Hólmfríður Signý Sigurgeirsdóttir Lindarbrekku

Morgunblaðið 2. október 1958

Hólmfríður Sigurgeirsdóttir,  Siglufirði

I DAG fer fram í Siglufirði út för frú Hólmfríðar Sigurgeirsdóttur, Lindarbrekku. Þar kveðja Siglfirðingar merka konu, sem notið hefur virðingar og vinsælda samborgara sinna.

Frú Hólmfríður var Þingeyingur að ætt, fædd að Neslöndum við Mývatn 3. sept. 1888. Dáin 25. september 1958

Faðir hennar var Sigurgeir Þorláksson, ættaður úr Mývatnssveit, en móð ir hennar Geirlaug Guðmundsdóttir Brynjólfssonar, verzlunarstjóra í Siglufirði. er lézt þar 1861 á bezta aldri.

Hólmfríður fluttist ung til Siglufjarðar og ólst þar upp hjá móðursystur sinni, Ólöfu Guðmundsdóttur og Þorfinni Jónssyni, en þau bjuggu á Siglufjarðareyri, þar sem nú er Lækjargata.

Hólmfríður Sigurgeirsdóttir - ókunnur ljósmyndari

Hólmfríður Sigurgeirsdóttir - ókunnur ljósmyndari

Á yngri árum sínum dvaldi Hólmfríður um skeið í Hrísey og þar kynntist hún manni sínum, er síðar varð, Páli Jónssyni, er ættaður var úr Eyjafirði. V
oru þau gefin saman í hjónaband á Akureyri 16. febrúar 1909, og fluttust sama ár til Siglufjarðar og áttu þar síðan heima upp frá því. Árið eftir að þau settust þar að, keyptu þau sér lítinn bæ uppi á brekkunni, er hét Lindarbrekka.

Byggðu þau síðan timburhús, þar sem bærinn stóð, og var hús þetta allmikið stækkað árið 1916.
Kringum húsið ræktuðu þau trjá- og blómagarð og mun það hafa verið með fyrstu görðunum í Siglufirði. Í Lindarbrekku undu þau Páll og Hólmfríður vel hag sínum og áttu þar hið vistlegasta heimili. Útsýni var þaðan mjög fagurt, bæði yfir Eyrina og út á fjörðinn, enda er óvíða meiri vorfegurð og veðurblíða en í Siglufirði í síðustu viku júnímánaðar og byrjun júlí.

Páll Jónsson í Lindarbrekku lézt í marz 1954, rúmlega sjötugur, var hann vinsæll maður og bezti borgari, á fyrri árum stundaði hann jóinn, en var síðan lengi verkstjóri og beykir. Þeim hjónum | varð ekki barna auðið, en tóku til fósturs nýfædda stúlku og ætt leiddu hana síðar, er það frú Alfa Pálsdóttir, gift Helga Ásgrímssyni, afgreiðslumanni í Siglufirði og hafa þau einnig búið í Lindarbrekku. Geirlaug móðir Hólmfríðar dvaldi hjá þeim hjónum þar til hún lézt 1931. Var hún frábærlega greind kona og fróð um marga hluti.

Frú Hólmfríður í Lindarbrekku var mesta myndarkona, bæði í sjón og reynd. Hún tók allmikinn þátt í félagsmálum, einkum á fyrri árum, var hún meðal stofnenda kvenfélagsins Vonar, og beitti sér mjög fyrir því, að félagið kæmi upp barnadagheimilinu „Leikskálum", sem starfrækt hefur verið með góðum árar.gri um allmörg ár. í byrjun þessa árs var hún kjörin heiðursfélagi Kvenfélagsins.

Þá starfaði hún einnig í verkakvennafélaginu „Ósk". Frú Hólmfríður hafði séð Siglufjörð vaxa frá því að vera smá þorp og verða einn af mestu athafnabæjum landsins. Hún mátti aldrei heyra Siglufirði hallmælt og kærasta umtalsefni hennar var að rifja upp minningar frá liðnum árum og alltaf minntist hún með hlýjum huga löngu horfinna samferðamanna. Eins og þeir vita, sem til þekkja, er Siglufjarðarkirkja næsta hús við Lindarbrekku, þar átti kirkjan líka alltaf góða vini, sem létu sér annt um hag hennar og hins kirkjulega starfs yfirleitt.

Frú Hólmfríður starfaði í Kirkjunefndinni, sem hafði það verkefni að prýða og fegra kirkjuna og umhverfi hennar. Í meira en tvo áratugi sá hún um flestar skreytingar í kirkjunni, bæði við jarðarfarir og aðrar helgiathafnir. Sjálf var hún mjög kirkjurækin og kristindómurinn var henni hjartans mál. Margir ferðamenn eiga hinar beztu minningar um frú Hólmfríði, þegar hún var að sýna þeim kirkjuna, og segja þeim sögu hennar.

Mun það ekki hafa verið svo sjaldan, að þeim væri líka boðið heim í Lindarbrekku, til þess að þiggja þar góðgerðir. Þegar ég kom til Siglufjarðar tókst strax góð vinátta milli fjölskyldu minnar og heimilisins í Lindarbrekku, oft lá leiðin þar framhjá og margt þurfti þangað að sækja fyrir kirkjuna, er allt var látið í té með ljúfu geði. Hin gestrisna og glaða húsfreyja var oftast búin að opna dyrnar áður en barið var að dyrum. Og tíminn var fljótur að líða, hvort sem rætt var um andleg mál, eða dægurmálin.

Hún var ekki myrk í máli, hreinskilin og sanngjörn, en frá bær tryggð einkenndi hana þó öllu öðru fremur. Fyrir réttu ári var ég á ferð í Siglufirði, þó að dvölin væri þar stutt, gafst mér þó aðeins tími til að líta inn til frú Hólmfríðar. Þá sá ég að henni var brugðið, heilsa og kraftar fóru dvínandi, en hjartahlýjan var hin sama, og innilegar blessunaróskir fylgdu mér úr hlaði.

Á heimili dóttur sinnar og tengdasonar naut hún hinnar beztu umhyggju, og ekki má gleyma því ástríki sem var milli hennar 'og dóttursonarins. Með fráfalli frú Hólmfríðar í Lindarbrekku hefur Siglufjörður misst einn af sínum beztu borgurum og seint mun hún gleymast þeim, er áttu vináttu hennar. Siglufirði unni hún af hjarta og fátt hefði henni verið kærara en að heill og blessun mætti jafnan fylgja fólki og bæ.

Óskar J. Þorláksson.
------------------------------------------------------------

ÞAÐ tínast í burtu samferðamennirnir. Nú eru þau bæði dáin Páll og Fríða í Lindarbrekku.

Í Lindarbrekku áttu þau heima allan sinn búskap og má með sanni segja að þau gerðu garðinn frægan. Það var eins og sjálfsagt að allir Siglfirðingar þekktu Pál og Fríðu, enda voru þau ótrauðir málsvarar Siglufjarðar og fólksins sem þar bjó. Drengskapur þeirra og manndómur var líka hafinn yfir allan efa, a. m. k. í augum þeirra, sem þekktu þau gjörst.

Hólmfríður var skapkona, en drenglynd og trygglynd. Ákveðin var hún í skoðunum og fylgdi fast fram sínum málsstað, enda prýðis vel skynsöm. Hreinskilni hennar og einurð var fágæt og fljót var hún til liðs við góð málefni og liðsmaður hinn bezti. Hennar mun því minnzt með þakklæti og söknuði. Aðeins nokkur fótmál frá Lindarbrekku, en hinum megin við götuna, ólst konan mín upp en Geirlaug móðir Hólmfríðar, var afasystir hennar.

Alla tíð, sem hún var á Siglufirði, var hún heimagangur í Lindarbrekku og naut ástríkis og umhyggju Lindarbrekkuhjónanna og elsku afasystur sinnar, er hafði á henni mikið dálæti. Fyrir allt sem hún naut þar, fyrr og síðar, flyt ég nú hennar innilegasta þakklæti. Með þessum orðum kveð ég, fyrir hönd fjölskyldu minnar, ágæta frændkonu og traustan vin, með, kæru þakklæti fyrir liðna tíma. Við munum lengi minnast hinna föllnu húsbænda í Lindarbrekku, og afkomendum þeirra óskum við allrar blessunar

1. okt. 1958. Kristján Karlsson

Frekar fátækleg og áhugalus skráning hjá: Umsjónarmanni og www.gardur.is