Halla Jóhannsdóttir

Íslendingaþættir Tímans - 05. júlí 1975  + Morgunblaðið - 11. júní 1975

Halla Jóhannsdóttir Siglufirði. F. 18. ágúst 1917. D. 18. maí 1975.
Á hvítasunnudag 18. maí andaðist I Sjúkrahúsi Siglufjarðar Halla Jóhannsdóttir, eftir langt og strangt sjúkdómsstrlð. Með henni er merk kona til moldar hnigin. Halla var fædd 18. ágúst 1917 hér I Siglufirði.

Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannsson frá Engidal og kona hans, Marsibil Herdís Baldvinsdóttir frá Siglunesi. Vegna veikinda móður sinnar, sem langtímum saman þurfti að dvelja á sjúkrahælum, var Halla tekin kornabarn i fóstur af þeim sæmdarhjónum Guðmundur Björnssun vélsmið og Guðbjörgu Þórðardóttur, og þar ólst hún upp, ásamt með börnum þeirra hjóna, og varð þeim jafn kær sem eigið barn væri. Á þessu myndarheimili átti Halla heima æ síðan til æviloka.

Björn Tryggvason og Halla Jóhannsdóttir - Ljósmynd tekin erlendis ?

Björn Tryggvason og Halla Jóhannsdóttir - Ljósmynd tekin erlendis ?

Eftir andlát Guðbjargar fóstru sinnar dvaldi Halla áfram hjá Sigríði Elefsen fóstursystur sinni og hennar manni Óskar Berg Elefsen þar til hún giftist og stofnaði eigið heimili. Reyndist Sigríður Höllu ætíð sem bezta systir og móðir, og siðar hennar börnum. Hafa þessar fjölskyldur aldrei skilið og alltaf búið í sama húsinu.

Á sjómannadaginn 1941 giftist Halla Bjön Tryggvason frá Ísafirði. Björn var lengi vélstjóri á síldarskipum hér norðanlands, og síðast á b/v. Hafliða frá Siglufirði. Hann andaðist 4. janúar 1962.
Eignuðust þau fimm börn sem til aldurs komust, þau eru eftir aldursröð talin:

  • Sigríður Kristin Björnsdóttir, gift Jóni V. Sigurjónssyni, búsett á Siglufirði.
  • Guðmundur Friðþór Björnsson, kvæntur Heba Hilmarsdóttir, einnig búsett I Siglufirði.
  • Svanhildur Guðbjörg Björnsdóttir gift Birgi Guðnasyni, búa í Sandgerði.
  • Tryggvi Örn Björnsson, kvæntur Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur, búa I Kópavogi.
  • Erla Ósk Björnsson, gift Kristján Hauksson, Siglufirði.

Halla var mesta myndar- og dugnaðarkona. Tókst hiklaust á við örðugleika lífsins. Hún kunni ekki að kvarta né heimta allt án fyrirhafnar, sem nú er þó að verða daglegt brauð alltof margra Íslendinga. Hún rak um nokkur ár eigin verzlun sem útheimti mikla vinnu, sem hún gat ekki annað ein. Var hún búin að selja verzlunina nú fyrir skömmu, ásamt húsplássinu. Þó stundaði hún verzlunarstörf hjá öðrum þar til þrekið þraut.

Maðurinn með ljáinn var mættur. Halla var hlaðin þeirri lífsorku og lífsgleði sem fátið er og margir munu minnast, og þá ekki sízt fyrir hennar létta og glaða hlátur, sem öllum kom I gott skap, og þó einna mest og bezt I ferðalögum. Betri og skemmtilegri ferðafélaga er ekki hægt að kjósa sér, og svo munu fleiri mæla er reynt hafa.

Ógleymanlegur verður mér sá mánaðartími sem við frænkurnar, Halla og Baldvina, dvöldum hjá frændfólki okkar I Noregi sumarið 1971. Það voru dásamlegar stundir. Um tíu ára skeið bjó Halla með Friðrik Friðriksson, þekktum drengskapar og dugnaðarmanni. Var sambúð þeirra í alla staði heillarík, svo kalla mátti sælustundir, enda reyndist Friðrik henni, svo og börnum hennar, hinn sanni og góði vinur og verndarvættur.

Harm sinn mun hann nú bera með prúðmannleg stillingu. Það er góðra manna háttur. Þótt Halla sé nú fallin i valinn lifir hún brosandi og heillandi i minningu hans. útför Höllu fór fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 10 f.h. að viðstöddum fjölda manns. Komu margir ættingjar og vinir um langan veg að fylgja henni til grafar.

Börnum hennar, ættfólki og vinum öllum votta ég innilega samúð. Með hryggð I huga kveð ég nú þessa kæru móðursystur mína með hjartans þakklæti fyrir samverustundirnar.
Ég er þess fullviss að framréttar vinahendur hafa tekið á móti henni á ströndinni ókunnu.

Siglufirði 30. maí 1975. Brynja Stefánsdóttir.