Tengt Siglufirði
Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1993
Ari Eðvaldsson húsvörður, Brimnesvegi 22, Ólafsfirði, er fimmtugur í dag.
Starfsferill Ari fæddist
á Siglufirði og ólst þar upp. Hann hóf nám í Iðnskóla Siglufjarðar en flutti 1959 til Ólafsfjarðar og hóf nám í rafvirkjun hjá Raftækjavinnustofu Ólafsfjarðar
samhliða námi við Iðnskóla Ólafsfjarðar og Iðnskóla Akureyrar.
Ari tók sveinspróf í rafvirkjun 1964 og varð löggiltur rafvirkjameistari 1968. Hann átti hlut í Raftækjavinnustofunni og starfaði þar til ársins 1985 er hann gerðist húsvörður í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Ari starfaði í mörg ár í Björgunarsveitinni Tindi og var formaður hennar i tólf ár. Hann hefur einnig setið í stjórn Slysavarnadeildar karla í Ólafsfirði og átt sæti í ýmsum nefndum um ævina, m.a. í Almannavarnanefnd Ólafsfjarðar.
Ari hefur ennfremur verið félagi í Rotaryklúbbi Ólafsfjarðar frá árinu 1973.
Fjölskylda Ari hóf sambúð 3.2.1961 með Minný
Kristbjörgu Eggertsdóttur, f. 29.11.1944, fulltrúa.
Hún er dóttir Eggerts Reynarðs Pálssonar, fyrrv. verkstjóra, og Bjargar M. Guðmundsdóttur. Þau búa í Ólafsfirði.
Börn Ara og Minnýjar eru:
Systkini Ara eru:
Faðir
Ara var Eðvald Óskar Vilhelm Eiríksson, f. 7.2.1908, d. 26.4. 1977, verkamaður. (Eðvald Eiríksson)
Móðir Ara er Lára Gunnarsdóttur, f. 14.9.1909,
húsmóðir.
Þau bjuggu á Siglufirði 1930. Ætt: Eðvald Eiríksson var sonur Elínar Kristbjargar Sigríðar Eiríksdóttur frá Berufirði, d. 1948, faðir danskur. Systkini Eðvalds voru tvö, Erling sem dó ungur og Rósa, tvíburasystir, sem dó 1912.
Lára Gunnarsdóttir er dóttir Gunnars Bóassonar, f. 10.5.1884, d.
28.7.1945, frá Borgargerði í Reyðarfirði, og fyrri konu hans, Unu Sigríðar Jónsdóttur, f. 11.6.1884, d. 22.1.1922, frá Teigagerði í Reyðarfirði.
Þau eignuðust tíu
börn. Seinni kona Gunnars var Margrét Friðriksdóttir, f. 7.7.1899 d. 4.5.1975, frá Mýrum í Skriðdal. Þau eignuðust níu börn. Gunnar var sonur Sigurbjargar Halldórsdóttur, f.
6.4.1856, d. 1.6. 1949, frá Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu, Jónssonar, b. Geitafelli og Ari Sigþór Eðvaldsson. Grenjaðarstað, Jónssonar, prests að Grenjaðarstað og víðar.
Systir Sigurbjargar var Guðný Halldórsdóttir, kona Benedikts Jónssonar á Auðnum í Þingeyjasýslu. Faðir Gunnars var Bóas Bóasson, f. 17.8.1855, d. 21.7.1915, frá Stuðlum
í Reyðarfirði. Afkomendur Gunnars og Sigurbjargar eru nú 328 talsins.
Ari tekur á móti gestum í húsi Slysavarnafélagsins í Ólafsfirði frá kl. 19 á afmælisdaginn.