Ingibjörg Jónsdóttir 12-11-1890

Tíminn - 03. júní 1961

Ingibjörg Jónsdóttir Siglufirði -  fædd 12. nóvember 1890 dáin 26. maí 1961  -Maki hennar;  Andrés fæddur 17. ágúst 1891 dáinn 6. mars 1970

Þótt Ingibjörg væri fullorðin, er hún kom til Siglufjarðar, tók hún svo miklu ástfóstri við fjörðinn, að hún undi sér hvergi annaris staðar. Siglfirskari sál en hún mundi vandfundin.

Ingibjörg og Andrés Hafliðason eignuðust 4 börn.
Hið elzta, sem var dóttir, lézt nýfætt, en hin 3 eru öll á lífi og bera foreldrum sínum og æsku heimili gott vitni.

Þau eru:

Ingibjörg Jónsdóttir og Andrés Hafliðason - Ljósmynd Kristfinnur

Ingibjörg Jónsdóttir og Andrés Hafliðason - Ljósmynd Kristfinnur

  • Hafliði Andrésson, skrifstofustjóri í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík, kvæntur Guð rúnu Eiríksdóttur frá Hafnarfirði,
  • Jóhanna Andrésdóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, gift Vigfúsi Sigurjónssyni, skip- • stjóra og
  • Hinrik Andrésson aðstoðarmaður föður síns á Siglufirði, kvæntur Margréti Pétursdóttur frá Reykjavík.

Heimili þeirra Ingibjargar og Andrésar á Siglufirði var rómað fyrir gestrisni, hjartahlýju og höfðingsskap. Margir áttu erindi við þau hjón bæði og öllum var tekið opnum örmum. Við arin heimilisins ríkti glaðværð og sönn menning hjartans. Ingibjörg var greind og skemmtin, svo að bæði var gróði og gaman að viðræðum hennar. f slíku andrúmslofti 61 hún upp börn sín, og þannig var hún öllum, sem að garði bar.

Eitt vor þó það, sem einkenndi Ingibjörgu framar öllu öðru, en það var gjafmildi hennar, greiðvikni og fölskvalaus samúð með öllum, er bágt áttu. Henni var það ekki nóg eitt saman að gera þeim gott, sem að garði bar, heldur var hún fyrst allra til að rétta fram hjálparhönd, ef hún vissi einhvern bágstaddan.

Slík hjálpsemi var henni svo eiginleg og hjartagróin, að hún sást ekki alltaf fyrir. Og heldur hefði hún viljað vera þurfamanneskja sjálf en að mega ekki taka þátt í kjörum þeirra, sem erfitt áttu.

I þessum efnum naut Ingibjörg síns ágæta manns, Andrésar, sem er einn sá mesti drengskaparmaður, er ég hefi kynnzt um mína daga. Hjónaband þeirra var með þeim ágætum, að betur varð ekki á kosið. Þau> voru konungur og drottning í sínu ríki, höfðingleg bæði í sjón og raun. Ingibjörg tók virkan þátt í áhugamálum manns síns, bæði í viðskipta- og atvinnulífi og margháttuðum félagsmálastörfum. Þau áunnu sér bæði virðingu Siglfirðinga fyrir störf sín og sitt myndarlega heimili, sem ávallt stóð öllum opið.

Barngóð var Ingibjörg með afbrigðum og hafa mörg siglfirzk börn notið þess og munu seint gleyma. Við systurbörn hennar átt um þar okkar annað heimili og því athvarfi var óhætt að treysta. Svo samgróin var Ingibjörg heimi bernsku minnar og æsku, að ég á erfitt með að hugsa mér Siglufjörð án hennar. Það skarð, sem orðið er við fráfall hennar, mun trauðla fyllt. Trúkona var Ingibjörg mikil og æðraðist ekki, þótt í móti blési.

Ég veit einnig, að hún kysi heldur, að við, sem stóðum henni næst, bærum söknuð okkar vel, svo örugg sem hún var sjálf um bjarta framtíð bak við gröf og dauða. Hún átti við þunga vanheilsu að stríða síðustu mánuðina, en naut ástríkis og sérstakrar umhyggju á heimili Hinriks sonar síns og Margrétar tengdadóttur sinnar. Þar andaðist hún hinn 26. maí s.l.

Það er ávallt erfitt að túlka með orðum hið mesta og dýpsta þakklæti. En ég vona, að hin mikla vík, sem nú er vina milli, sé ekki meiri en svo, að Ingibjörg megi finna þakklæti mitt og allra þeirra mörgu, sem nutu hjartahlýju hennar og göfuglyndis.  Eiginmaður hennar, börn, barnabörn og tengda börn eiga öll óskipta samúð hinna I mörgu Vina. Mætti Siglufjörður ávallt eiga sem flestar mæður og húsfreyjur líkar Ingibjörgu.

Allt, sem er sann-siglfirzkast, rifjast upp, þegar þú ert kvödd, kæra frænka mín. Siglfirzku vorkvöldin eru fögur og fögur eru Sólsetursljóð^ séra Bjarna Þorsteinssonar. Álíka fagur er bjarminn frá liðinni ævi þinni, Bogga mín.  
„Gefi þér Guð sinn frið". Kópavogi, 1. júní 1961.

Jón Skaftason.