Guðný Jóhannsdóttir 1885

Guðný Jóhannsdóttir - Fædd í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð, Skagafirði 17. júlí 1885 -Látin í Reykjavík 7. júní 1981

Verkakona á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Þverá í Öxnadal, Eyjafirði. Síðar húsfreyja í Reykjavík. –
Maður hennar var

Steingrímur Stefánsson - Fæddur á Steinsstöðum í Öxnadal, Eyjafirði 4. nóvember 1885 - Látinn á Þverá í Öxnadal, Eyj. 11. ágúst 2015 - Var á Þverá, Bakkasókn, Eyjafirði 1890. Bóndi á Þverá í Öxnadal, Eyjafirði. Hann dó úr lungnabólgu 11. ágúst 1915.

Lítil frásögn af ömmu, sem sýnir hug hennar og dugnað, sem ávalt fylgdi henni:>

Guðný hafði skroppið til Sauðárkróks í heimsókn eftir áramótin 1913 / 1914  til ættingja, þá ófrísk af móður minni Valborgu. - Þegar tími fæðingar nálgaðist hélt hún af stað til Eyjafjarðar til bónda síns sem hafði legið þar veikur um tíma.

Guðný Jóhannsdóttir (t. 1959)

Guðný Jóhannsdóttir (t. 1959)

Hún fékk far með hestasleða til Varmahlíðar, þaðan hélt hún ein af stað gangandi á skíðum áleiðis til Þverár í Öxnadal þann 31. janúar 1914 . Þangað náði hún seint um kvöldið frekar köld og hrakin, en kvartaði ekki. Úrkomulaust var en frostnepja á leiðinni yfir Öxnadalsheiðina.

Hún hresstist þó fljótt, en daginn eftir, 1. febrúar 1914 fæddi hún móður mína nokkru fyrr en áætlað hafði verið.
Fyrir áttu þau afi og amma; Steingrímur Stefánsson og Guðný Jóhannsdóttir einn son, 

  1. Baldur Steingrímsson, síðar rafvirkjameistari.
  2. Valborg Steingrímsdóttir

Ég á erfitt með að lýsa ömmu minni, Guðný Jóhannsdóttir. Man þó vel eftir henni, frá því ég var krakki og heimsótti hana til Sauðárkróks með mömmu og pabba nokkrum sinnum, dvaldi raunar nærri sumarlangt eitt sumarið hjá henni  þá minnir mig 9 ára, (Þar kynntist ég Jóni Dýrfjörð)

Og síðar er ég heimsóttir hana ásamt mömmu og pabba, bæði á Sauðaárkrók og síðar eftir að hún flutti suður til Reykjavíkur, þá asamt konu minni Guðný Óska Friðriksdóttir.

Hún hafði áður giftist Kristni Gunnlaugssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki, og bjuggu þau þar í húsi er Kristinn hafði byggt við; Skagfirðingabrut 25 –

Á efri hæð bjuggu þau Rögnvaldur Finnbogason, og dóttir Guðnýjar; Hulda Ingvarsdóttir.

Barnsföður sínum; Ingvar Guðjónsson útgerðamaður, hafði hún kynnst á Siglufirði á Síldarárunum, þar sem dóttir hennar Hulda Ingvarsdóttir mun hafa komið undir. 
En til Siglufjarðar fór hún oft til vinnu í síldinni á árunum 1925-1950, þá m.a. á Jarlstöðinni, það er söltunarstöðinni norðan við Henriksenplaninð. - 

(Kynni þeirra Guðnýjar og Ingvars stóðu í stuttan tíma, án þess að ég viti meira um það)

Hún hafði aðsetur í litlu svörtu húsi framarlega á svæðinu, þangað sem ég heimsótti hana oft og fékk hjá henni smákökur, en hún var með stórt „skrýnukost“ (raunar; kofort/kista) -Stundum laumaði hún nokkrum aurum í vasa minn.
Þá heimsótti hún nokkuð oft mömmu og pabba þegar þau bjuggu í húsinu við Mjóstræti 1 á Siglufirði, hús sem pabbi byggði 1933-4 (tvílyft steinhús) þar sem ég fæddist í febrúar 1934.

Amma var rösk og hress kona oftast brosandi og til í að hjálpa öðrum. Hún var mikil peysufatakona, og hressti upp á útlið á titildögum og klæddist íslenska þjóðbúningnum. Hún var kattþrifin og hugsaði ávalt vel um heimili sín. Þá hafði hún yndi af því að ferðast.

Kristinn Gunnlaugsson seinni maður hennar, og amma virtust ná vel saman þá áratugi. þar til dauðinn aðskildi þau, að því sem ég best veit, en undir niðri þú svo ég hafi sem barn kallað hann afa, þá lærði ég aldrei að meta hann vel, sennilega vegna þess að hann var svo gjarn í umræðu að upphefja sjálfan sig og segja frá ýmsum afrekum sínum og gæðum, þegar ég heyrði til. Slíkt hefi ég aldrei kunnað að meta.
En eins og ég hefi oft sagt: „Ég er nokkuð sérvitur og er í raun stoltur af því“

En mér þótti vænt um ömmu mína Guðnýju Jóhannsdóttur, og bar mikla virðingu fyrir henni, enda á hún svolítinn þátt í uppeldi mínu, og mörg orð hennar og ráðleggingar, geymi í hugskoti mínu og fer eftir þeim.

Steingrímur Kristinsson

Fengið hjá:> www.islendingabok.is

Fengið hjá:> www.islendingabok.is