Hólmar var. Blessuð sé minning hans.

E.M.A.
----------------------------------------------------

Einherji - 1962    Frétt

Hólmar Frímannsson og Egill Steingrímsson

Báðir skipverjarnir af Elliða, sem voru í gúmbátnum er slitnaði frá togaranum skömmu eftir að leki kom að skipinu, voru Iátnir, er báturinn fannst, 17—18 stundum síðar. Þeir sem fórust voru: EgiII Steingrímsson, háseti, fæddur 31. jan. 1926, því nýlega orðinn 36 ára, og Hólmar Frímannsson, háseti, fæddur 22. okt 1935, var 26 ára s.I. haust.

Báðir voru þeir EgiII og Hólmar Siglfirðingar og báðir ókvæntir. Egill lætur eftir sig tvo syni innan við fermingu. Hólmar bjó hjá öldruðum foreldrum sínum, Þeim Björgu Benediktsdóttur og Frímanni Guðnasyni.

Báðir voru hinir látnu sjómenn dugnaðar og vaskleikadrengir, sem lagt höfðu gjörva hönd á margskonar vinnu bæði á sjó og landi. Eiga Siglfirðingar þar að baki að sjá dugmikilla samborgara og Siglufjörður því fátækari eftir, en mestur er þó harmur þeirra, er mest hafa misst: Litlu bræðurnir tveir, er misstu föður sinn og aldurhnignu hjónin, er misstu einkason sinn og ellistoð.

En huggun er það nokkur og harmabót, að þeir létu lífið við skyldustörf sín í þágu lands og þjóðar. Útför þeirra Egils og Hólmars fór fram frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 20. febr. Fjölmenntu Siglfirðingar mjög við jarðarförina og vottuðu á þann hátt hinum látnu þakklæti sitt og virðingu.