Indriði Salómon Friðbjarnarson

Morgunblaðið - 14. júní 2004

Indriði Friðbjarnarson fæddist á Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði í Norður-Ísafjarðarsýslu á jóladag árið 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. júní síðastliðinn.

Foreldrar hans voru Friðbjörn Helgason, f. 5.10. 1883, d. 24.9. 1946, og Ragnheiður Veturliðadóttir, f. 11.12. 1881. Ragnheiður lést af barnsförum frá fimm börnum hinn 13.7. 1915.
Seinni kona Friðbjarnar var Sólveig Pálsdóttir frá Hlíð. Alsystkini Indriða voru Kristján, f. 29.6. 1906, d. 23.12. 1972, Petrína, f. 16.5. 1908, d. 5.2. 1992, Rebekka, f. 17.6. 1911, d. 3.3. 1995, og Ragnheiður Margrét, f. 2.7. 1915, d. 24.4. 1986.

Hálfsystkini Indriða samfeðra eru

 • Friðbjörn Friðbjörnsson, f. 11.3. 1923, látinn, Páll, f. 16.4. 1924, látinn,
 • Jón Friðbjörnsson, f. 13.12. 1925, býr á Akureyri,
 • Óskar Friðbjörnsson, f. 5.11. 1927, býr í Hnífsdal,
 • Sveinn Friðbjörnsson, f. 23.8. 1929, býr í Hnífsdal,
 • Ólafur Friðbjörnsson, f. 22.6. 1931, býr í Hnífsdal,
 • Halldór Friðbjörnsson, f. 22.6. 1933, býr í Hnífsdal,
 • Kristinn Friðbjörnsson, f. 22.6. 1936, d. 22.4. 1991,
 • Eiríkur Friðbjörnsson, f. 19.10 1937, býr í Reykjavík, og
 • Kristján Friðbjörnsson, f. 2.5. 1942, býr í Hnífsdal.
Indriði Friðbjarnarson - ókunnur ljósmyndari

Indriði Friðbjarnarson - ókunnur ljósmyndari

Við andlát Ragnheiðar var Indriða komið í fóstur í Kvíum.
Fósturforeldrar hans voru Finnbogi Jakobsson og Sigríður Eiríksdóttir.

Hinn 17. júní 1933 kvæntist Indriði Árnína Hjálmarsdóttir frá Húsavík, f. 17.12. 1912, d. 20.11. 1969.

Þau eignuðust einn son,

 • Aðalbjörn, sem lést skömmu eftir fæðingu.
 • Fóstursonur þeirra var
 • Eiður Indriðason, f. 10.2.1936, d. 6.3. 1987.

Dóttir Eiðs er

Arnbjörg Eiðsdóttir,
Börn þeirra eru:
búsett í Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Helgi Jensson Kristjánsson.
 • 1) Ólafur Sólimann, f. 20.7. 1980.
 • 2) Helgi, f. 28.7. 1987. 3) Helena, f. 11.3. 1990. 

Árið 1978 kvæntist Indriði eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Egilsdóttur, f. 5.5. 1915, frá Galtalæk í Biskupstungum.
Fyrri maður Sigríðar var Guðmundur Rósenberg Bjargmundson, f. 28.4. 1916, d. 13.10. 1966. Börn þeirra:

Börn þeirra eru:
 • a) Sigríður, f. 26.8. 1961,
 • b) Skúli, f. 4.4. 1965,
 • c) Sæunn, f. 30.7. 1967. 
3) Erling Guðmundsson, f. 28.7. 1947. Eiginkona hans er Vilhelmína Ísaksen, f. 11.8. 1948.
Börn Erlings og Vilhelmínu eru:
 • a) Guðmundur Reidar, f. 25.5. 1968,
 • b) Ómar Rósenberg, f. 9.3. 1970.

Indriði Friðbjarnarson stundaði sjómennsku frá fjórtán ára aldri, fyrst frá Hnífsdal, Ísafirði og Akureyri en lengst af frá Siglufirði, í alls 17 ár.
Hann var verslunarmaður á Siglufirði á árunum 1943–48 og síðar matsveinn á togaranum Elliða um tveggja ára skeið.

Á árunum 1950–1960 bjó hann ásamt eiginkonu sinni í Keflavík, vann ýmis störf á Keflavíkurflugvelli og varð síðar verkstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja við Keflavíkurhöfn, auk þess sem hann sá þar um síldarsöltun.

Indriði flutti til Reykjavíkur og vann sem trésmiður í Trésmiðjunni Víði, en flutti síðan ásamt Sigríði konu sinni til Selfoss árið 1975 þar sem hann starfaði sem húsvörður við Landsbanka Íslands til ársins 1980 en hætti þá störfum sökum aldurs og fluttu þau þá til Reykjavíkur. Indriði og Sigríður bjuggu lengst af í Reykjavík í Leirubakka 6. Þar sá Indriði um viðhald á leikvelli, gróðri og bílastæðum til 88 ára aldurs.

Útför Indriða verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
---------------------------------------------

Elskulegur afi minn, Indriði Friðbjarnarson, er látinn á nítugasta og fimmta aldursári, saddur lífdaga og tibúinn að kveðja. Með andláti hans er lokið langri og farsælli ævi merkismanns. „Hann var sjómaður dáðadrengur.“ Þetta lag glumdi í hátölurum Hrafnistu þegar ég gekk út úr byggingunni, eftir að hafa kvatt afa minn í hinsta sinn. Það var stemmning í loftinu á Hrafnistu því verið var að undirbúa hátíðahöld fyrir sjómannadaginn.

Sjómannadagurinn var alla tíð hátíðisdagur hjá afa og fórum við því gjarnan saman niður í bæ til þess að fylgjast með hátíðarhöldunum. Það gladdi mig að heyra þetta lag, ekki aðeins af því að það var eitt af hans uppáhaldslögum, heldur einnig vegna þess að þessi laglína átti svo vel við hann. Afi var maður af þeirri kynslóð sem muna mátti tímana tvenna. Þegar kvatt er leitar hugurinn til baka og rifjast þá upp frásagnir frá uppvaxtarárum hans fyrir vestan.

Afi var ungur að árum þegar hann þurfti að takast á við alvöru lífsins, móðir hans dó frá fimm börnum og systkinin voru send í fóstur sitt í hvora áttina. Hann talaði oft um hve sárt hann saknaði systkina sinna og móður, þegar hann var sendur að Kvíum í fóstur. Ég held að söknuður hans til foreldra og systkina hafi gert það að verkum að hann varð afskaplega ættrækinn maður.

Hann ræktaði samböndin við systkini sín og elskaði systkinabörnin eins og þau væru hans eigin. Hann var svo þakklátur fyrir allt sem hann eignaðist. Hann var þakklátur fyrir að eignast pabba minn, hann var þakklátur fyrir að vera afi minn, og síðar langafi. Það var eins og við værum einstakt kraftaverk í lífi hans. Um tíma var afi eini ættingi okkar Helga hér í Reykjavík og varð samband okkar við afa því náið. Afi varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sigríði, yndislegri konu, sem reyndist pabba mínum og mér eins vel og sínum eigin börnum.

Þau Sigríður voru samstiga í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Glaðværðin og kímnin fylgdi afa og hvar sem hann kom var hann sjálfskipaður skemmtikraftur. Í afmælum barna minna var hann aðalskemmtikrafturinn og vann alltaf í grettukeppni. Þá laumaðist hann til að taka út úr sér tennurnar og gretti sig þannig að börnin voru agndofa. Hann var mikill gleðigjafi í lífi okkar.

Hjartahlýja, reisn, gleði, kímni og væntumþykja fyrir umhverfi sínu, mönnum, dýrum og sérstök virðing og umhyggja fyrir börnum voru ráðandi í fari hans en allt eru þetta mannkostir sem draga má mikinn lærdóm af. Hann kunni þá list að sveipa birtu yfir allt og alla og margar fegurstu æviminningar æskuáranna eru tengdar honum.

Að leiðarlokum vil ég þakka ástkæra afa mínum fyrir allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Minningin um hann og lífshlaup hans mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Minning um einstakan mann og ástvin. Ég kveð afa minn með þeim orðum sem hann kvaddi mig ávallt með sjálfur: „Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.“

Arnbjörg Eiðsdóttir.
---------------------------------------------------------------

Indriði S. Friðbjarnarson 80 ára

Indriði Friðbjarnarson, fyrrv. matsveinn, Leirubakka 6, Reykjavík, verður áttræður á jóladag. Indriði fæddist að Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði í Norður-Ísafjarðarsýslu en ólst upp í Kvíum við Lónafjörð frá sjö ára aldri og fram að fermingu. Þar var hann hjá fósturforeldrum sínum, Finnboga Jakobssyni, og konu hans, Sigríði Eiríksdóttur.

Indriði fór til sjós fjórtán ára og reri á árabátum og síðar mótorbátum frá Hnífsdal og síðan Ísafirði til 1930 er hann fór til Akureyrar. Hann bjó á Akureyri í tvö ár og síðan á Siglufirði í sautján ár þar sem hann var einnig til sjós. Indriði var verslunarmaður á Siglufirði á árunum 1943-48 og var síðan matsveinn á togaranum Elliða í tvö ár.

Indriði flutti til Keflavíkur 1950 þar sem hann bjó í tíu ár. Hann var við ýmis störf á Keflavíkurflugvelli og var síðan verkstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja við Keflavíkurhöfn, auk þess sem hann sá þar um síldarsöltun. Indriði flutti í Kópavoginn 1960 og tveimur árum síðar til Reykjavíkur þar sem hann átti heima til 1975.

Indriði starfaði í tvö ár á Trésmíðaverkstæði Sigurðar Lássonar, var síðan húsvörður í trésmiðjunni Víði í eitt ár. Hann stundaði síðan pípulagnir í þrjú ár og trésmíðar hjá Gústaf Lárussyni önnur þrjú ár. Þá hóf hann aftur störf og nú við trésmíðar í Víði en flutti til Selfoss 1975 þar sem hann var húsvörður við Landsbankann. Þar starfaði Indriði til 1980 en hætti þá störfum sökum aldurs og flutti aftur til Reykjavíkur. Indriði er tvíkvæntur.

Fyrri kona hans var Árnína Hjálmarsdóttir húsmóðir, f. 17.12.1912, d. 1969. Foreldrar Árnínu voru Hjálmar Magnússon á Húsavík og kona hans, GuðrúnÞórðardóttir.

Indriði og Árnína eignuðust son sem lést skömmu eftir fæðingu.
Fóstursonur Indriða og Árnínu var Eiður Indriðason, f. 10.2.1936, d. 1987, sjómaður í Reykjavik, en dóttir hans er Arnbjörg Eiðsdóttir, kennari í Reykjavík, gift Helga Kristjánssyni verslunarmanni og eiga þau tvo syni.

Seinni kona Indriða er Sigríður Egilsdóttir, húsmóðir frá Galtarlæk í Biskupstungum, f. 5.5.1915, dóttir Egils Egilssonar. Sigríður á tvö börn á lífi frá fyrra hjónabandi. Indriði átti fimm alsystkini og eru tvær systur hans á lífi. Auk þess á hann tíu hálíbræður sem allir eru á lífi. Foreldrar Indriða voru Friðbjörn Helgason, bóndi á Sútarabúðum í Grunnavík, og kona hans, Ragnheiður Veturliðadóttir.

Indriði og Sigríður verða að heiman á afmælisdaginn.